Leikskóli á tímamótum Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 11. apríl 2022 09:31 Mönnunarvandi leikskólanna er ekki nýr af nálinni en staðan þyngist eftir því sem tíminn líður. Tvær lykilbreytur hafa haft mikil áhrif á þá stöðu. Annars vegar lög um eitt leyfisbréf þvert á skólastig sem tóku gildi árið 2020 og hins vegar innleiðing á styttingu vinnuvikunnar. Áhrifin gæta m.a. í því að leikskólakennarar færa sig í meiri mæli yfir í grunnskólann til starfa. Tölurnar tala sínu máli en á sama tíma og 298 leikskólakennarar kusu að færa sig yfir í grunnskóla voru það aðeins 97 grunnskólakennarar sem kusu að færa sig til og starfa í leikskólum. Við lagabreytinguna missti leikskólastigið 201 kennara í einni svipan. Það er þungt högg fyrir skólastig sem þegar berst í bökkum. Stór munur á starfsumhverfi Afleiðingarnar máttu öllum vera ljós, enda hefur starfsumhverfi grunnskólakennara lengi þótt eftirsóknarverðara en það sem leikskólinn býður upp á. Meginástæður þess að skólastigin eru misaðlaðandi fyrir kennara eru fyrst og fremst ólíkar starfsaðstæður og vinnutímafyrirkomulag. Við getum ekki lengur haldið áfram að tala um vandann, við þurfum að sýna ábyrgð og hafa kjark til að breyta kerfi sem er sprungið. Margir leikskólar þurfa að grípa til lokunar deilda vegna manneklu og ástandið kemur niður á öllum sem í hlut eiga. Börnum, starfsfólki og foreldrum. Tími breytinga er núna Við í Viðreisn viljum bæta ástandið og því lagði ég fram tillögu nýverið um alvöru breytingar í bæjarstjórn Garðabæjar. Kerfisbreytingar sem fela í sér endurskoðun á starfsumhverfi leikskólakennara með það að markmiði að samræma starfsumhverfi grunnskólakennara þannig að vinnutími leikskólakennara verði sambærilegur vinnutíma grunnskólakennara. Þetta er hægt að útfæra með ákveðnum skipulagsbreytingum og styttingu vinnuviku leikskólakennara, án mikils kostnaðar. Á móti fáum við fleiri kennara á leikskólastigið. Nýir tímar Vandi leikskólans sem við okkur blasir í dag verður ekki leystur með plástrum hér og þar. Það þarf fólk sem þorir að taka ákvarðanir um alvöru breytingar, kerfisbreytingar í takt við það umhverfi sem við búum við og höfum skapað leikskólum. Við í Viðreisn teljum Garðabæ hafa alla burði til að leiða þær breytingar og tala hátt fyrir þeim meðal allra sveitarfélaga. Tillagan mín verður send til umfjöllunar innan Sambands íslenskra sveitarfélaga sem og til Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, þar sem önnur sveitarfélög munu vonandi líka hafa kjark til að standa með þessum nauðsynlegu breytingum. Það er vor í lofti og ferskir vindar farnir að blása með Viðreisn í Garðabænum. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Garðabær Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Mönnunarvandi leikskólanna er ekki nýr af nálinni en staðan þyngist eftir því sem tíminn líður. Tvær lykilbreytur hafa haft mikil áhrif á þá stöðu. Annars vegar lög um eitt leyfisbréf þvert á skólastig sem tóku gildi árið 2020 og hins vegar innleiðing á styttingu vinnuvikunnar. Áhrifin gæta m.a. í því að leikskólakennarar færa sig í meiri mæli yfir í grunnskólann til starfa. Tölurnar tala sínu máli en á sama tíma og 298 leikskólakennarar kusu að færa sig yfir í grunnskóla voru það aðeins 97 grunnskólakennarar sem kusu að færa sig til og starfa í leikskólum. Við lagabreytinguna missti leikskólastigið 201 kennara í einni svipan. Það er þungt högg fyrir skólastig sem þegar berst í bökkum. Stór munur á starfsumhverfi Afleiðingarnar máttu öllum vera ljós, enda hefur starfsumhverfi grunnskólakennara lengi þótt eftirsóknarverðara en það sem leikskólinn býður upp á. Meginástæður þess að skólastigin eru misaðlaðandi fyrir kennara eru fyrst og fremst ólíkar starfsaðstæður og vinnutímafyrirkomulag. Við getum ekki lengur haldið áfram að tala um vandann, við þurfum að sýna ábyrgð og hafa kjark til að breyta kerfi sem er sprungið. Margir leikskólar þurfa að grípa til lokunar deilda vegna manneklu og ástandið kemur niður á öllum sem í hlut eiga. Börnum, starfsfólki og foreldrum. Tími breytinga er núna Við í Viðreisn viljum bæta ástandið og því lagði ég fram tillögu nýverið um alvöru breytingar í bæjarstjórn Garðabæjar. Kerfisbreytingar sem fela í sér endurskoðun á starfsumhverfi leikskólakennara með það að markmiði að samræma starfsumhverfi grunnskólakennara þannig að vinnutími leikskólakennara verði sambærilegur vinnutíma grunnskólakennara. Þetta er hægt að útfæra með ákveðnum skipulagsbreytingum og styttingu vinnuviku leikskólakennara, án mikils kostnaðar. Á móti fáum við fleiri kennara á leikskólastigið. Nýir tímar Vandi leikskólans sem við okkur blasir í dag verður ekki leystur með plástrum hér og þar. Það þarf fólk sem þorir að taka ákvarðanir um alvöru breytingar, kerfisbreytingar í takt við það umhverfi sem við búum við og höfum skapað leikskólum. Við í Viðreisn teljum Garðabæ hafa alla burði til að leiða þær breytingar og tala hátt fyrir þeim meðal allra sveitarfélaga. Tillagan mín verður send til umfjöllunar innan Sambands íslenskra sveitarfélaga sem og til Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, þar sem önnur sveitarfélög munu vonandi líka hafa kjark til að standa með þessum nauðsynlegu breytingum. Það er vor í lofti og ferskir vindar farnir að blása með Viðreisn í Garðabænum. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun