Er Hafnarfjörður að breytast úr fallegu sjávarþorpi í úthverfi Reykjavíkur? Jón Ingi Hákonarson skrifar 11. apríl 2022 08:31 Er hagkvæmt að þenja út byggðina? Stutta svarið er nei. Langa svarið er að það er hagkvæmt fyrir verktakana en fyrir sveitarfélagið Hafnarfjörð og íbúa þess er það mjög dýrt. Það er rándýrt að vera með lengra gatnakerfi sem þarf að moka og halda við. Það er dýrt að leggja og reka lengri veitulagnir, það er kostnaðarsamt að byggja fleiri skóla og reka þá í stað þess að nýta betur vannýtta skóla og það er dýrt að láta strætó aka fleiri kílómetra. Rekstrarkostnaður útþenslustefnunnar er mikill. Það er kannski auðveldara til skamms tíma að byggja bara ný úthverfi í upplandi Hafnarfjarðar þar sem rekstrarkostnaðurinn bítur ekki fyrr en seinna. Sá höfuðverkur verður annarra að eiga við en núverandi valdhafa. Þessi værukærð, metnaðarleysi og skortur á framtíðarsýn leiðir til þess óhjákvæmilega að Hafnarfjörður er smám saman að verða úthverfi á höfuðborgarsvæðinu. Það er erfitt og flókið að byggja upp góðan og áhugaverðan bæ, en auðvelt að byggja úthverfi og svefnbæi. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn í Hafnarfirði hafa sýnt á spilin á þessu kjörtímabili. Þegar á reynir velja þeir auðveldu leiðina, hafna metnaðarfullum þéttingarhugmyndum en velja þess í stað úthverfaleiðina. Komnar voru fram hugmyndir 2018 um áhugavert og lifandi hverfi Hraun Vestur en meirihlutanum hefur tekist að breyta þeim hugmyndum í enn eitt úthverfið. Það eru einnig komnar fram áhugaverðar hugmyndir um uppbyggingu Flensborgarhafnar en ég óttast það að núverandi meirihluti muni einnig breyta því í einsleitt úthverfi. Nýjasta útspil meirihlutans er svo að brjóta sig út úr svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til að byggja í upplandinu úthverfi fljótt og örugglega með öllum þeim mikla tilkostnaði sem íbúar Hafnarfjarðar þurfa að greiða til allrar framtíðar. Það skiptir máli að kynna sér raunverulegar ákvarðanir flokka þegar þeir hafa ákvarðanavaldið. Hljóð og mynd fara svo sannarlega ekki saman. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru á góðri leið með að breyta Hafnarfirði í úthverfi. Það má ekki gerast. Kæri kjósandi, þann 14. maí er valið og valdið þitt. Meiri fagmennsku, meiri metnað, meiri Viðreisn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Hafnarfjörður Mest lesið Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Er hagkvæmt að þenja út byggðina? Stutta svarið er nei. Langa svarið er að það er hagkvæmt fyrir verktakana en fyrir sveitarfélagið Hafnarfjörð og íbúa þess er það mjög dýrt. Það er rándýrt að vera með lengra gatnakerfi sem þarf að moka og halda við. Það er dýrt að leggja og reka lengri veitulagnir, það er kostnaðarsamt að byggja fleiri skóla og reka þá í stað þess að nýta betur vannýtta skóla og það er dýrt að láta strætó aka fleiri kílómetra. Rekstrarkostnaður útþenslustefnunnar er mikill. Það er kannski auðveldara til skamms tíma að byggja bara ný úthverfi í upplandi Hafnarfjarðar þar sem rekstrarkostnaðurinn bítur ekki fyrr en seinna. Sá höfuðverkur verður annarra að eiga við en núverandi valdhafa. Þessi værukærð, metnaðarleysi og skortur á framtíðarsýn leiðir til þess óhjákvæmilega að Hafnarfjörður er smám saman að verða úthverfi á höfuðborgarsvæðinu. Það er erfitt og flókið að byggja upp góðan og áhugaverðan bæ, en auðvelt að byggja úthverfi og svefnbæi. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn í Hafnarfirði hafa sýnt á spilin á þessu kjörtímabili. Þegar á reynir velja þeir auðveldu leiðina, hafna metnaðarfullum þéttingarhugmyndum en velja þess í stað úthverfaleiðina. Komnar voru fram hugmyndir 2018 um áhugavert og lifandi hverfi Hraun Vestur en meirihlutanum hefur tekist að breyta þeim hugmyndum í enn eitt úthverfið. Það eru einnig komnar fram áhugaverðar hugmyndir um uppbyggingu Flensborgarhafnar en ég óttast það að núverandi meirihluti muni einnig breyta því í einsleitt úthverfi. Nýjasta útspil meirihlutans er svo að brjóta sig út úr svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til að byggja í upplandinu úthverfi fljótt og örugglega með öllum þeim mikla tilkostnaði sem íbúar Hafnarfjarðar þurfa að greiða til allrar framtíðar. Það skiptir máli að kynna sér raunverulegar ákvarðanir flokka þegar þeir hafa ákvarðanavaldið. Hljóð og mynd fara svo sannarlega ekki saman. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru á góðri leið með að breyta Hafnarfirði í úthverfi. Það má ekki gerast. Kæri kjósandi, þann 14. maí er valið og valdið þitt. Meiri fagmennsku, meiri metnað, meiri Viðreisn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun