Bankasýslan krossfest Sigmar Guðmundsson skrifar 19. apríl 2022 13:30 Það er svolítið merkilegt að fylgjast með því hvernig ríkisstjórnin hefur varið páskahelginni. Stjórnarforystan hafði tíma til að velta hlutum fyrir sér þar sem síminn var á silent þegar fjölmiðlar hringdu ítrekað. Vikulegur þriðjudagsfundur ríkisstjórnarinnar flæktist heldur ekki fyrir því hann var einfaldlega ekki boðaður, rétt eins og ekkert sérstakt sé á seyði í samfélaginu. En eftir alla þessa páskaíhugun spratt upp einhver hugmyndabastarður sem fer í sögubækurnar sem sérkennilegasta smjörklípa stjórnmálasögunnar. Einni ríkisstofnun var útrýmt til að komast undan pólitískri ábyrgð. Á stjórnarheimilinu héldu menn það í fúlustu alvöru að um páskahelgina væri hægt að lauga fætur ráðherra á skírdegi, murka lífið úr krossfestri bankasýslu á föstudeginum langa, og að afleiðingin yrði sú að ríkisstjórnin myndi rísa upp frá dauðum á páskadag til þess eins að auglýsa útför bankasýslunnar í fréttatilkynningu á þriðjudag. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Allir glaðir? Nei, aldeilis ekki. Hvað sem mönnum finnst um Bankasýsluna þá þarf það að vera alveg á hreinu að hún starfar ekki í tómarúmi. Hún tók það ekki upp hjá sjálfri sér að selja banka. Hún ein ber ekki ábyrgð á því hvernig til tókst. Fram hefur komið að ráðherranefnd um efnahagsmál, skipuð forsætisráðherra, fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra, var ekki einhuga um það hvernig átti að standa að sölunni. Viðskiptaráðherra sá það fyrir að fyrirkomulagið sem hún studdu sjálf í ríkisstjórn, myndi enda með skelfingu, og hefur kallað eftir pólitískri ábyrgð. Sú ábyrgð liggur að mestu hjá fjármálaráðherra, en auðvitað líka hjá ráðherranefndinni sem viðskiptaráðherra situr sjálfur í. Ef bankasýslan klúðraði, þá var það vegna þeirrar forskriftar sem fékkst frá ríkisstjórninni. Undan því verður ekki vikist. Sú staðreynd að hvorki fjármálaráðherra, forsætisráðherra, viðskiptaráðherra, né formaður Framsóknarflokksins, svöruðu ekki ítrekuðum beiðnum fjölmiðla um helgina segir heilmikla sögu um stöðuna á stjórnarheimilinu. Vandræðagangurinn er alger. Vantraustið á milli flokkanna algert. Enda er lærdómurinn af þessari bankasölu eftirfarandi: Framsóknarflokkurinn sá það fyrir, að eigin sögn, að salan yrði klúður en ákvað að upplýsa almenning ekki um það fyrr en eftir útboðið. Flokkurinn hefði sem sagt getað afstýrt slysinu en ákvað að gera það ekki. VG, vinstri sinnaðasti flokkurinn á þingi, er núna með það á afrekalistanum að hafa selt 50 milljarða þjóðareign með afslætti til stórkapítalista. Til að bregðast við gagnrýni úr eigin flokki er ríkisstofnun lögð niður, áður en rannsókn á þætti hennar í sölunni lýkur. Sjálfstæðisflokkurinn getur nú gumað sig af því að vera eini hægri flokkurinn í heiminum sem hefur afrekað það í miðju einkavæðingarferli að tryggja í sessi eignarhald ríkisins í banka. Þetta klúður verður nefnilega til þess að þessari ríkisstjórn verður ekki treyst fyrir frekari bankasölu í bráð. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Salan á Íslandsbanka Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Það er svolítið merkilegt að fylgjast með því hvernig ríkisstjórnin hefur varið páskahelginni. Stjórnarforystan hafði tíma til að velta hlutum fyrir sér þar sem síminn var á silent þegar fjölmiðlar hringdu ítrekað. Vikulegur þriðjudagsfundur ríkisstjórnarinnar flæktist heldur ekki fyrir því hann var einfaldlega ekki boðaður, rétt eins og ekkert sérstakt sé á seyði í samfélaginu. En eftir alla þessa páskaíhugun spratt upp einhver hugmyndabastarður sem fer í sögubækurnar sem sérkennilegasta smjörklípa stjórnmálasögunnar. Einni ríkisstofnun var útrýmt til að komast undan pólitískri ábyrgð. Á stjórnarheimilinu héldu menn það í fúlustu alvöru að um páskahelgina væri hægt að lauga fætur ráðherra á skírdegi, murka lífið úr krossfestri bankasýslu á föstudeginum langa, og að afleiðingin yrði sú að ríkisstjórnin myndi rísa upp frá dauðum á páskadag til þess eins að auglýsa útför bankasýslunnar í fréttatilkynningu á þriðjudag. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Allir glaðir? Nei, aldeilis ekki. Hvað sem mönnum finnst um Bankasýsluna þá þarf það að vera alveg á hreinu að hún starfar ekki í tómarúmi. Hún tók það ekki upp hjá sjálfri sér að selja banka. Hún ein ber ekki ábyrgð á því hvernig til tókst. Fram hefur komið að ráðherranefnd um efnahagsmál, skipuð forsætisráðherra, fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra, var ekki einhuga um það hvernig átti að standa að sölunni. Viðskiptaráðherra sá það fyrir að fyrirkomulagið sem hún studdu sjálf í ríkisstjórn, myndi enda með skelfingu, og hefur kallað eftir pólitískri ábyrgð. Sú ábyrgð liggur að mestu hjá fjármálaráðherra, en auðvitað líka hjá ráðherranefndinni sem viðskiptaráðherra situr sjálfur í. Ef bankasýslan klúðraði, þá var það vegna þeirrar forskriftar sem fékkst frá ríkisstjórninni. Undan því verður ekki vikist. Sú staðreynd að hvorki fjármálaráðherra, forsætisráðherra, viðskiptaráðherra, né formaður Framsóknarflokksins, svöruðu ekki ítrekuðum beiðnum fjölmiðla um helgina segir heilmikla sögu um stöðuna á stjórnarheimilinu. Vandræðagangurinn er alger. Vantraustið á milli flokkanna algert. Enda er lærdómurinn af þessari bankasölu eftirfarandi: Framsóknarflokkurinn sá það fyrir, að eigin sögn, að salan yrði klúður en ákvað að upplýsa almenning ekki um það fyrr en eftir útboðið. Flokkurinn hefði sem sagt getað afstýrt slysinu en ákvað að gera það ekki. VG, vinstri sinnaðasti flokkurinn á þingi, er núna með það á afrekalistanum að hafa selt 50 milljarða þjóðareign með afslætti til stórkapítalista. Til að bregðast við gagnrýni úr eigin flokki er ríkisstofnun lögð niður, áður en rannsókn á þætti hennar í sölunni lýkur. Sjálfstæðisflokkurinn getur nú gumað sig af því að vera eini hægri flokkurinn í heiminum sem hefur afrekað það í miðju einkavæðingarferli að tryggja í sessi eignarhald ríkisins í banka. Þetta klúður verður nefnilega til þess að þessari ríkisstjórn verður ekki treyst fyrir frekari bankasölu í bráð. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun