Hækkandi áburðarverð ógnar matvælaframleiðslu og fæðuöryggi á heimsvísu Erna Bjarnadóttir skrifar 13. apríl 2022 11:01 Undanfarnar vikur og mánuði hefur fæðuöryggi æ oftar borið á góma, fyrst vegna áhrifa heimsfaraldurs Covid-19 á aðfangakeðjur heims og nú vegna stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. Í nýrri útgáfu AMIS[1] á greiningu á mörkuðum fyrir landbúnaðarvörur og helstu aðföng, er farið yfir þróun og horfur áburðarverðs[2]. Í marsmánuði einum voru hækkanir mældar í tveggja stafa tölum. Ammóníum, sem er ásamt þvagefni undirstaða köfnunarefnis áburðar (N), hækkaði í mars um 14,9% frá fyrra mánuði, á heimsvísu . Síðastliðna 12 mánuði nemur hækkunin nú tæplega 180%. Á Evrópumarkaði nemur hækkunin nærri 200% á 12 mánaða tímabili. Á Bandaríkjamarkaði hefur verð á fosfati hækkað um tæp 80%. Á sama tíma hefur kalíum áburður hefur hækkað um ríflega 142%. Vegna ástandsins í Úkraínu og viðskiptabanns á Rússland birtir AMIS ekki tölur um verðþróun á fosfati og kalíum fyrir Svartahafssvæðið, eins og venja hefur verið. Útflutningsbönn og viðskiptaþvinganir Útflutningur á áburði frá Rússlandi hefur nú að miklu leyti stöðvast vegna viðskiptaþvingana. Þá lagði landbúnaðarráðuneytið í Úkraínu í reynd bann við útflutningi á tilbúnum áburði frá og með 12 mars sl., til að verja innlendan markað. Þá hefur útflutningur á kalíum frá Hvíta Rússlandi sem og Rússlandi, einnig stöðvast en þessi tvö lönd framleiða 40% kalíum áburðar í heiminum. Áður hafði Kína bannað útflutning á fosfati til að tryggja framboð þess til eigin landbúnaðar, sem eykur enn á verðhækkanir á heimsvísu. Framboð á hveiti og maís dregst saman Jarðgas hefur hækkað um 87,3% síðustu 12 mánuði samkvæmt AMIS, þar af 3,1% milli febrúar og mars 2022 , en jarðgas er mikilvægur orkugjafi við áburðarframleiðslu heimsins. Þessar gríðarlegu hækkanir á áburði sem og hækkun á verði annarra aðfanga til landbúnaðar ógna nú lífskjörum fólks um heim allan. Búist var við að Úkraína myndi flytja út 20 milljón tonn af hveiti og maís á tímabilinu febrúar til maí nú í ár. Hlutdeild Úkraínu í heimsmarkaði hveitis er um 8% og 13% fyrir maís (www.worldstopexports.com). Nú eru innviðir í landinu stórskemmdir og óljóst er hve mikil áhrif þess verða til framtíðar. Þá skortir vinnuafl, eldsneyti og áburð og akrar hafa spillst. Auk þess eru bændur ekki öruggir við störf sín vegna átakanna og afleiðinga þeirra. Því eru miklar áhyggjur af því hve mikið framboð verður á kornvörum og jurtaolíu frá Úkraínu á komandi uppskeru ári (2022/2023). Til skemmri tíma hið minnsta mun það leiða til skorts á þessum matvælum á heimsmarkaði. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS. [1] Agrigultural Market Information System [2] http://www.amis-outlook.org/fileadmin/user_upload/amis/docs/Market_monitor/AMIS_Market_Monitor_current.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Innrás Rússa í Úkraínu Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur og mánuði hefur fæðuöryggi æ oftar borið á góma, fyrst vegna áhrifa heimsfaraldurs Covid-19 á aðfangakeðjur heims og nú vegna stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. Í nýrri útgáfu AMIS[1] á greiningu á mörkuðum fyrir landbúnaðarvörur og helstu aðföng, er farið yfir þróun og horfur áburðarverðs[2]. Í marsmánuði einum voru hækkanir mældar í tveggja stafa tölum. Ammóníum, sem er ásamt þvagefni undirstaða köfnunarefnis áburðar (N), hækkaði í mars um 14,9% frá fyrra mánuði, á heimsvísu . Síðastliðna 12 mánuði nemur hækkunin nú tæplega 180%. Á Evrópumarkaði nemur hækkunin nærri 200% á 12 mánaða tímabili. Á Bandaríkjamarkaði hefur verð á fosfati hækkað um tæp 80%. Á sama tíma hefur kalíum áburður hefur hækkað um ríflega 142%. Vegna ástandsins í Úkraínu og viðskiptabanns á Rússland birtir AMIS ekki tölur um verðþróun á fosfati og kalíum fyrir Svartahafssvæðið, eins og venja hefur verið. Útflutningsbönn og viðskiptaþvinganir Útflutningur á áburði frá Rússlandi hefur nú að miklu leyti stöðvast vegna viðskiptaþvingana. Þá lagði landbúnaðarráðuneytið í Úkraínu í reynd bann við útflutningi á tilbúnum áburði frá og með 12 mars sl., til að verja innlendan markað. Þá hefur útflutningur á kalíum frá Hvíta Rússlandi sem og Rússlandi, einnig stöðvast en þessi tvö lönd framleiða 40% kalíum áburðar í heiminum. Áður hafði Kína bannað útflutning á fosfati til að tryggja framboð þess til eigin landbúnaðar, sem eykur enn á verðhækkanir á heimsvísu. Framboð á hveiti og maís dregst saman Jarðgas hefur hækkað um 87,3% síðustu 12 mánuði samkvæmt AMIS, þar af 3,1% milli febrúar og mars 2022 , en jarðgas er mikilvægur orkugjafi við áburðarframleiðslu heimsins. Þessar gríðarlegu hækkanir á áburði sem og hækkun á verði annarra aðfanga til landbúnaðar ógna nú lífskjörum fólks um heim allan. Búist var við að Úkraína myndi flytja út 20 milljón tonn af hveiti og maís á tímabilinu febrúar til maí nú í ár. Hlutdeild Úkraínu í heimsmarkaði hveitis er um 8% og 13% fyrir maís (www.worldstopexports.com). Nú eru innviðir í landinu stórskemmdir og óljóst er hve mikil áhrif þess verða til framtíðar. Þá skortir vinnuafl, eldsneyti og áburð og akrar hafa spillst. Auk þess eru bændur ekki öruggir við störf sín vegna átakanna og afleiðinga þeirra. Því eru miklar áhyggjur af því hve mikið framboð verður á kornvörum og jurtaolíu frá Úkraínu á komandi uppskeru ári (2022/2023). Til skemmri tíma hið minnsta mun það leiða til skorts á þessum matvælum á heimsmarkaði. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS. [1] Agrigultural Market Information System [2] http://www.amis-outlook.org/fileadmin/user_upload/amis/docs/Market_monitor/AMIS_Market_Monitor_current.pdf
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar