Kosið um forystu í Félagi framhaldsskólakennara Guðjón Hreinn Hauksson skrifar 8. apríl 2022 14:30 Í fyrstu viku maímánaðar fara fram kosningar í Félagi framhaldsskólakennara. Tveir eru í framboði til formanns og alls bjóða sig 13 manns fram til setu í stjórn félagsins. Það er ákaflega sjaldgæft að svo margt fólk bjóði sig fram til stjórnar í félagasamtökum og því stefnir í sérstaklega áhugaverðar kosningar. Ég er þakklátur öllum frambjóðendum því þessi breiði hópur sýnir okkur að starfið innan félagsins okkar þykir eftirsóknarvert. Það er alls ekki að undra að áhuginn sé svona mikill því framhaldsskólinn hefur verið mikið í umræðunni síðustu misserin. Covid-ástandið hreyfði svo um munaði við ýmsum þáttum sem rólegt hafði verið um í skólastarfinu. Þar má nefna stund og stað þeirra sem nema og kenna, hugtakið kennslustund, vinnuaðstæður, vinnutíma, félagsþroska og skóla sem samfélag, stuðning til náms og kennslu, starfsþróun og svo ótalmargt annað. Kjaramálin eru svo enn annar kapítuli og ekki síður mikilvægur. Nú þegar ár er í að samningar verða lausir er að mörgu að hyggja og er það gríðarlega mikilvægt fyrir þá, sem kjörnir verða til forystu, að eiga þéttan og samheldinn hóp að baki sér í undirbúningi kjaraviðræðna og á meðan þeim stendur. Það er ekki bara nauðsynlegt fyrir frambjóðendur að þátttaka verði góð í kosningunum heldur er það gríðarlega áríðandi fyrir allt samfélag kennara og ráðgjafa í framhaldsskólum. Ef við ætlum að taka okkur pláss í skólamálaumræðunni verðum við að sýna að við erum vakandi og virk og að fólkið sem velst til forystu njóti stuðnings félagsfólks. Á vef KÍ er að finna nánari upplýsingar um frambjóðendur og áherslur þeirra og ég hvet allt félagsfólk til þess að kynna sér það efni rækilega. Nú hef ég þriggja ára reynslu í starfi formanns og finnst ég hafa náð ákveðnum árangri en um leið þykir mér svo ótal margt ógert. Ég er þess fullviss að ég geti, í náinni samvinnu við áhugasamt fólk í félaginu, komið góðu til leiðar í kjara-, skóla- og félagsmálum. Því sækist ég eftir endurnýjuðu umboði félagsfólks til þess að halda áfram að vinna með því að hagsmunum framhaldsskólakennara á breiðum vettvangi. Gerum okkur gildandi. Sýnum hvað við erum að gera. Tökum pláss. Gerum það saman. Til er ég! Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón H. Hauksson Skóla - og menntamál Stéttarfélög Framhaldsskólar Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Í fyrstu viku maímánaðar fara fram kosningar í Félagi framhaldsskólakennara. Tveir eru í framboði til formanns og alls bjóða sig 13 manns fram til setu í stjórn félagsins. Það er ákaflega sjaldgæft að svo margt fólk bjóði sig fram til stjórnar í félagasamtökum og því stefnir í sérstaklega áhugaverðar kosningar. Ég er þakklátur öllum frambjóðendum því þessi breiði hópur sýnir okkur að starfið innan félagsins okkar þykir eftirsóknarvert. Það er alls ekki að undra að áhuginn sé svona mikill því framhaldsskólinn hefur verið mikið í umræðunni síðustu misserin. Covid-ástandið hreyfði svo um munaði við ýmsum þáttum sem rólegt hafði verið um í skólastarfinu. Þar má nefna stund og stað þeirra sem nema og kenna, hugtakið kennslustund, vinnuaðstæður, vinnutíma, félagsþroska og skóla sem samfélag, stuðning til náms og kennslu, starfsþróun og svo ótalmargt annað. Kjaramálin eru svo enn annar kapítuli og ekki síður mikilvægur. Nú þegar ár er í að samningar verða lausir er að mörgu að hyggja og er það gríðarlega mikilvægt fyrir þá, sem kjörnir verða til forystu, að eiga þéttan og samheldinn hóp að baki sér í undirbúningi kjaraviðræðna og á meðan þeim stendur. Það er ekki bara nauðsynlegt fyrir frambjóðendur að þátttaka verði góð í kosningunum heldur er það gríðarlega áríðandi fyrir allt samfélag kennara og ráðgjafa í framhaldsskólum. Ef við ætlum að taka okkur pláss í skólamálaumræðunni verðum við að sýna að við erum vakandi og virk og að fólkið sem velst til forystu njóti stuðnings félagsfólks. Á vef KÍ er að finna nánari upplýsingar um frambjóðendur og áherslur þeirra og ég hvet allt félagsfólk til þess að kynna sér það efni rækilega. Nú hef ég þriggja ára reynslu í starfi formanns og finnst ég hafa náð ákveðnum árangri en um leið þykir mér svo ótal margt ógert. Ég er þess fullviss að ég geti, í náinni samvinnu við áhugasamt fólk í félaginu, komið góðu til leiðar í kjara-, skóla- og félagsmálum. Því sækist ég eftir endurnýjuðu umboði félagsfólks til þess að halda áfram að vinna með því að hagsmunum framhaldsskólakennara á breiðum vettvangi. Gerum okkur gildandi. Sýnum hvað við erum að gera. Tökum pláss. Gerum það saman. Til er ég! Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar