Til hvers eru lög og regla? Birgir Fannar Birgisson skrifar 12. apríl 2022 08:31 Flest þekkjum við eða höfum einhvern tíma heyrt dæmi um mjög undarleg lög eða reglu. Eitthvað sem er svo einkennilegt að við fyrstu sýn getur það varla verið raunverulegt. Eins og til dæmis rússnesku lögin frá árinu 2006 sem segja að ökumenn sem aka óhreinum bílum eigi að sekta fyrir athæfið. Við nánari skoðun kemur svo í ljós að lagagreinin snýst einfaldlega um að skrásetningarnúmer bíla þurfa alltaf að vera læsileg, hversu óhreinir sem vegirnir verða. Þannig geta lagagreinar sem slitnar eru úr samhengi virst sérkennilegar, en þegar þörfin og samhengið eru rökstudd og útskýrð verður auðveldara að sjá hvað vakti fyrir þeim sem settu lögin. Svipuðu máli gegnir um lagagrein sem nýlega bættist við íslensk umferðarlög og tók gildi 1. Janúar 2020. Þessi ákveðna lagagrein, 4. málsgrein 23. greinar umferðarlaga nr 77, segir að þegar ökumaður ekur vélknúnu ökutæki framhjá hjólreiðamanni skuli vera að lágmarki 1,5 metra bil milli hjóls og bíls. Sams konar greinar eru í umferðarlögum margra annarra landa og hafa aukið öryggi hjólreiðafólks til muna. Lögregla í þeim löndum gerir ýmislegt til að framfylgja slíkum lagagreinum og til eru dæmi um að ökumenn á Englandi hafi misst ökuréttindi í allt að hálft ár fyrir að brjóta regluna vísvitandi og þannig stofnað lífi hjólreiðafólks í hættu. Fyrir marga íslenska ökumenn er þetta hins vegar algerlega óskiljanleg lagagrein. Frá sjónarhorni flestra ökumanna eru 1,5 metrar miklu meira en nægilegt millibil við framúrakstur. Þar að auki verður óþarflega erfitt að taka fram úr reiðhjóli ef það er bara hægt með því að sveigja yfir miðlínu vegar, þegar enginn umferð nálgast úr gagnstæðri átt. Það væri auðvitað miklu þægilegra fyrir alla ökumenn ef hjólandi fólk héldi sig bara alveg við vegarbrún og þá væri hægt að bruna framúr innan sömu akreinar. En þar liggur einmitt vandamálið. Eftir því sem hjólandi fólk færir sig nær vegarbrún aukast líkurnar á því að reiðhjólið lendi á einhvers konar ójöfnu eða fyrirstöðu sem liggur í vegkantinum. Í raun er það rannsóknarefni út af fyrir sig hversu mikið af hinum og þessum vara- og aukahlutum úr bílum landsmanna er að finna við vegbrúnir hér og þar um landið. En við þessar aðstæður eykst sem sagt verulega hættan á því að hjólreiðamaðurinn lendi í vandræðum með að stýra reiðhjólinu á öruggan hátt. Og þá getur óhappið gerst. Það þarf ekki mikla spádómshæfileika til að segja fyrir um hvað gerist ef reiðhjól lendir á óvæntri fyrirstöðu, sérstaklega ef hraðinn er mikill eða færðin slæm. Og þegar hjólreiðamaður er svo óheppinn að detta um koll er ekkert öruggt að viðkomandi sé svo tillitssamur að falla beint fram fyrir sig, lóðbeint á nefið. Í raun er miklu líklegra að fallið verði til hliðar og þar liggur einmitt skýringin á þessari umræddu lagagrein. Ef hjólreiðamaður fellur á hliðina er nauðsynlegt að tryggja að viðkomandi lendi ekki með hönd, fót eða höfuð undir næsta bíl. Hjólreiðahjálmar eru auðvitað ágætir til síns brúks en mega sín þó lítils gegn margra tonna þungum ökutækjum sem flest aka hraðar en lög leyfa. Annað sem er umhugsunar vert við þessa lagagrein eru vangavelturnar um hvað gerist þegar bílstjóri brýtur þessi lög. Ef einhver ekur framúr reiðhjóli með hættulega lítið millibil getur hjólreiðamaðurinn valið að kæra atvikið til lögreglu. Ef hægt er að sanna sök ökumannsins má sekta viðkomandi fyrir að stofna lífi og heilsu þess hjólandi í hættu. En þetta “Ef” er eiginlega stærra en öll önnur. Það er nefnilega ekki heiglum hent að kæra slík atvik eða fylgja slíkum málum eftir í gegnum íslenskt réttarkerfi. Þrátt fyrir að fjöldamörg slík atvik hafi verið kærð á þeim fáu árum sem lagagreinin hefur verið í gildi, hefur það aldrei gerst að ökumaður hafi verið áminntur, ávítaður eða sektaður fyrir að brjóta þessa lagagrein. Enda er bæði ómögulegt að framfylgja lagagreininni sjálfri, hvað þá að sanna að slíkt atvik hafi nokkurn tíma gerst. Eins og í svo mörgum öðrum málum er nánast öruggt að kæran strandar á því að orð ökumanns stendur gegn orði hjólreiðamannsins og þar með verður aldrei hægt að sanna eitt eða neitt. Það er í raun ótrúlegt að einhver lögfróður aðili hafi skrifað þessa lagagrein og fundist hún góð hugmynd. Er í alvöru hægt að ímynda sér einhverjar aðstæður þar sem þessi grein kemur að einhverju gagni fyrir einhvern? Eðli málsins samkvæmt eru hjólreiðamenn og -konur yfirleitt ein á ferð á sínum reiðhjólium og jafnvel þó sumt fólk festi myndavélar á stýrin á hjólunum sínum og nái þannig upptökum af hættulegum framúrakstri, dugir það heldur ekki til. Það gerist nefnilega ítrekað að lögregla hafnar því að taka við slíkum upptökum sem annars gætu fylgt kærunni og í það minnsta sannað að atvikið hafi í raun átt sér stað. Ástæðan fyrir þessum trega lögreglunnar er líkast til sú að ef til dómsmáls kemur þarf kærandi að sanna að ekki hafi verið átt við upptökuna, myndavélina eða annað sem máli skiptir. Byggt á reynslunni af hraðamælingum lögreglu er mjög líklegt að nákvæmni myndavélarinnar verði dregin í efa í hugsanlegu dómsmáli. Þar með er sönnunarbyrði kærandans orðin svo þung að henni verður í raun aldrei lyft. Sem leiðir okkur loks að meginspurningunni. Til hvers er þessi 23. grein umferðarlaga? „Með lögum skal land byggja” er kjörorð íslensku lögreglunnar og meira að segja greypt í innsta kjarna lögreglumerkisins, gulu stjörnuna sem flest okkar þekkja svo vel. Það sem færri þekkja er niðurlag orðatiltækisins: “Með lögum skal land byggja, en ólögum eyða.” Lög sem veita enga vernd eru ólög. Lög sem er hægt að þverbrjóta aftur og aftur án nokkurra afleiðinga eru ólög. Lög sem enginn reynir að framfylgja eru ólög og leiða eingöngu til þess að virðing fólks fyrir lögunum dvínar. Og þá er hægt að spyrja: Til hvers eru lög og regla? Höfundur er formaður Reiðhjólabænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjólreiðar Umferðaröryggi Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Flest þekkjum við eða höfum einhvern tíma heyrt dæmi um mjög undarleg lög eða reglu. Eitthvað sem er svo einkennilegt að við fyrstu sýn getur það varla verið raunverulegt. Eins og til dæmis rússnesku lögin frá árinu 2006 sem segja að ökumenn sem aka óhreinum bílum eigi að sekta fyrir athæfið. Við nánari skoðun kemur svo í ljós að lagagreinin snýst einfaldlega um að skrásetningarnúmer bíla þurfa alltaf að vera læsileg, hversu óhreinir sem vegirnir verða. Þannig geta lagagreinar sem slitnar eru úr samhengi virst sérkennilegar, en þegar þörfin og samhengið eru rökstudd og útskýrð verður auðveldara að sjá hvað vakti fyrir þeim sem settu lögin. Svipuðu máli gegnir um lagagrein sem nýlega bættist við íslensk umferðarlög og tók gildi 1. Janúar 2020. Þessi ákveðna lagagrein, 4. málsgrein 23. greinar umferðarlaga nr 77, segir að þegar ökumaður ekur vélknúnu ökutæki framhjá hjólreiðamanni skuli vera að lágmarki 1,5 metra bil milli hjóls og bíls. Sams konar greinar eru í umferðarlögum margra annarra landa og hafa aukið öryggi hjólreiðafólks til muna. Lögregla í þeim löndum gerir ýmislegt til að framfylgja slíkum lagagreinum og til eru dæmi um að ökumenn á Englandi hafi misst ökuréttindi í allt að hálft ár fyrir að brjóta regluna vísvitandi og þannig stofnað lífi hjólreiðafólks í hættu. Fyrir marga íslenska ökumenn er þetta hins vegar algerlega óskiljanleg lagagrein. Frá sjónarhorni flestra ökumanna eru 1,5 metrar miklu meira en nægilegt millibil við framúrakstur. Þar að auki verður óþarflega erfitt að taka fram úr reiðhjóli ef það er bara hægt með því að sveigja yfir miðlínu vegar, þegar enginn umferð nálgast úr gagnstæðri átt. Það væri auðvitað miklu þægilegra fyrir alla ökumenn ef hjólandi fólk héldi sig bara alveg við vegarbrún og þá væri hægt að bruna framúr innan sömu akreinar. En þar liggur einmitt vandamálið. Eftir því sem hjólandi fólk færir sig nær vegarbrún aukast líkurnar á því að reiðhjólið lendi á einhvers konar ójöfnu eða fyrirstöðu sem liggur í vegkantinum. Í raun er það rannsóknarefni út af fyrir sig hversu mikið af hinum og þessum vara- og aukahlutum úr bílum landsmanna er að finna við vegbrúnir hér og þar um landið. En við þessar aðstæður eykst sem sagt verulega hættan á því að hjólreiðamaðurinn lendi í vandræðum með að stýra reiðhjólinu á öruggan hátt. Og þá getur óhappið gerst. Það þarf ekki mikla spádómshæfileika til að segja fyrir um hvað gerist ef reiðhjól lendir á óvæntri fyrirstöðu, sérstaklega ef hraðinn er mikill eða færðin slæm. Og þegar hjólreiðamaður er svo óheppinn að detta um koll er ekkert öruggt að viðkomandi sé svo tillitssamur að falla beint fram fyrir sig, lóðbeint á nefið. Í raun er miklu líklegra að fallið verði til hliðar og þar liggur einmitt skýringin á þessari umræddu lagagrein. Ef hjólreiðamaður fellur á hliðina er nauðsynlegt að tryggja að viðkomandi lendi ekki með hönd, fót eða höfuð undir næsta bíl. Hjólreiðahjálmar eru auðvitað ágætir til síns brúks en mega sín þó lítils gegn margra tonna þungum ökutækjum sem flest aka hraðar en lög leyfa. Annað sem er umhugsunar vert við þessa lagagrein eru vangavelturnar um hvað gerist þegar bílstjóri brýtur þessi lög. Ef einhver ekur framúr reiðhjóli með hættulega lítið millibil getur hjólreiðamaðurinn valið að kæra atvikið til lögreglu. Ef hægt er að sanna sök ökumannsins má sekta viðkomandi fyrir að stofna lífi og heilsu þess hjólandi í hættu. En þetta “Ef” er eiginlega stærra en öll önnur. Það er nefnilega ekki heiglum hent að kæra slík atvik eða fylgja slíkum málum eftir í gegnum íslenskt réttarkerfi. Þrátt fyrir að fjöldamörg slík atvik hafi verið kærð á þeim fáu árum sem lagagreinin hefur verið í gildi, hefur það aldrei gerst að ökumaður hafi verið áminntur, ávítaður eða sektaður fyrir að brjóta þessa lagagrein. Enda er bæði ómögulegt að framfylgja lagagreininni sjálfri, hvað þá að sanna að slíkt atvik hafi nokkurn tíma gerst. Eins og í svo mörgum öðrum málum er nánast öruggt að kæran strandar á því að orð ökumanns stendur gegn orði hjólreiðamannsins og þar með verður aldrei hægt að sanna eitt eða neitt. Það er í raun ótrúlegt að einhver lögfróður aðili hafi skrifað þessa lagagrein og fundist hún góð hugmynd. Er í alvöru hægt að ímynda sér einhverjar aðstæður þar sem þessi grein kemur að einhverju gagni fyrir einhvern? Eðli málsins samkvæmt eru hjólreiðamenn og -konur yfirleitt ein á ferð á sínum reiðhjólium og jafnvel þó sumt fólk festi myndavélar á stýrin á hjólunum sínum og nái þannig upptökum af hættulegum framúrakstri, dugir það heldur ekki til. Það gerist nefnilega ítrekað að lögregla hafnar því að taka við slíkum upptökum sem annars gætu fylgt kærunni og í það minnsta sannað að atvikið hafi í raun átt sér stað. Ástæðan fyrir þessum trega lögreglunnar er líkast til sú að ef til dómsmáls kemur þarf kærandi að sanna að ekki hafi verið átt við upptökuna, myndavélina eða annað sem máli skiptir. Byggt á reynslunni af hraðamælingum lögreglu er mjög líklegt að nákvæmni myndavélarinnar verði dregin í efa í hugsanlegu dómsmáli. Þar með er sönnunarbyrði kærandans orðin svo þung að henni verður í raun aldrei lyft. Sem leiðir okkur loks að meginspurningunni. Til hvers er þessi 23. grein umferðarlaga? „Með lögum skal land byggja” er kjörorð íslensku lögreglunnar og meira að segja greypt í innsta kjarna lögreglumerkisins, gulu stjörnuna sem flest okkar þekkja svo vel. Það sem færri þekkja er niðurlag orðatiltækisins: “Með lögum skal land byggja, en ólögum eyða.” Lög sem veita enga vernd eru ólög. Lög sem er hægt að þverbrjóta aftur og aftur án nokkurra afleiðinga eru ólög. Lög sem enginn reynir að framfylgja eru ólög og leiða eingöngu til þess að virðing fólks fyrir lögunum dvínar. Og þá er hægt að spyrja: Til hvers eru lög og regla? Höfundur er formaður Reiðhjólabænda.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun