Er fatlað fólk velkomið í Garðabæ? Ósk Sigurðardóttir skrifar 16. apríl 2022 08:00 Um 15% mannkyns telst til fatlaðs fólks. Til fatlaðs fólks teljast m.a þeir sem eru með langvarandi andlega, líkamlega eða vitsmunalega skerðingu og sem verða fyrir ýmiss konar umhverfishindrunum sem geta komið í veg fyrir fulla og árangursríka samfélagsþátttöku. Fötlun fer ekki í manngreinarálit, hvert og eitt okkar getur þurft á viðeigandi þjónustu að halda: Við sjálf, börnin okkar, foreldrar og vinir. Í Garðabæ búa um 18.000 manns, bærinn býður upp á frábært skóla- og frístundastarf og margt er til fyrirmyndar. Meðaltekjur íbúa eru háar og útsvar tiltölulega lágt. Lífið er gott. Víða er þó pottur brotinn. Í Garðabæ eru einungis 28 almennar félagslegar leiguíbúðir, sex íbúðir í íbúðakjarna fyrir fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir og þrjú heimili fyrir fullorðið fatlað fólk. Einungis 10 manns fá Notendastýrða þjónustu (NPA eða notendasamninga). Þessar tölur eru í engu samræmi við nágrannasveitarfélög okkar né í samræmi við hlutfallslegan fjölda fatlaðs fólks í Garðabæ. Biðlistar eftir aðgengilegu húsnæði lengjast sífellt og aðgengi að upplýsingum og þjónustu fyrir fatlað fólk og fjölskyldur fatlaðra barna eru ekki fullnægjandi. Fordómar á borð við þá afmennskandi umræðu sem oft á sér stað um kostnað í tengslum við málaflokkinn eru alltof algengir. Frásagnir fatlaðs fólks og foreldra fatlaðra barna á fundi um málefni fatlaðs fólks í Garðabæ 4. apríl síðastliðinn, staðfestu þessar miklu hindranir og takmörkuðu þjónustu bæjarins.Við Garðbæingar hljótum að vera sammála um að hér þurfi að taka til hendinni. Við verðum að stórbæta þjónustuna og standa vörð um hagsmuni fólks í samráði við notendur og hagsmunasamtök fatlaðra. Samkvæmt könnun Öryrkjabandalags Íslands eru 94,6% landsmanna á þeirri skoðun að fatlað fólk eigi fá sömu þjónustuna óháð sveitarfélagi og 68,7% telja að sveitarfélög leggi of litla áherslu á fatlað fólk. Ég trúi því að við Garðbæingar séum sömu skoðunar. Ég trúi því að Garðbæingar vilji jafna lífsskilyrði allra íbúa sinna og að við berum virðingu fyrir fötluðu fólki og fjölskyldum þeirra. Garðabæjarlistinn vill að sveitarfélagið standi vörð um grundvallarréttindi fatlaðs fólks, þ.e. réttinn til sjálfstæðs lífs án aðgreiningar og þátttöku í samfélaginu með réttu þjónustustigi. Fatlaðir Garðbæingar eiga að hafa val um búsetuform og staðsetningu innan bæjarins og vinna þarf að afstofnanavæðingu. Efla þarf fræðslu um fötlunarmál og vinna verður markvisst gegn fötlunarfordómum. Garðabær á að ganga á undan með góðu fordæmi og bjóða upp á hlutastörf fyrir fatlað fólk með sveigjanlegan vinnutíma og stuðla að aukinni þátttöku og virkni fatlaðra barna með fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi. Með lítilli fyrirhöfn getum við gert Garðabæ að aðgengilegasta sveitarfélagi á Íslandi og orðið fyrirmynd fyrir öll önnur á landinu. Allar opinberar byggingar, almenningssamgöngur, stígar, útivistarsvæði og almenningsgarðar ættu auðvitað að vera aðgengilegir öllum og við þannig fengið tækifæri til þess að njóta fallega bæjarins okkar saman. Garðabæjarlistinn mun halda opinn fund um málefni fatlaðs fólks í Garðabæ þriðjudaginn 19. apríl kl. 19:30 í Sveinatungu. Öll hjartanlega velkomin! Höfundur er framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra og í 5. sæti á lista X-G, Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Garðabær Málefni fatlaðs fólks Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Um 15% mannkyns telst til fatlaðs fólks. Til fatlaðs fólks teljast m.a þeir sem eru með langvarandi andlega, líkamlega eða vitsmunalega skerðingu og sem verða fyrir ýmiss konar umhverfishindrunum sem geta komið í veg fyrir fulla og árangursríka samfélagsþátttöku. Fötlun fer ekki í manngreinarálit, hvert og eitt okkar getur þurft á viðeigandi þjónustu að halda: Við sjálf, börnin okkar, foreldrar og vinir. Í Garðabæ búa um 18.000 manns, bærinn býður upp á frábært skóla- og frístundastarf og margt er til fyrirmyndar. Meðaltekjur íbúa eru háar og útsvar tiltölulega lágt. Lífið er gott. Víða er þó pottur brotinn. Í Garðabæ eru einungis 28 almennar félagslegar leiguíbúðir, sex íbúðir í íbúðakjarna fyrir fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir og þrjú heimili fyrir fullorðið fatlað fólk. Einungis 10 manns fá Notendastýrða þjónustu (NPA eða notendasamninga). Þessar tölur eru í engu samræmi við nágrannasveitarfélög okkar né í samræmi við hlutfallslegan fjölda fatlaðs fólks í Garðabæ. Biðlistar eftir aðgengilegu húsnæði lengjast sífellt og aðgengi að upplýsingum og þjónustu fyrir fatlað fólk og fjölskyldur fatlaðra barna eru ekki fullnægjandi. Fordómar á borð við þá afmennskandi umræðu sem oft á sér stað um kostnað í tengslum við málaflokkinn eru alltof algengir. Frásagnir fatlaðs fólks og foreldra fatlaðra barna á fundi um málefni fatlaðs fólks í Garðabæ 4. apríl síðastliðinn, staðfestu þessar miklu hindranir og takmörkuðu þjónustu bæjarins.Við Garðbæingar hljótum að vera sammála um að hér þurfi að taka til hendinni. Við verðum að stórbæta þjónustuna og standa vörð um hagsmuni fólks í samráði við notendur og hagsmunasamtök fatlaðra. Samkvæmt könnun Öryrkjabandalags Íslands eru 94,6% landsmanna á þeirri skoðun að fatlað fólk eigi fá sömu þjónustuna óháð sveitarfélagi og 68,7% telja að sveitarfélög leggi of litla áherslu á fatlað fólk. Ég trúi því að við Garðbæingar séum sömu skoðunar. Ég trúi því að Garðbæingar vilji jafna lífsskilyrði allra íbúa sinna og að við berum virðingu fyrir fötluðu fólki og fjölskyldum þeirra. Garðabæjarlistinn vill að sveitarfélagið standi vörð um grundvallarréttindi fatlaðs fólks, þ.e. réttinn til sjálfstæðs lífs án aðgreiningar og þátttöku í samfélaginu með réttu þjónustustigi. Fatlaðir Garðbæingar eiga að hafa val um búsetuform og staðsetningu innan bæjarins og vinna þarf að afstofnanavæðingu. Efla þarf fræðslu um fötlunarmál og vinna verður markvisst gegn fötlunarfordómum. Garðabær á að ganga á undan með góðu fordæmi og bjóða upp á hlutastörf fyrir fatlað fólk með sveigjanlegan vinnutíma og stuðla að aukinni þátttöku og virkni fatlaðra barna með fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi. Með lítilli fyrirhöfn getum við gert Garðabæ að aðgengilegasta sveitarfélagi á Íslandi og orðið fyrirmynd fyrir öll önnur á landinu. Allar opinberar byggingar, almenningssamgöngur, stígar, útivistarsvæði og almenningsgarðar ættu auðvitað að vera aðgengilegir öllum og við þannig fengið tækifæri til þess að njóta fallega bæjarins okkar saman. Garðabæjarlistinn mun halda opinn fund um málefni fatlaðs fólks í Garðabæ þriðjudaginn 19. apríl kl. 19:30 í Sveinatungu. Öll hjartanlega velkomin! Höfundur er framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra og í 5. sæti á lista X-G, Garðabæjarlistans.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun