Borgarlínan og Sjálfstæðisflokkurinn Ómar Már Jónsson skrifar 15. apríl 2022 14:02 Miðvikudaginn 13. apríl sl. var oddvitum til borgarstjórnar boðið á fund hjá Samtökunum um bíllausan lífsstíl. Ég er stuðningsmaður þeirra samtaka vegna þess að borgin á að beita sér fyrir samgöngum fyrir alla, líka þá sem vilja lifa lífinu án bíla. Á fundinum flysjaði Gísli Marteinn börkinn utan af oddvitunum í samgöngumálum þannig að ekkert stóð eftir nema, já eða nei, með eða á móti. Athyglisvert var að heyra Hildi Björnsdóttir, oddvita Sjálfstæðisflokksins svara því til, þegar afdráttarlaus svars var krafist af Gísla Marteini um hvort oddvitarnir væru með, eða á móti borgarlínu. Hildur svaraði orðrétt: „Við styðjum borgarlínu, en viljum ekki útvatnaða útgáfu.” X-D ætlar sér þannig að styðja við stefnu borgarstjóra um að halda áfram á þeirri vegferð að þröngva þungri borgarlínu inn í borgina. Afstaða Hildar er athyglisverð vegna þess að á heimasíðu X-D má sjá samþykkt í samgöngumálum frá 26. febrúar sl. þar sem segir: ,,Sjálfstæðisflokkurinn er fylgjandi verulega bætum almenningssamgöngum, en leggur áherslu á að borgarlína þrengi ekki að notkun annarra bifreiða.” Þeir sem hafa kynnt sér út á hvað borgarlínan gengur vita að það er eitt af megin markmiðum hennar að fækka akreinum m.a. á Suðurlandsbraut, Miklubraut og Háaleitisbraut. Borgarlínan gengur hreinlega út á að þrengja að einka- og deilibílum, þ.e. taka meira pláss fyrir almenningsvagna á kostnað annarra bifreiða. Stefna Miðflokksins er skýr þegar kemur að samgöngum fyrir alla. Enga borgarlínu. Borgarlína mun ekki leysa núverandi umferðarvanda í borginni. Borgarlína eykur ekki flæði umferðarinnar. Borgarlína mun ekki minnka þann tafakostnað sem umferðin býr við í dag og talið er að kosti samfélagið yfir 50 milljarða á ári. Leiðin til að breyta borginni er ekki fólgin í meiriháttar skipulagsbreytingum sem tekur a.m.k. 15 ár að framkvæma. Breytingarnar eiga að gerast með eðlilegum hætti þannig að þær mæti nútíma- og framtíðar þörfum borgarinnar og geti þróast áfram. Þeim breytingum er hægt að ná fram án þess að beita þvingunum til að laga einn samgöngumáta á kostnað annars. Það gerum við með mun betri ljósastýringum, setja upp göngubrýr yfir stofnæðar, eða með undirgöngum og fækkum þannig ljósabúnaði fyrir gangandi vegfarendur. Koma þarf fyrir mislægum gatnamótum á umferðamestu gatnamótununum og tryggja þannig óhindrað flæði umferðar án tafa. Með þeim hætti bætum við flæði umferðarinnar, aukum öryggi og lágmörkum tafatíma með framkæmdakostnaði sem er brot af því sem þung borgarlína kostar. Miðflokkurinn vill beita sér fyrir því að stuðla að frelsi einstaklinga, þannig að allir geti valið sér þann samgöngumáta sem hentar hverjum og einum. Útilokum ekki eða takmörkum neinn samgöngumáta. Höfundur er oddviti Miðflokksins til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ómar Már Jónsson Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Miðvikudaginn 13. apríl sl. var oddvitum til borgarstjórnar boðið á fund hjá Samtökunum um bíllausan lífsstíl. Ég er stuðningsmaður þeirra samtaka vegna þess að borgin á að beita sér fyrir samgöngum fyrir alla, líka þá sem vilja lifa lífinu án bíla. Á fundinum flysjaði Gísli Marteinn börkinn utan af oddvitunum í samgöngumálum þannig að ekkert stóð eftir nema, já eða nei, með eða á móti. Athyglisvert var að heyra Hildi Björnsdóttir, oddvita Sjálfstæðisflokksins svara því til, þegar afdráttarlaus svars var krafist af Gísla Marteini um hvort oddvitarnir væru með, eða á móti borgarlínu. Hildur svaraði orðrétt: „Við styðjum borgarlínu, en viljum ekki útvatnaða útgáfu.” X-D ætlar sér þannig að styðja við stefnu borgarstjóra um að halda áfram á þeirri vegferð að þröngva þungri borgarlínu inn í borgina. Afstaða Hildar er athyglisverð vegna þess að á heimasíðu X-D má sjá samþykkt í samgöngumálum frá 26. febrúar sl. þar sem segir: ,,Sjálfstæðisflokkurinn er fylgjandi verulega bætum almenningssamgöngum, en leggur áherslu á að borgarlína þrengi ekki að notkun annarra bifreiða.” Þeir sem hafa kynnt sér út á hvað borgarlínan gengur vita að það er eitt af megin markmiðum hennar að fækka akreinum m.a. á Suðurlandsbraut, Miklubraut og Háaleitisbraut. Borgarlínan gengur hreinlega út á að þrengja að einka- og deilibílum, þ.e. taka meira pláss fyrir almenningsvagna á kostnað annarra bifreiða. Stefna Miðflokksins er skýr þegar kemur að samgöngum fyrir alla. Enga borgarlínu. Borgarlína mun ekki leysa núverandi umferðarvanda í borginni. Borgarlína eykur ekki flæði umferðarinnar. Borgarlína mun ekki minnka þann tafakostnað sem umferðin býr við í dag og talið er að kosti samfélagið yfir 50 milljarða á ári. Leiðin til að breyta borginni er ekki fólgin í meiriháttar skipulagsbreytingum sem tekur a.m.k. 15 ár að framkvæma. Breytingarnar eiga að gerast með eðlilegum hætti þannig að þær mæti nútíma- og framtíðar þörfum borgarinnar og geti þróast áfram. Þeim breytingum er hægt að ná fram án þess að beita þvingunum til að laga einn samgöngumáta á kostnað annars. Það gerum við með mun betri ljósastýringum, setja upp göngubrýr yfir stofnæðar, eða með undirgöngum og fækkum þannig ljósabúnaði fyrir gangandi vegfarendur. Koma þarf fyrir mislægum gatnamótum á umferðamestu gatnamótununum og tryggja þannig óhindrað flæði umferðar án tafa. Með þeim hætti bætum við flæði umferðarinnar, aukum öryggi og lágmörkum tafatíma með framkæmdakostnaði sem er brot af því sem þung borgarlína kostar. Miðflokkurinn vill beita sér fyrir því að stuðla að frelsi einstaklinga, þannig að allir geti valið sér þann samgöngumáta sem hentar hverjum og einum. Útilokum ekki eða takmörkum neinn samgöngumáta. Höfundur er oddviti Miðflokksins til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun