Handbolti

„Hvaða skilaboð eru þetta til mín og strákanna sem lenda í miklu áfalli?“

Sindri Sverrisson skrifar
Arnar Daði Arnarsson skrifaði í gær undir samning um að þjálfa Gróttu áfram næstu þrjú árin eftir góðan árangur með liðið.
Arnar Daði Arnarsson skrifaði í gær undir samning um að þjálfa Gróttu áfram næstu þrjú árin eftir góðan árangur með liðið. Vísir/Elín Björg

Arnar Daði Arnarsson, þjálfari karlaliðs Gróttu í handbolta, fór um víðan völl í nýjum þætti af Þungavigtinni og ræddi meðal annars um dómaramálin á Íslandi.

Arnar Daði var úrskurðaður í þriggja leikja bann vegna ummæla sinna um dómarana Ólaf Víði Ólafsson og Vilhelm Gauta Bergsveinsson eftir tap Gróttu gegn ÍBV í næstsíðustu umferð Olís-deildarinnar.

Almennt séð virðist Arnar Daði hundóánægður með störf HSÍ í dómaramálum, og hefur skotið á sambandið á Twitter, en hann var spurður í Þungavigtinni að því hvað mætti betur fara:

„Það vantar meiri undirbúningsvinnu. Það vantar að hjálpa þessum strákum sem eru að koma inn. Það vantar fleiri dómara. Það vantar að fá fleiri leikmenn,“ sagði Arnar Daði en hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér að neðan.

Klippa: Þungavigtin - Arnar Daði um dómaramál

„Tökum Ólaf Víði og Vilhelm sem dæmi. Þeir eru á sínu fyrsta ári. Þeir eru bara búnir að vera „lala“, frekar lélegir ef eitthvað er. Þeir dæma leikinn hjá mér í Eyjum. Lenda í stóru atviki þar sem allt fer í reyk og ákveðinn aðili vill meina hitt og þetta. Í umferðinni eftir það fá þeir Haukar-FH.

Hvaða skilaboð eru þetta til mín og strákanna sem lenda í miklu áfalli, til íþróttarinnar, annarra dómara og þeirra sjálfra? Það skiptir ekki máli hvað þeir gera – næsti leikur sem þeir fá er Haukar-FH,“ sagði Arnar Daði.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á tal.is/vigtin líkt og alla þætti af Þungavigtinni sem einnig má finna í appi Bylgjunnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.