Er fatlað fólk velkomið í Garðabæ? Ósk Sigurðardóttir skrifar 16. apríl 2022 08:00 Um 15% mannkyns telst til fatlaðs fólks. Til fatlaðs fólks teljast m.a þeir sem eru með langvarandi andlega, líkamlega eða vitsmunalega skerðingu og sem verða fyrir ýmiss konar umhverfishindrunum sem geta komið í veg fyrir fulla og árangursríka samfélagsþátttöku. Fötlun fer ekki í manngreinarálit, hvert og eitt okkar getur þurft á viðeigandi þjónustu að halda: Við sjálf, börnin okkar, foreldrar og vinir. Í Garðabæ búa um 18.000 manns, bærinn býður upp á frábært skóla- og frístundastarf og margt er til fyrirmyndar. Meðaltekjur íbúa eru háar og útsvar tiltölulega lágt. Lífið er gott. Víða er þó pottur brotinn. Í Garðabæ eru einungis 28 almennar félagslegar leiguíbúðir, sex íbúðir í íbúðakjarna fyrir fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir og þrjú heimili fyrir fullorðið fatlað fólk. Einungis 10 manns fá Notendastýrða þjónustu (NPA eða notendasamninga). Þessar tölur eru í engu samræmi við nágrannasveitarfélög okkar né í samræmi við hlutfallslegan fjölda fatlaðs fólks í Garðabæ. Biðlistar eftir aðgengilegu húsnæði lengjast sífellt og aðgengi að upplýsingum og þjónustu fyrir fatlað fólk og fjölskyldur fatlaðra barna eru ekki fullnægjandi. Fordómar á borð við þá afmennskandi umræðu sem oft á sér stað um kostnað í tengslum við málaflokkinn eru alltof algengir. Frásagnir fatlaðs fólks og foreldra fatlaðra barna á fundi um málefni fatlaðs fólks í Garðabæ 4. apríl síðastliðinn, staðfestu þessar miklu hindranir og takmörkuðu þjónustu bæjarins.Við Garðbæingar hljótum að vera sammála um að hér þurfi að taka til hendinni. Við verðum að stórbæta þjónustuna og standa vörð um hagsmuni fólks í samráði við notendur og hagsmunasamtök fatlaðra. Samkvæmt könnun Öryrkjabandalags Íslands eru 94,6% landsmanna á þeirri skoðun að fatlað fólk eigi fá sömu þjónustuna óháð sveitarfélagi og 68,7% telja að sveitarfélög leggi of litla áherslu á fatlað fólk. Ég trúi því að við Garðbæingar séum sömu skoðunar. Ég trúi því að Garðbæingar vilji jafna lífsskilyrði allra íbúa sinna og að við berum virðingu fyrir fötluðu fólki og fjölskyldum þeirra. Garðabæjarlistinn vill að sveitarfélagið standi vörð um grundvallarréttindi fatlaðs fólks, þ.e. réttinn til sjálfstæðs lífs án aðgreiningar og þátttöku í samfélaginu með réttu þjónustustigi. Fatlaðir Garðbæingar eiga að hafa val um búsetuform og staðsetningu innan bæjarins og vinna þarf að afstofnanavæðingu. Efla þarf fræðslu um fötlunarmál og vinna verður markvisst gegn fötlunarfordómum. Garðabær á að ganga á undan með góðu fordæmi og bjóða upp á hlutastörf fyrir fatlað fólk með sveigjanlegan vinnutíma og stuðla að aukinni þátttöku og virkni fatlaðra barna með fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi. Með lítilli fyrirhöfn getum við gert Garðabæ að aðgengilegasta sveitarfélagi á Íslandi og orðið fyrirmynd fyrir öll önnur á landinu. Allar opinberar byggingar, almenningssamgöngur, stígar, útivistarsvæði og almenningsgarðar ættu auðvitað að vera aðgengilegir öllum og við þannig fengið tækifæri til þess að njóta fallega bæjarins okkar saman. Garðabæjarlistinn mun halda opinn fund um málefni fatlaðs fólks í Garðabæ þriðjudaginn 19. apríl kl. 19:30 í Sveinatungu. Öll hjartanlega velkomin! Höfundur er framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra og í 5. sæti á lista X-G, Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Garðabær Málefni fatlaðs fólks Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Skoðun Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Um 15% mannkyns telst til fatlaðs fólks. Til fatlaðs fólks teljast m.a þeir sem eru með langvarandi andlega, líkamlega eða vitsmunalega skerðingu og sem verða fyrir ýmiss konar umhverfishindrunum sem geta komið í veg fyrir fulla og árangursríka samfélagsþátttöku. Fötlun fer ekki í manngreinarálit, hvert og eitt okkar getur þurft á viðeigandi þjónustu að halda: Við sjálf, börnin okkar, foreldrar og vinir. Í Garðabæ búa um 18.000 manns, bærinn býður upp á frábært skóla- og frístundastarf og margt er til fyrirmyndar. Meðaltekjur íbúa eru háar og útsvar tiltölulega lágt. Lífið er gott. Víða er þó pottur brotinn. Í Garðabæ eru einungis 28 almennar félagslegar leiguíbúðir, sex íbúðir í íbúðakjarna fyrir fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir og þrjú heimili fyrir fullorðið fatlað fólk. Einungis 10 manns fá Notendastýrða þjónustu (NPA eða notendasamninga). Þessar tölur eru í engu samræmi við nágrannasveitarfélög okkar né í samræmi við hlutfallslegan fjölda fatlaðs fólks í Garðabæ. Biðlistar eftir aðgengilegu húsnæði lengjast sífellt og aðgengi að upplýsingum og þjónustu fyrir fatlað fólk og fjölskyldur fatlaðra barna eru ekki fullnægjandi. Fordómar á borð við þá afmennskandi umræðu sem oft á sér stað um kostnað í tengslum við málaflokkinn eru alltof algengir. Frásagnir fatlaðs fólks og foreldra fatlaðra barna á fundi um málefni fatlaðs fólks í Garðabæ 4. apríl síðastliðinn, staðfestu þessar miklu hindranir og takmörkuðu þjónustu bæjarins.Við Garðbæingar hljótum að vera sammála um að hér þurfi að taka til hendinni. Við verðum að stórbæta þjónustuna og standa vörð um hagsmuni fólks í samráði við notendur og hagsmunasamtök fatlaðra. Samkvæmt könnun Öryrkjabandalags Íslands eru 94,6% landsmanna á þeirri skoðun að fatlað fólk eigi fá sömu þjónustuna óháð sveitarfélagi og 68,7% telja að sveitarfélög leggi of litla áherslu á fatlað fólk. Ég trúi því að við Garðbæingar séum sömu skoðunar. Ég trúi því að Garðbæingar vilji jafna lífsskilyrði allra íbúa sinna og að við berum virðingu fyrir fötluðu fólki og fjölskyldum þeirra. Garðabæjarlistinn vill að sveitarfélagið standi vörð um grundvallarréttindi fatlaðs fólks, þ.e. réttinn til sjálfstæðs lífs án aðgreiningar og þátttöku í samfélaginu með réttu þjónustustigi. Fatlaðir Garðbæingar eiga að hafa val um búsetuform og staðsetningu innan bæjarins og vinna þarf að afstofnanavæðingu. Efla þarf fræðslu um fötlunarmál og vinna verður markvisst gegn fötlunarfordómum. Garðabær á að ganga á undan með góðu fordæmi og bjóða upp á hlutastörf fyrir fatlað fólk með sveigjanlegan vinnutíma og stuðla að aukinni þátttöku og virkni fatlaðra barna með fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi. Með lítilli fyrirhöfn getum við gert Garðabæ að aðgengilegasta sveitarfélagi á Íslandi og orðið fyrirmynd fyrir öll önnur á landinu. Allar opinberar byggingar, almenningssamgöngur, stígar, útivistarsvæði og almenningsgarðar ættu auðvitað að vera aðgengilegir öllum og við þannig fengið tækifæri til þess að njóta fallega bæjarins okkar saman. Garðabæjarlistinn mun halda opinn fund um málefni fatlaðs fólks í Garðabæ þriðjudaginn 19. apríl kl. 19:30 í Sveinatungu. Öll hjartanlega velkomin! Höfundur er framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra og í 5. sæti á lista X-G, Garðabæjarlistans.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun