Mercedes-Benz keyrði Vision EQXX yfir 1000 km á einni hleðslu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 19. apríl 2022 07:01 Mercedes-Benz EQXX hugmyndabíll. Mercedes-Benz hefur nú ekið hugmyndabíl sínum, Vision EQXX yfir eitt þúsund kílómetra á einni hleðslu og átti bíllinn um 140 kílómetra eftir af drægni þegar 1000 kílómetra múrinn var rofinn. Mercedes-Benz hefur haft það að markmiði að framleiða skilvirkasta rafbílinn og þann rafbíl sem hefur mesta drægni. Nýjasta tilraunin, MissionXX er hugsuð til þess að sanna að framleiðandinn geti smíðað stallbak með muni fara næstum tvisvar sinnum lengra en Tesla Model 3 í Long Range útgáfu á einni hleðslu með sömu stærð af rafhlöðu. Myndband af YouTube-rásinni CarWow. Mercedes hefur ekki látið uppi hversu stór rafhlaða er í Vision EQXX en hefur þó sagt að hann sé með um 100 kWh af nýtanlegri orku. Samkvæmt Mercedes var 1000 km múrinn rofinn í venjulegri umferð á hefðbundnum vegum. Séð aftan á Mercedes-Benz EQXX. Bíllinn var hannaður með skilvirkni í huga frá upphafi. Hann er talsvert betur hannaður með tilliti til loftflæðis en aðrir bílar á markaðnum í dag. Loftmóttstöðustuðull VisionEQXX er 0,17 sem er talsvert betra en það næst besta, sem eru Mercedes EQS og Tesla Model S sem eru með 0,20. Vistvænir bílar Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent
Mercedes-Benz hefur haft það að markmiði að framleiða skilvirkasta rafbílinn og þann rafbíl sem hefur mesta drægni. Nýjasta tilraunin, MissionXX er hugsuð til þess að sanna að framleiðandinn geti smíðað stallbak með muni fara næstum tvisvar sinnum lengra en Tesla Model 3 í Long Range útgáfu á einni hleðslu með sömu stærð af rafhlöðu. Myndband af YouTube-rásinni CarWow. Mercedes hefur ekki látið uppi hversu stór rafhlaða er í Vision EQXX en hefur þó sagt að hann sé með um 100 kWh af nýtanlegri orku. Samkvæmt Mercedes var 1000 km múrinn rofinn í venjulegri umferð á hefðbundnum vegum. Séð aftan á Mercedes-Benz EQXX. Bíllinn var hannaður með skilvirkni í huga frá upphafi. Hann er talsvert betur hannaður með tilliti til loftflæðis en aðrir bílar á markaðnum í dag. Loftmóttstöðustuðull VisionEQXX er 0,17 sem er talsvert betra en það næst besta, sem eru Mercedes EQS og Tesla Model S sem eru með 0,20.
Vistvænir bílar Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent