Fagnaðarerindið forvarnir Gunnlaugur Már Briem skrifar 11. apríl 2022 17:00 Á tímum þar sem fréttir segja okkur frá þeirri gríðarlegu aukningu á legurýmum sem þjóðin mun þarfnast á næstu árum og mikilli mannafla þörf sem vart verður séð fyrir hvernig eigi að mæta miðað við núverandi útskriftartölur heilbrigðismenntaðra. Þá hljótum við að þurfa að velta upp þeirri spurningu hvernig heilbrigðiskerfi framtíðarinnar þarf að vera til þess að vera í stakk búið til að mæta væntingum þjóðarinnar til hágæða heilbrigðisþjónustu með ásættanlegum biðtíma. Við þurfum nálgun þar sem megin áhersla og fjármögnun á að vera á aðgerðir sem raunverulega létta á innflæðinu inn í dýrustu hluta heilbrigðiskerfisins og ýta undir þörfina á legurýmum. Þar getum við valið tvær leiðir. Annarsvegar stórauknar forvarnir þvert yfir samfélagið og vinnumarkaðinn, og hins vegar þar sem við komum aldrei í veg fyrir öll veikindi eða einkenni að bæta aðgengi og þjónustuframboð af snemmtækum inngripum og þjónustu sem auka líkur á vel heppnuðum útskriftum og fækka þar með endurinnlögnum. Þegar horft er til stóru þáttanna sem valda skertri starfsgetu þá tróna á toppnum stoðkerfiseinkenni og svo andleg líðan. Staðreyndirnar segja okkur að því fyrr sem einstaklingar komast til sérfræðinga á þessum sviðum eins og sjúkraþjálfara og sálfræðinga þeim mun auðveldara og ódýrara er að jafnaði að aðstoða fólk og forða því frá þeim vítahring sem langvarandi verkir og vanlíðan geta valdið. Annar stór ávinningur þess að koma til móts við skjólstæðinga snemma í ferlinu er minni óþörf lyfjanotkun sem ætti og er tel ég stefna stjórnvalda en til þess að hljóð og mynd fari saman þarf að tryggja gott og hvetjandi aðengi að þeirri þjónustu sem helst kæmi í stað lyfja. Markmið okkar allra hlýtur að vera að grípa fólk áður en vandamálin verði svo stór að eftir sitji einstaklingar með skert lífsgæði sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir og á sama tíma að verja ríkisreikninginn fyrir óþarfa útgjöldum. Forvarnir og endurhæfing kosta, og fjárhagslegur ávinningur þess verður mikill til framtíðar þó hann komi mögulega ekki skýrt fram á einu eða tveimur kjörtímabilum. En til lengri tíma mun þessi hugsun skila sér margfalt til baka með heilbrigðara samfélagi, minna álagi á heilbrigðiskerfið á sama tíma og við bjóðum þjóðinni ekki eingöngu upp lengra líf heldur bætum við líka lífi við árin með auknum lífsgæðum. Samkvæmt tölfræðistofnun evrópusambandsins er Ísland enn meðal yngstu þjóða Evrópu og því einstakt tækifæri til að bregðast við á forvirkan hátt við þeim áskorunum sem bíða handan hornsins með hækkandi aldri þjóðarinnar. Tryggjum aðgengi að forvörnum og þjónustu sérfræðinga, á sama tíma og við byggjum upp bráðaþjónustu. Höfundur er formaður Félags Sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Á tímum þar sem fréttir segja okkur frá þeirri gríðarlegu aukningu á legurýmum sem þjóðin mun þarfnast á næstu árum og mikilli mannafla þörf sem vart verður séð fyrir hvernig eigi að mæta miðað við núverandi útskriftartölur heilbrigðismenntaðra. Þá hljótum við að þurfa að velta upp þeirri spurningu hvernig heilbrigðiskerfi framtíðarinnar þarf að vera til þess að vera í stakk búið til að mæta væntingum þjóðarinnar til hágæða heilbrigðisþjónustu með ásættanlegum biðtíma. Við þurfum nálgun þar sem megin áhersla og fjármögnun á að vera á aðgerðir sem raunverulega létta á innflæðinu inn í dýrustu hluta heilbrigðiskerfisins og ýta undir þörfina á legurýmum. Þar getum við valið tvær leiðir. Annarsvegar stórauknar forvarnir þvert yfir samfélagið og vinnumarkaðinn, og hins vegar þar sem við komum aldrei í veg fyrir öll veikindi eða einkenni að bæta aðgengi og þjónustuframboð af snemmtækum inngripum og þjónustu sem auka líkur á vel heppnuðum útskriftum og fækka þar með endurinnlögnum. Þegar horft er til stóru þáttanna sem valda skertri starfsgetu þá tróna á toppnum stoðkerfiseinkenni og svo andleg líðan. Staðreyndirnar segja okkur að því fyrr sem einstaklingar komast til sérfræðinga á þessum sviðum eins og sjúkraþjálfara og sálfræðinga þeim mun auðveldara og ódýrara er að jafnaði að aðstoða fólk og forða því frá þeim vítahring sem langvarandi verkir og vanlíðan geta valdið. Annar stór ávinningur þess að koma til móts við skjólstæðinga snemma í ferlinu er minni óþörf lyfjanotkun sem ætti og er tel ég stefna stjórnvalda en til þess að hljóð og mynd fari saman þarf að tryggja gott og hvetjandi aðengi að þeirri þjónustu sem helst kæmi í stað lyfja. Markmið okkar allra hlýtur að vera að grípa fólk áður en vandamálin verði svo stór að eftir sitji einstaklingar með skert lífsgæði sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir og á sama tíma að verja ríkisreikninginn fyrir óþarfa útgjöldum. Forvarnir og endurhæfing kosta, og fjárhagslegur ávinningur þess verður mikill til framtíðar þó hann komi mögulega ekki skýrt fram á einu eða tveimur kjörtímabilum. En til lengri tíma mun þessi hugsun skila sér margfalt til baka með heilbrigðara samfélagi, minna álagi á heilbrigðiskerfið á sama tíma og við bjóðum þjóðinni ekki eingöngu upp lengra líf heldur bætum við líka lífi við árin með auknum lífsgæðum. Samkvæmt tölfræðistofnun evrópusambandsins er Ísland enn meðal yngstu þjóða Evrópu og því einstakt tækifæri til að bregðast við á forvirkan hátt við þeim áskorunum sem bíða handan hornsins með hækkandi aldri þjóðarinnar. Tryggjum aðgengi að forvörnum og þjónustu sérfræðinga, á sama tíma og við byggjum upp bráðaþjónustu. Höfundur er formaður Félags Sjúkraþjálfara.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar