Íslandsbankasalan - Að bregðast trausti þjóðarinnar Eyjólfur Ármannsson skrifar 16. apríl 2022 13:00 Flokkur fólksins er eini flokkurinn á Alþingi sem var móti sölunni á Íslandsbanka. Óljóst er hver rök annarra stjórnmálaflokka er fyrir sölunni í núverandi umhverfi á bankamarkaði, þar sem samkeppnisleysið er algjört. Ofurhagnaður bankanna sýnir að um sjálftöku á hagnaði er að ræða. Samanlagður hagnaður þriggja stóru banka á sl. ári var 82 milljaðar króna, aukning um 52 milljarða á milli ára. Þetta er á tímum heimsfaraldurs. Ríkið, eigandi Landsbanka og Íslandsbanka hefur enga eigendastefnu um að koma á samkeppni á bankamarkaði. Stefnuleysi ríkisstjórnarinnar í bankamálum er algjört. Sala Íslandsbanka er sama marki brennd. Þar fer saman stefnuleysi, vanhæfni og fúsk, að ekki sé talað um spillingu, þar sem stóra spurningin er hverjir fengu að kaupa. Birtingin á nöfnum kaupenda opinberar fyrir almenningi hverskonar hneyksli útboðið var. Kröfurnar til kaupenda voru engar og gæði þeirra eftir því. Hugtakið "fagfjárfestar" var notað til að blekkja þjóðina í útboðinu, þar sem gífurlegir fjármunir voru sviknir útúr þjóðinni. Ríkið ætlaði að hámarka sölutekjur en seldi með afslætti í umframeftirspurn. Lífeyrissjóðir fengu ekki að kaupa líkt og þeir óskuðu eftir, heldur var selt til hrunverja, kvótakónga, skuldugra aðila o.fl. sem náðu í stubb. Margir seldu strax aftur og leystu út hagnað. Reynt var að halda nöfnum þeirra leyndum, en það er einmitt þannig sem spilling þrífst. Stjórnendur Íslandsbanka sögðu það brjóta persónuverndarlög að birta nöfn minnstu fjárfestanna. Það var gert án fyrirframsamráðs við Persónuvernd líkt og lögin kveða á um. Birting á nöfnum kaupenda ætti að kalla á kæru til Persónuverndar, sé einhver fótur fyrir útspilinu. Persónuverndarlög heimila vinnslu persónupplýsinga vegna almannahagsmuna og lög um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum kveða á um gagnsæi. Með fyrirslættinum var reynt að telja þjóðinni trú um að hún gæti ekki fengið réttmætar upplýsingar. Upplýsingarnar varða svo sannarlega almannahag og opinberað ótrúlegt fúsk, vanhæfni og spillingu í klíkusamfélagi um það hverjir fengu, á kostnað skattborgaranna, aðgang að milljóna hagnaði yfir nótt. Stjórnendur bankans ættu að taka pokann sinn fyrir þátttöku sína þessari yfirhylmingu. Traustið er ekkert. Meginreglur laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum voru hunsaðar. Meginreglurnar kveða um á um að áhersla skuli lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði. Lögum samkvæmt skal Bankasýslan annast sölumeðferð eignarhluta fyrir hönd ríkisins í samræmi við ákvörðun ráðherra. Ábyrgðin er þeirra. Bankasýslan undirbýr sölu, leitar tilboða í eignarhlut, metur tilboð, hefur umsjón með samningaviðræðum við utanaðkomandi ráðgjafa og væntanlega kaupendur og annast samningagerð. Svo var ekki. Söluráðgjafar fengu 700 milljónir kr. fyrir að hringja í kaupendur og seldu sjálfum sér í leiðinni. Upplýsa á almenning um hvað liggur á bakvið þessar greiðslur og hvaða kröfur voru gerðar til þeirra. Alþingi ber að skipa rannsóknarnefnd til að rannsaka söluna á Íslandsbanka ef skapa á traust í samfélaginu. Höfundur er alþingsmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi og 2. varaformaður fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Salan á Íslandsbanka Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins er eini flokkurinn á Alþingi sem var móti sölunni á Íslandsbanka. Óljóst er hver rök annarra stjórnmálaflokka er fyrir sölunni í núverandi umhverfi á bankamarkaði, þar sem samkeppnisleysið er algjört. Ofurhagnaður bankanna sýnir að um sjálftöku á hagnaði er að ræða. Samanlagður hagnaður þriggja stóru banka á sl. ári var 82 milljaðar króna, aukning um 52 milljarða á milli ára. Þetta er á tímum heimsfaraldurs. Ríkið, eigandi Landsbanka og Íslandsbanka hefur enga eigendastefnu um að koma á samkeppni á bankamarkaði. Stefnuleysi ríkisstjórnarinnar í bankamálum er algjört. Sala Íslandsbanka er sama marki brennd. Þar fer saman stefnuleysi, vanhæfni og fúsk, að ekki sé talað um spillingu, þar sem stóra spurningin er hverjir fengu að kaupa. Birtingin á nöfnum kaupenda opinberar fyrir almenningi hverskonar hneyksli útboðið var. Kröfurnar til kaupenda voru engar og gæði þeirra eftir því. Hugtakið "fagfjárfestar" var notað til að blekkja þjóðina í útboðinu, þar sem gífurlegir fjármunir voru sviknir útúr þjóðinni. Ríkið ætlaði að hámarka sölutekjur en seldi með afslætti í umframeftirspurn. Lífeyrissjóðir fengu ekki að kaupa líkt og þeir óskuðu eftir, heldur var selt til hrunverja, kvótakónga, skuldugra aðila o.fl. sem náðu í stubb. Margir seldu strax aftur og leystu út hagnað. Reynt var að halda nöfnum þeirra leyndum, en það er einmitt þannig sem spilling þrífst. Stjórnendur Íslandsbanka sögðu það brjóta persónuverndarlög að birta nöfn minnstu fjárfestanna. Það var gert án fyrirframsamráðs við Persónuvernd líkt og lögin kveða á um. Birting á nöfnum kaupenda ætti að kalla á kæru til Persónuverndar, sé einhver fótur fyrir útspilinu. Persónuverndarlög heimila vinnslu persónupplýsinga vegna almannahagsmuna og lög um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum kveða á um gagnsæi. Með fyrirslættinum var reynt að telja þjóðinni trú um að hún gæti ekki fengið réttmætar upplýsingar. Upplýsingarnar varða svo sannarlega almannahag og opinberað ótrúlegt fúsk, vanhæfni og spillingu í klíkusamfélagi um það hverjir fengu, á kostnað skattborgaranna, aðgang að milljóna hagnaði yfir nótt. Stjórnendur bankans ættu að taka pokann sinn fyrir þátttöku sína þessari yfirhylmingu. Traustið er ekkert. Meginreglur laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum voru hunsaðar. Meginreglurnar kveða um á um að áhersla skuli lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði. Lögum samkvæmt skal Bankasýslan annast sölumeðferð eignarhluta fyrir hönd ríkisins í samræmi við ákvörðun ráðherra. Ábyrgðin er þeirra. Bankasýslan undirbýr sölu, leitar tilboða í eignarhlut, metur tilboð, hefur umsjón með samningaviðræðum við utanaðkomandi ráðgjafa og væntanlega kaupendur og annast samningagerð. Svo var ekki. Söluráðgjafar fengu 700 milljónir kr. fyrir að hringja í kaupendur og seldu sjálfum sér í leiðinni. Upplýsa á almenning um hvað liggur á bakvið þessar greiðslur og hvaða kröfur voru gerðar til þeirra. Alþingi ber að skipa rannsóknarnefnd til að rannsaka söluna á Íslandsbanka ef skapa á traust í samfélaginu. Höfundur er alþingsmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi og 2. varaformaður fjárlaganefndar.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun