Er Hafnarfjörður að breytast úr fallegu sjávarþorpi í úthverfi Reykjavíkur? Jón Ingi Hákonarson skrifar 11. apríl 2022 08:31 Er hagkvæmt að þenja út byggðina? Stutta svarið er nei. Langa svarið er að það er hagkvæmt fyrir verktakana en fyrir sveitarfélagið Hafnarfjörð og íbúa þess er það mjög dýrt. Það er rándýrt að vera með lengra gatnakerfi sem þarf að moka og halda við. Það er dýrt að leggja og reka lengri veitulagnir, það er kostnaðarsamt að byggja fleiri skóla og reka þá í stað þess að nýta betur vannýtta skóla og það er dýrt að láta strætó aka fleiri kílómetra. Rekstrarkostnaður útþenslustefnunnar er mikill. Það er kannski auðveldara til skamms tíma að byggja bara ný úthverfi í upplandi Hafnarfjarðar þar sem rekstrarkostnaðurinn bítur ekki fyrr en seinna. Sá höfuðverkur verður annarra að eiga við en núverandi valdhafa. Þessi værukærð, metnaðarleysi og skortur á framtíðarsýn leiðir til þess óhjákvæmilega að Hafnarfjörður er smám saman að verða úthverfi á höfuðborgarsvæðinu. Það er erfitt og flókið að byggja upp góðan og áhugaverðan bæ, en auðvelt að byggja úthverfi og svefnbæi. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn í Hafnarfirði hafa sýnt á spilin á þessu kjörtímabili. Þegar á reynir velja þeir auðveldu leiðina, hafna metnaðarfullum þéttingarhugmyndum en velja þess í stað úthverfaleiðina. Komnar voru fram hugmyndir 2018 um áhugavert og lifandi hverfi Hraun Vestur en meirihlutanum hefur tekist að breyta þeim hugmyndum í enn eitt úthverfið. Það eru einnig komnar fram áhugaverðar hugmyndir um uppbyggingu Flensborgarhafnar en ég óttast það að núverandi meirihluti muni einnig breyta því í einsleitt úthverfi. Nýjasta útspil meirihlutans er svo að brjóta sig út úr svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til að byggja í upplandinu úthverfi fljótt og örugglega með öllum þeim mikla tilkostnaði sem íbúar Hafnarfjarðar þurfa að greiða til allrar framtíðar. Það skiptir máli að kynna sér raunverulegar ákvarðanir flokka þegar þeir hafa ákvarðanavaldið. Hljóð og mynd fara svo sannarlega ekki saman. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru á góðri leið með að breyta Hafnarfirði í úthverfi. Það má ekki gerast. Kæri kjósandi, þann 14. maí er valið og valdið þitt. Meiri fagmennsku, meiri metnað, meiri Viðreisn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Hafnarfjörður Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Er hagkvæmt að þenja út byggðina? Stutta svarið er nei. Langa svarið er að það er hagkvæmt fyrir verktakana en fyrir sveitarfélagið Hafnarfjörð og íbúa þess er það mjög dýrt. Það er rándýrt að vera með lengra gatnakerfi sem þarf að moka og halda við. Það er dýrt að leggja og reka lengri veitulagnir, það er kostnaðarsamt að byggja fleiri skóla og reka þá í stað þess að nýta betur vannýtta skóla og það er dýrt að láta strætó aka fleiri kílómetra. Rekstrarkostnaður útþenslustefnunnar er mikill. Það er kannski auðveldara til skamms tíma að byggja bara ný úthverfi í upplandi Hafnarfjarðar þar sem rekstrarkostnaðurinn bítur ekki fyrr en seinna. Sá höfuðverkur verður annarra að eiga við en núverandi valdhafa. Þessi værukærð, metnaðarleysi og skortur á framtíðarsýn leiðir til þess óhjákvæmilega að Hafnarfjörður er smám saman að verða úthverfi á höfuðborgarsvæðinu. Það er erfitt og flókið að byggja upp góðan og áhugaverðan bæ, en auðvelt að byggja úthverfi og svefnbæi. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn í Hafnarfirði hafa sýnt á spilin á þessu kjörtímabili. Þegar á reynir velja þeir auðveldu leiðina, hafna metnaðarfullum þéttingarhugmyndum en velja þess í stað úthverfaleiðina. Komnar voru fram hugmyndir 2018 um áhugavert og lifandi hverfi Hraun Vestur en meirihlutanum hefur tekist að breyta þeim hugmyndum í enn eitt úthverfið. Það eru einnig komnar fram áhugaverðar hugmyndir um uppbyggingu Flensborgarhafnar en ég óttast það að núverandi meirihluti muni einnig breyta því í einsleitt úthverfi. Nýjasta útspil meirihlutans er svo að brjóta sig út úr svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til að byggja í upplandinu úthverfi fljótt og örugglega með öllum þeim mikla tilkostnaði sem íbúar Hafnarfjarðar þurfa að greiða til allrar framtíðar. Það skiptir máli að kynna sér raunverulegar ákvarðanir flokka þegar þeir hafa ákvarðanavaldið. Hljóð og mynd fara svo sannarlega ekki saman. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru á góðri leið með að breyta Hafnarfirði í úthverfi. Það má ekki gerast. Kæri kjósandi, þann 14. maí er valið og valdið þitt. Meiri fagmennsku, meiri metnað, meiri Viðreisn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun