Samfella í stuðningi við fanga með þroskahömlun og á einhverfurófinu Unnur Helga Óttarsdóttir, Sigrún Birgisdóttir og Elfa Dögg S. Leifsdóttir skrifa 19. apríl 2022 10:30 Erlendar rannsóknir sýna svart á hvítu að fólk með þroskahömlun og/eða á einhverfurófi sem dæmt er til fangelsisvistar hefur mjög mikla þörf fyrir viðeigandi stuðning og vernd meðan á fangelsisvist stendur og eftir að það hefur lokið afplánun. Alls engin ástæða er til að ætla að því sé öðru vísi farið hér á landi. Einnig er talið að inni í fangelsum séu einstaklingar sem ekki hafi greiningar en sýni öll einkenni einhverfu/taugaþroskaraskana. Sá hópur þarf einnig stuðning og viðeigandi greiningu meðan á afplánun stendur. Einstaklingar með þroskahömlun og/eða einhverft fólk hafa líka rétt til viðeigandi stuðnings og verndar meðan á fangelsisvist stendur og eftir að afplánun lýkur samkvæmt íslenskum lögum og fjölþjóðlegum mannréttindasamningum sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að framfylgja. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland undirgekkst árið 2016 segir að ríkið skuli „efla viðeigandi þjálfun fyrir þau sem starfa á sviði réttarvörslu, þar á meðal lögreglu og starfsfólk fangelsa“ til að tryggja að þeir einstaklingar sem eiga rétt til sérstaks stuðnings og verndar samkvæmt samningnum njóti hans meðan á fangelsisvist stendur. Til að stuðla að því sóttu Landssamtökin Þroskahjálp um styrk til félagsmálaráðuneytisins til að halda fræðslu- og umræðufundi, í samstarfi við Fangelsismálastofnun, með starfsfólki stofnunarinnar og fangelsanna og er það verkefni nú í gangi. Einhverfusamtökin taka þátt í þessu verkefni með Þroskahjálp. Rauði krossinn á Íslandi stendur fyrir sjálfboðaliða-verkefni sem kallast „Aðstoð eftir afplánun“, sem er ætlað fólki sem hefur lokið afplánun eða er í afplánun til að veita fólki stuðning við ýmislegt er varðar daglegt líf og þær breytingar sem verða við það að ljúka afplánun, s.s. húsnæðis- og atvinnuleit, viðtöl við félagsráðgjafa, skipulagningu fjármála, að efla félagslegt öryggi og öðlast tiltrú á eigin getu sem áhrifavalds í eigin lífi. Rauði Krossinn, Einhverfusamtökin og Þroskahjálp hafa átt í samtali um þessi mikilvægu verkefni sín og hafa nú ákveðið að taka höndum saman um að vinna að því að vekja athygli hlutaðeigandi stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga á aðstæðum, þörfum og réttindum fólks með þroskahömlun og/eða á einhverfurófi meðan á fangelsisvist stendur og eftir að afplánun lýkur. Þá vilja þau leggja sitt af mörkum í samstarfi við þau stjórnvöld til að bæta aðstæður, mæta þörfum og stuðla að því að réttindi þessara einstaklinga til stuðnings og verndar séu virt og þeim framfylgt. Að mati þessara samtaka eru mjög mikilsverð mannréttindi og tækifæri í húfi og ekki aðeins fyrir þá einstaklinga sem í hlut eiga, heldur fyrir samfélagið allt. Fangelsisvist getur því aðeins talist „betrun“ fyrir þessa einstaklinga að þessi réttindi þeirra til viðeigandi stuðnings séu virt og þeim framfylgt. Vitað er og viðurkennt að einstaklingar sem ekki fá viðeigandi stuðning til að koma undir sig fótunum í samfélaginu þegar þeir hafa lokið afplánun eru mun líklegri til að lenda aftur í sama fari með líf sitt og áður hefur leitt til þess að þeir hafa verið dæmdir til fangelsisvistar. Með þessu samstarfi vonumst við til að það verði vakning á stöðunni með tilliti til umrædds hóps eftir að afplánun lýkur og að stjórnvöld ríkis og sveitarfélaga skoði þessi mál ítarlega. Við erum tilbúin til að vera í samráði til úrbóta til að koma til móts við þarfir þessa hóps með viðeigandi stuðningi út í lífið. Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna ÞroskahjálparSigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri EinhverfusamtakannaElfa Dögg S. Leifsdóttir sálfræðingur, teymisstjóri heilbrigðisverkefna - Rauði krossinn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Fangelsismál Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Erlendar rannsóknir sýna svart á hvítu að fólk með þroskahömlun og/eða á einhverfurófi sem dæmt er til fangelsisvistar hefur mjög mikla þörf fyrir viðeigandi stuðning og vernd meðan á fangelsisvist stendur og eftir að það hefur lokið afplánun. Alls engin ástæða er til að ætla að því sé öðru vísi farið hér á landi. Einnig er talið að inni í fangelsum séu einstaklingar sem ekki hafi greiningar en sýni öll einkenni einhverfu/taugaþroskaraskana. Sá hópur þarf einnig stuðning og viðeigandi greiningu meðan á afplánun stendur. Einstaklingar með þroskahömlun og/eða einhverft fólk hafa líka rétt til viðeigandi stuðnings og verndar meðan á fangelsisvist stendur og eftir að afplánun lýkur samkvæmt íslenskum lögum og fjölþjóðlegum mannréttindasamningum sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að framfylgja. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland undirgekkst árið 2016 segir að ríkið skuli „efla viðeigandi þjálfun fyrir þau sem starfa á sviði réttarvörslu, þar á meðal lögreglu og starfsfólk fangelsa“ til að tryggja að þeir einstaklingar sem eiga rétt til sérstaks stuðnings og verndar samkvæmt samningnum njóti hans meðan á fangelsisvist stendur. Til að stuðla að því sóttu Landssamtökin Þroskahjálp um styrk til félagsmálaráðuneytisins til að halda fræðslu- og umræðufundi, í samstarfi við Fangelsismálastofnun, með starfsfólki stofnunarinnar og fangelsanna og er það verkefni nú í gangi. Einhverfusamtökin taka þátt í þessu verkefni með Þroskahjálp. Rauði krossinn á Íslandi stendur fyrir sjálfboðaliða-verkefni sem kallast „Aðstoð eftir afplánun“, sem er ætlað fólki sem hefur lokið afplánun eða er í afplánun til að veita fólki stuðning við ýmislegt er varðar daglegt líf og þær breytingar sem verða við það að ljúka afplánun, s.s. húsnæðis- og atvinnuleit, viðtöl við félagsráðgjafa, skipulagningu fjármála, að efla félagslegt öryggi og öðlast tiltrú á eigin getu sem áhrifavalds í eigin lífi. Rauði Krossinn, Einhverfusamtökin og Þroskahjálp hafa átt í samtali um þessi mikilvægu verkefni sín og hafa nú ákveðið að taka höndum saman um að vinna að því að vekja athygli hlutaðeigandi stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga á aðstæðum, þörfum og réttindum fólks með þroskahömlun og/eða á einhverfurófi meðan á fangelsisvist stendur og eftir að afplánun lýkur. Þá vilja þau leggja sitt af mörkum í samstarfi við þau stjórnvöld til að bæta aðstæður, mæta þörfum og stuðla að því að réttindi þessara einstaklinga til stuðnings og verndar séu virt og þeim framfylgt. Að mati þessara samtaka eru mjög mikilsverð mannréttindi og tækifæri í húfi og ekki aðeins fyrir þá einstaklinga sem í hlut eiga, heldur fyrir samfélagið allt. Fangelsisvist getur því aðeins talist „betrun“ fyrir þessa einstaklinga að þessi réttindi þeirra til viðeigandi stuðnings séu virt og þeim framfylgt. Vitað er og viðurkennt að einstaklingar sem ekki fá viðeigandi stuðning til að koma undir sig fótunum í samfélaginu þegar þeir hafa lokið afplánun eru mun líklegri til að lenda aftur í sama fari með líf sitt og áður hefur leitt til þess að þeir hafa verið dæmdir til fangelsisvistar. Með þessu samstarfi vonumst við til að það verði vakning á stöðunni með tilliti til umrædds hóps eftir að afplánun lýkur og að stjórnvöld ríkis og sveitarfélaga skoði þessi mál ítarlega. Við erum tilbúin til að vera í samráði til úrbóta til að koma til móts við þarfir þessa hóps með viðeigandi stuðningi út í lífið. Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna ÞroskahjálparSigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri EinhverfusamtakannaElfa Dögg S. Leifsdóttir sálfræðingur, teymisstjóri heilbrigðisverkefna - Rauði krossinn
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun