Lausnir fyrir bráðamóttökuna Guðbjörg Pálsdóttir skrifar 12. apríl 2022 14:30 Það vantar hjúkrunarfræðinga í tuttugu stöðugildi á stærstu bráðamóttöku landsins. Við erum að horfa upp á það að bráðamóttakan getur ekki sinnt því hlutverki sem hún á að sinna í þjóðfélaginu vegna álags á hjúkrunarfræðinga. Anna G. Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur sem hefur starfað á bráðamóttökunni í áratug, sagði í kvöldfréttum RÚV fyrir helgi að starfsfólk sér að þetta ástand er hreinlega ekki hægt. Forstjóri Landspítala tók undir þessar áhyggjur, það er gott að vita til þess að við séum öll á sömu blaðsíðu. Hjúkrunarfræðingar geta ekki tryggt öryggi sjúklinga við þessar aðstæður. Þetta er ekkert nýtt, það er búið að vara við þessu lengi. Við erum með skýrslur mörg ár aftur í tímann sem hafa bent á vandann. Það eru lausnir í boði. Það sem hægt er að gera strax til að halda utan um þá sem eftir standa er að fá skriflega staðfestingu frá stjórnvöldum að ef það koma upp alvarleg atvik sem rekja megi til kerfisbundinna þátta þá liggi ábyrgðin hjá þeim en ekki hjá hjúkrunarfræðingum. Þetta getur hins vegar ekki verið varanleg lausn enda ekki víst að hún haldi ef látið er á hana reyna þar sem lagarammanum þarf að breyta svo þannig verði. Við erum núna að bíða eftir niðurstöðum starfshóps ráðherra sem er að skoða réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks þegar kemur að tilkynningum og rannsóknum á alvarlegum atvikum. Ég fagna því að ráðherra hafi tekið þetta mál upp að nýju. Starfshópurinn þarf að vinna fljótt og vel og ég bind miklar vonir við að það finnist varanleg lausn. Langtímaverkefnið, sem verður að leysa til að við komumst upp úr þessum hjólförum, er að laga kjör og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. Það sjá það allir að það er eitthvað að þegar það vantar að manna tuttugu stöðugildi hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku. Við vitum öll ástæðuna, það er álagið og kjörin sem eru ekki í samræmi við það. Við erum að tala um háskólamenntað fólk með mikla þekkingu sem bjargar mannslífum og sinnir landsmönnum á þeirra oft erfiðustu stundum. Kjör þeirra verða að vera í samræmi við ábyrgð og álag. Landspítali er ekki eini staðurinn innan heilbrigðiskerfisins sem staðan fer sífellt versnandi. Það má heyra álíka stöðu frá hjúkrunarheimilum og öðrum heilbrigðisstofnunum þar sem ástandið er líka slæmt og er ekkert að skána. Eftir hverju er verið að bíða? Getum við staðið mikið lengur og horft á hvernig þróunin heldur áfram í kolranga átt og séð hvernig ástandið bara versnar? Það þarf að borga hjúkrunarfræðingum samkeppnishæf laun og eyða þessum kynbundna launamun sem ríkir hér á landi. Stéttin er að eldast á sama tíma og þjóðin er að eldast. Við viljum ekki þurfa að kveikja á kvöldfréttunum eftir nokkur ár og heyra að það vanti í fjörutíu stöðugildi hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku. Ég skora á ráðherra að binda þannig um hnútana að það verði ásókn í að sinna þeim sem mest þurfa á hjálpinni að halda. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Linkar: https://www.ruv.is/frett/2022/04/06/astand-a-bradamottoku-thad-versta-i-aratug-segir-fagfolk https://www.ruv.is/frett/2022/04/07/ofremdarastand-vegna-ohoflegra-verkefna-spitalans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjörg Pálsdóttir Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Það vantar hjúkrunarfræðinga í tuttugu stöðugildi á stærstu bráðamóttöku landsins. Við erum að horfa upp á það að bráðamóttakan getur ekki sinnt því hlutverki sem hún á að sinna í þjóðfélaginu vegna álags á hjúkrunarfræðinga. Anna G. Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur sem hefur starfað á bráðamóttökunni í áratug, sagði í kvöldfréttum RÚV fyrir helgi að starfsfólk sér að þetta ástand er hreinlega ekki hægt. Forstjóri Landspítala tók undir þessar áhyggjur, það er gott að vita til þess að við séum öll á sömu blaðsíðu. Hjúkrunarfræðingar geta ekki tryggt öryggi sjúklinga við þessar aðstæður. Þetta er ekkert nýtt, það er búið að vara við þessu lengi. Við erum með skýrslur mörg ár aftur í tímann sem hafa bent á vandann. Það eru lausnir í boði. Það sem hægt er að gera strax til að halda utan um þá sem eftir standa er að fá skriflega staðfestingu frá stjórnvöldum að ef það koma upp alvarleg atvik sem rekja megi til kerfisbundinna þátta þá liggi ábyrgðin hjá þeim en ekki hjá hjúkrunarfræðingum. Þetta getur hins vegar ekki verið varanleg lausn enda ekki víst að hún haldi ef látið er á hana reyna þar sem lagarammanum þarf að breyta svo þannig verði. Við erum núna að bíða eftir niðurstöðum starfshóps ráðherra sem er að skoða réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks þegar kemur að tilkynningum og rannsóknum á alvarlegum atvikum. Ég fagna því að ráðherra hafi tekið þetta mál upp að nýju. Starfshópurinn þarf að vinna fljótt og vel og ég bind miklar vonir við að það finnist varanleg lausn. Langtímaverkefnið, sem verður að leysa til að við komumst upp úr þessum hjólförum, er að laga kjör og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. Það sjá það allir að það er eitthvað að þegar það vantar að manna tuttugu stöðugildi hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku. Við vitum öll ástæðuna, það er álagið og kjörin sem eru ekki í samræmi við það. Við erum að tala um háskólamenntað fólk með mikla þekkingu sem bjargar mannslífum og sinnir landsmönnum á þeirra oft erfiðustu stundum. Kjör þeirra verða að vera í samræmi við ábyrgð og álag. Landspítali er ekki eini staðurinn innan heilbrigðiskerfisins sem staðan fer sífellt versnandi. Það má heyra álíka stöðu frá hjúkrunarheimilum og öðrum heilbrigðisstofnunum þar sem ástandið er líka slæmt og er ekkert að skána. Eftir hverju er verið að bíða? Getum við staðið mikið lengur og horft á hvernig þróunin heldur áfram í kolranga átt og séð hvernig ástandið bara versnar? Það þarf að borga hjúkrunarfræðingum samkeppnishæf laun og eyða þessum kynbundna launamun sem ríkir hér á landi. Stéttin er að eldast á sama tíma og þjóðin er að eldast. Við viljum ekki þurfa að kveikja á kvöldfréttunum eftir nokkur ár og heyra að það vanti í fjörutíu stöðugildi hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku. Ég skora á ráðherra að binda þannig um hnútana að það verði ásókn í að sinna þeim sem mest þurfa á hjálpinni að halda. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Linkar: https://www.ruv.is/frett/2022/04/06/astand-a-bradamottoku-thad-versta-i-aratug-segir-fagfolk https://www.ruv.is/frett/2022/04/07/ofremdarastand-vegna-ohoflegra-verkefna-spitalans
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun