Velferð barnanna í fyrsta sæti Sigrún Hulda Jónsdóttir skrifar 13. apríl 2022 13:00 Nú styttist verulega í sveitarstjórnarkosningar og þá verða loforð um aukna þjónustu leikskóla ansi hávær. Við heyrum falleg fyrirheit um að öllum börnum, 12 mánaða og eldri, verði sannarlega tryggð leikskóladvöl. Þetta hljómar vissulega vel og það er akkúrat tilgangurinn, þau eiga að laða að. Stundum gleymist að hugsa um hvernig eigi svo að efna þessi loforð, en þar stendur hnífurinn í kúnni, það er ekki auðvelt að efna þessi loforð, ef það er yfir höfuð hægt. Aðalástæða þess er í grunninn einföld og hún er sú að leikskólakerfið hefur vaxið allt of hratt með þeim afleiðingum að það heldur ekki lengur í við þörfina. Kröfurnar eru þar af leiðandi langt umfram raunverulega getu leikskólanna. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þar ber fagfólki að gæta þess að börn fái gæða nám og umönnun við hæfi samkvæmt aðalnámskrá leikskóla. Lög um leikskóla kveða á um að 2/3 hlutar starfsfólks skuli hafa leikskólakennaramenntun og eigum við langt í land með að ná því. Í leikskólum á höfuðborgarsvæðinu er um 25% starfsfólks með tilskylda menntun en Kópavogur stendur betur að vígi þar með um það bil 35% starfsmanna með leikskólakennaramenntun. Það segir sig sjálft að ef við ætlum að fjölga leikskólarýmum minnkar faghlutfall starfsfólks þar sem vöntun er á leikskólakennurum í landinu. Því er nauðsynlegt að brúa bilið frá fæðingarorlofi með fleiri valkostum á meðan unnið er að því að mennta fleiri kennara til starfa í leikskólum. Við í Framsókn í Kópavogi leggjum til lausn í þessu máli og viljum að ríkið komi inn í þetta með lengingu fæðingarorlofs til 18 mánaða og sveitarfélög taki svo boltann og bjóði dagvistun eða leikskólarými í kjölfarið. Með þeirri nálgun væri vandi leikskólanna leystur að hluta og álag á foreldra og fjölskyldur minna. Eins væri hægt að sjá fyrir sér möguleikann á að bjóða foreldrum heimgreiðslur sem nema niðurgreiðslu sveitarfélagsins þar til barnið nær tveggja ára aldri. Þetta minnkar ekki aðeins álag á foreldra og fjölskyldur, heldur gefur foreldrum tækifæri til að nýta þennan dýrmæta tíma og styrkja tengslamyndun við barnið, sem það mun búa að í framtíðinni. Þetta er kostur sem margir foreldrar myndu vilja að væri til staðar. Sveitarfélög greiða nú þegar um 300 þúsund krónur með hverju leikskólarými og hluti foreldra er rétt rúmlega 12 % af heildarkostnaði. Mikilvægur hluti jafnréttisbaráttunnar er að foreldrar hafi jöfn tækifæri til að vinna fullan vinnudag. Til þess að mæta því þurfum við þá að koma til móts við fjölskylduna og brúa bilið frá fæðingarorlofi. Börn á Íslandi eru með lengstan dvalartíma, flesta daga ársins í minnsta rýminu ef við berum okkur saman við önnur lönd innan OECD. Foreldrar vinna yfirleitt báðir fullan vinnudag og oftar en ekki eyðir barnið lengri vökutíma hjá dagforeldrum og í leikskóla en hjá foreldrum. Þarna þurfum við að staldra aðeins við og velta fyrir okkur forgangsröðuninni og hvernig við getum í alvöru mætt þörfum barna og foreldra. Samtökin Fyrstu fimm hafa t.a.m. vakið umræðuna um að samfélagið þurfi að styðja betur við unga foreldra svo þau hafi tækifæri til að verja meiri tíma með börnum sínum. Það er göfug umræða að mínu mati þar sem verið er að huga að geðtengslamyndun foreldra og barna sem er grunnur að góðri geðheilsu einstaklingsins síðar meir. Með því að skoða möguleika á lengingu fæðingarorlofs og svo heimgreiðslu, er verið að stíga gríðarlega mikilvæg og raunhæf skref í átt að vænlegra umhverfi fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Lofum ekki upp í ermina á okkur, tölum um raunhæfa kosti. Forgangsröðum og leggjum áherslu á geðheilsu og vellíðan barna á fyrstu æviárunum því þegar á heildina verður litið, er það mun arðbærara fyrir samfélagið í heild sinni. Höfundur er leikskólastjóri Heilsuleikskólans Urðarhóls og situr í 2.sæti á lista Framsóknar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Leikskólar Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Nú styttist verulega í sveitarstjórnarkosningar og þá verða loforð um aukna þjónustu leikskóla ansi hávær. Við heyrum falleg fyrirheit um að öllum börnum, 12 mánaða og eldri, verði sannarlega tryggð leikskóladvöl. Þetta hljómar vissulega vel og það er akkúrat tilgangurinn, þau eiga að laða að. Stundum gleymist að hugsa um hvernig eigi svo að efna þessi loforð, en þar stendur hnífurinn í kúnni, það er ekki auðvelt að efna þessi loforð, ef það er yfir höfuð hægt. Aðalástæða þess er í grunninn einföld og hún er sú að leikskólakerfið hefur vaxið allt of hratt með þeim afleiðingum að það heldur ekki lengur í við þörfina. Kröfurnar eru þar af leiðandi langt umfram raunverulega getu leikskólanna. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þar ber fagfólki að gæta þess að börn fái gæða nám og umönnun við hæfi samkvæmt aðalnámskrá leikskóla. Lög um leikskóla kveða á um að 2/3 hlutar starfsfólks skuli hafa leikskólakennaramenntun og eigum við langt í land með að ná því. Í leikskólum á höfuðborgarsvæðinu er um 25% starfsfólks með tilskylda menntun en Kópavogur stendur betur að vígi þar með um það bil 35% starfsmanna með leikskólakennaramenntun. Það segir sig sjálft að ef við ætlum að fjölga leikskólarýmum minnkar faghlutfall starfsfólks þar sem vöntun er á leikskólakennurum í landinu. Því er nauðsynlegt að brúa bilið frá fæðingarorlofi með fleiri valkostum á meðan unnið er að því að mennta fleiri kennara til starfa í leikskólum. Við í Framsókn í Kópavogi leggjum til lausn í þessu máli og viljum að ríkið komi inn í þetta með lengingu fæðingarorlofs til 18 mánaða og sveitarfélög taki svo boltann og bjóði dagvistun eða leikskólarými í kjölfarið. Með þeirri nálgun væri vandi leikskólanna leystur að hluta og álag á foreldra og fjölskyldur minna. Eins væri hægt að sjá fyrir sér möguleikann á að bjóða foreldrum heimgreiðslur sem nema niðurgreiðslu sveitarfélagsins þar til barnið nær tveggja ára aldri. Þetta minnkar ekki aðeins álag á foreldra og fjölskyldur, heldur gefur foreldrum tækifæri til að nýta þennan dýrmæta tíma og styrkja tengslamyndun við barnið, sem það mun búa að í framtíðinni. Þetta er kostur sem margir foreldrar myndu vilja að væri til staðar. Sveitarfélög greiða nú þegar um 300 þúsund krónur með hverju leikskólarými og hluti foreldra er rétt rúmlega 12 % af heildarkostnaði. Mikilvægur hluti jafnréttisbaráttunnar er að foreldrar hafi jöfn tækifæri til að vinna fullan vinnudag. Til þess að mæta því þurfum við þá að koma til móts við fjölskylduna og brúa bilið frá fæðingarorlofi. Börn á Íslandi eru með lengstan dvalartíma, flesta daga ársins í minnsta rýminu ef við berum okkur saman við önnur lönd innan OECD. Foreldrar vinna yfirleitt báðir fullan vinnudag og oftar en ekki eyðir barnið lengri vökutíma hjá dagforeldrum og í leikskóla en hjá foreldrum. Þarna þurfum við að staldra aðeins við og velta fyrir okkur forgangsröðuninni og hvernig við getum í alvöru mætt þörfum barna og foreldra. Samtökin Fyrstu fimm hafa t.a.m. vakið umræðuna um að samfélagið þurfi að styðja betur við unga foreldra svo þau hafi tækifæri til að verja meiri tíma með börnum sínum. Það er göfug umræða að mínu mati þar sem verið er að huga að geðtengslamyndun foreldra og barna sem er grunnur að góðri geðheilsu einstaklingsins síðar meir. Með því að skoða möguleika á lengingu fæðingarorlofs og svo heimgreiðslu, er verið að stíga gríðarlega mikilvæg og raunhæf skref í átt að vænlegra umhverfi fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Lofum ekki upp í ermina á okkur, tölum um raunhæfa kosti. Forgangsröðum og leggjum áherslu á geðheilsu og vellíðan barna á fyrstu æviárunum því þegar á heildina verður litið, er það mun arðbærara fyrir samfélagið í heild sinni. Höfundur er leikskólastjóri Heilsuleikskólans Urðarhóls og situr í 2.sæti á lista Framsóknar í Kópavogi.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun