Gulur, rauður, grænn og blár Lieselot Simoen skrifar 12. apríl 2022 11:02 Undanfarin ár hefur umræðan um leikskólastigið aukist og í dag eru leikskólakennarar að berjast fyrir því að starfsaðstæður þeirra verði bættar og verði a.m.k. sambærilegar þeim sem finna má í grunnskólum. Þessi umræða er ekki svört eða hvít heldur er hún gul, rauð, græn og blá. Þetta er flókin umræða. Það er ekki til nein töfralausn eða ein rétt leið, en umræðuna verður að taka. Leikskólar framtíðarinnar Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins eða Barnasáttmálinn (28. grein/1992) segir: „Aðildarríki viðurkenna rétt barns til menntunar og skulu þau, til þess að réttur þessi nái fram að ganga stig af stigi og þannig að allir njóti sömu tækifæra, einkum: koma á skyldu til grunnmenntunar sem allir geti notið ókeypis“. Er leikskólinn sem fyrsta skólastigið ekki grunnmenntun? Það er mikið álag á leikskólakennara og aðra starfsmenn í leikskólum og augljóst er að ríki og sveitarfélög þurfa að grípa inn í. En hvernig gerum við það? Ef leikskólum landsins er lokað fyrr á daginn þá lamast samfélagið, því foreldrar þurfa að sækja börn sín. Ef leikskólakennarar minnka viðveru inn á deildum þá væri til dæmis hægt að bjóða upp á frístund fyrir leikskólabörn. Þá er samt hægt að velta fyrir sér hvort það sé gott fyrir börnin að skipt verði um hluta af starfsfólkinu. Hvernig verður stéttaskiptingin þá innan leikskóla þegar leikskólakennarar eru með öðruvísi vinnutíma og aðstæður en leikskólaleiðbeinendur sem hafa líka unnið frábært starf í mörg ár. Hlutverk leikskólans Leikskólar hafa þrjú meginhlutverk. Það fyrsta er að mennta börnin og örva þau í þroska. Leikskólinn er fyrsta skólastigið, hann er menntastofnun. Í öðru lagi hefur leikskólinn hagrænt (e. economical) hlutverk. Að foreldrar geta farið út á vinnumarkaðinn á nýjan leik að loknu fæðingarorlofi og snúið hjólum hagkerfisins (atvinnulífsins). Þriðja hlutverkið er hið félagslega hlutverk þar sem leikskólarnir geta unnið gegn ójafnrétti. Um þetta hlutverk má gjarnan fjalla meira hér á landi. Óhætt er að segja að margir fræðimenn hafi fjallað um hvernig leikskólastarf geti tekist á við félagslegt óréttlæti. Það felur meðal annars í sér að leikskólar berjast gegn félagslegri útskúfun. Mikilvægt er að það sé tækifæri til að félagslegt net þróist í nærsamfélaginu og að stutt sé við félagslega þátttöku fjölskyldna sem nýta leikskólapláss. Stytting opnunartíma Ef leikskólar stytta opnunartíma mun það hafa áhrif á viðkvæmasta fólkið í okkar samfélagi. Foreldrar og sérstaklega einstæðir foreldrar með lítið félagslegt net þyrftu kannski að minnka starfshlutfall til að geta sótt börn sín tímalega. Það eru einnig foreldrar sem eru í vaktavinnu eða eru að vinna langar vegalengdir frá Árborg. Þess ber að geta að undirrituð er ekki að mæla með að vistunartími barns lengist, heldur að skoða og prófa nýjar nálganir í leikskólastarfi. Börn sem eiga að minnsta kosti annað foreldri með erlendan bakgrunn eru í meiri áhættu á að búa við fátækt. Innflytjendur eru til dæmis oft í láglaunastörfum og hafa því ekki efni á því að lækka starfshlutfall sitt. Hvað þá ef um er að ræða einstætt foreldri í þessum aðstæðum. Mikilvægi frístundarstyrks til að auka jöfnuð Tíminn sem börn, sem búa við fátækt, eiga í félagslegum samskiptum við önnur börn fyrir utan skóla takmarkast oft vegna skorts á heimilinu. Það eru ekki til peningar. Þessi tími er samt gríðarlega mikilvægur fyrir uppbyggingu sjálfstrausts og sjálfsmyndar þeirra. Það er ekki hægt að undirstrika nóg mikilvægi þess að standa vörð um fjárhagslega stöðu barnafjölskyldna, meðal annars með að lækka lágmarksaldur til að sækja um frístundarstyrk í sveitarfélaginu, en hann miðast nú við 5 ára aldur. Við viljum búa til fjölskylduvænt samfélag en ekki samfélag sem ýtir undir fátækt. Stytting vinnuvikunnar er ekki komin það langt að það hafi áhrif á dvalartíma leikskólabarna. Á meðan flestir eru ennþá að vinna 36-40 klst vinnuviku verður samfélagið ekki fjölskylduvænna. Það er gríðarlega mikilvægt að sveitarfélög hefji umræðu um þessi mál. Þar þurfa að vera fulltrúar alls samfélagsins, ekki aðeins fulltrúar úr há- og millistétt. Það er okkar ábyrgð að hlusta á rödd allra og sérstaklega þeirra sem eru í viðkvæmri félagslegri stöðu. Stöndum saman! Höfundur er leikskólastjóri og skipar 13. sætið á lista Áfram Árborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur umræðan um leikskólastigið aukist og í dag eru leikskólakennarar að berjast fyrir því að starfsaðstæður þeirra verði bættar og verði a.m.k. sambærilegar þeim sem finna má í grunnskólum. Þessi umræða er ekki svört eða hvít heldur er hún gul, rauð, græn og blá. Þetta er flókin umræða. Það er ekki til nein töfralausn eða ein rétt leið, en umræðuna verður að taka. Leikskólar framtíðarinnar Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins eða Barnasáttmálinn (28. grein/1992) segir: „Aðildarríki viðurkenna rétt barns til menntunar og skulu þau, til þess að réttur þessi nái fram að ganga stig af stigi og þannig að allir njóti sömu tækifæra, einkum: koma á skyldu til grunnmenntunar sem allir geti notið ókeypis“. Er leikskólinn sem fyrsta skólastigið ekki grunnmenntun? Það er mikið álag á leikskólakennara og aðra starfsmenn í leikskólum og augljóst er að ríki og sveitarfélög þurfa að grípa inn í. En hvernig gerum við það? Ef leikskólum landsins er lokað fyrr á daginn þá lamast samfélagið, því foreldrar þurfa að sækja börn sín. Ef leikskólakennarar minnka viðveru inn á deildum þá væri til dæmis hægt að bjóða upp á frístund fyrir leikskólabörn. Þá er samt hægt að velta fyrir sér hvort það sé gott fyrir börnin að skipt verði um hluta af starfsfólkinu. Hvernig verður stéttaskiptingin þá innan leikskóla þegar leikskólakennarar eru með öðruvísi vinnutíma og aðstæður en leikskólaleiðbeinendur sem hafa líka unnið frábært starf í mörg ár. Hlutverk leikskólans Leikskólar hafa þrjú meginhlutverk. Það fyrsta er að mennta börnin og örva þau í þroska. Leikskólinn er fyrsta skólastigið, hann er menntastofnun. Í öðru lagi hefur leikskólinn hagrænt (e. economical) hlutverk. Að foreldrar geta farið út á vinnumarkaðinn á nýjan leik að loknu fæðingarorlofi og snúið hjólum hagkerfisins (atvinnulífsins). Þriðja hlutverkið er hið félagslega hlutverk þar sem leikskólarnir geta unnið gegn ójafnrétti. Um þetta hlutverk má gjarnan fjalla meira hér á landi. Óhætt er að segja að margir fræðimenn hafi fjallað um hvernig leikskólastarf geti tekist á við félagslegt óréttlæti. Það felur meðal annars í sér að leikskólar berjast gegn félagslegri útskúfun. Mikilvægt er að það sé tækifæri til að félagslegt net þróist í nærsamfélaginu og að stutt sé við félagslega þátttöku fjölskyldna sem nýta leikskólapláss. Stytting opnunartíma Ef leikskólar stytta opnunartíma mun það hafa áhrif á viðkvæmasta fólkið í okkar samfélagi. Foreldrar og sérstaklega einstæðir foreldrar með lítið félagslegt net þyrftu kannski að minnka starfshlutfall til að geta sótt börn sín tímalega. Það eru einnig foreldrar sem eru í vaktavinnu eða eru að vinna langar vegalengdir frá Árborg. Þess ber að geta að undirrituð er ekki að mæla með að vistunartími barns lengist, heldur að skoða og prófa nýjar nálganir í leikskólastarfi. Börn sem eiga að minnsta kosti annað foreldri með erlendan bakgrunn eru í meiri áhættu á að búa við fátækt. Innflytjendur eru til dæmis oft í láglaunastörfum og hafa því ekki efni á því að lækka starfshlutfall sitt. Hvað þá ef um er að ræða einstætt foreldri í þessum aðstæðum. Mikilvægi frístundarstyrks til að auka jöfnuð Tíminn sem börn, sem búa við fátækt, eiga í félagslegum samskiptum við önnur börn fyrir utan skóla takmarkast oft vegna skorts á heimilinu. Það eru ekki til peningar. Þessi tími er samt gríðarlega mikilvægur fyrir uppbyggingu sjálfstrausts og sjálfsmyndar þeirra. Það er ekki hægt að undirstrika nóg mikilvægi þess að standa vörð um fjárhagslega stöðu barnafjölskyldna, meðal annars með að lækka lágmarksaldur til að sækja um frístundarstyrk í sveitarfélaginu, en hann miðast nú við 5 ára aldur. Við viljum búa til fjölskylduvænt samfélag en ekki samfélag sem ýtir undir fátækt. Stytting vinnuvikunnar er ekki komin það langt að það hafi áhrif á dvalartíma leikskólabarna. Á meðan flestir eru ennþá að vinna 36-40 klst vinnuviku verður samfélagið ekki fjölskylduvænna. Það er gríðarlega mikilvægt að sveitarfélög hefji umræðu um þessi mál. Þar þurfa að vera fulltrúar alls samfélagsins, ekki aðeins fulltrúar úr há- og millistétt. Það er okkar ábyrgð að hlusta á rödd allra og sérstaklega þeirra sem eru í viðkvæmri félagslegri stöðu. Stöndum saman! Höfundur er leikskólastjóri og skipar 13. sætið á lista Áfram Árborgar.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun