Ofbeldi gegn konum í krafti fjórða valdsins Hulda Hrund, Ninna Karla, Ólöf Tara, Tanja M. Ísfjörð og Þórhildur Gyða skrifa 9. apríl 2022 09:01 Í gegnum tíðina hafa konur verið beittar ofbeldi ýmist af fjölmiðlum eða í gegnum fjölmiðla, yfirleitt er þeim stillt upp á ákveðinn hátt í fjölmiðlum. Þeim er stillt upp líkt og þær séu minna virði og jafnvel ósýnilegar. Það verður til þess að fólki þykir auðveldara að afmanneskjuvæða þær og leyfir sér því frekar að tala um þær á meira ofstopafullan hátt. Þær þurfa lítið að gera til þess að fólk leyfi sér að ráðast á þær, það þarf ekki að vera nema ein skoðun á ákveðnu málefni, að hækka róm sinn um of eða að hlæja á ósamþykktum tímapunkti. Hvernig fjölmiðlar leyfa sér að fjalla um konur ýtir undir meira þol og jafnvel samþykki á því að þær séu útsettar fyrir og beittar ofbeldi. Það verður ákveðin normalísering á því að stilla femínískum aktívistum upp sem smellibeitum og þá fyrir almennan borgara ásamt fjórða valdinu að beita þær ofbeldi. Ef við förum aðeins yfir söguna er það skýrt að konum hefur verið stillt upp á neikvæðan hátt í fjölmiðlum í aldanna rás í þeim tilgangi að draga úr trúverðugleika þeirra. Þegar upp kom um framhjáhald Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseta, árið 1998 við unga konu, Monica Lewinsky sem starfaði á skrifstofu hans, var allt gert til að gera hana seka að því „hneykslismáli“. Í fjölmiðlum var hún máluð upp sem kynþokkafull, feit, kvenleg eða ókvenleg drusla. Niðurlæging hennar varð alþjóðlegt sjónarspil í fjölmiðlum sem leiddi til þess að hún eyddi tveimur áratugum í að forðast sviðsljósið. Það þarf ekki að leita langt til að finna dæmi um aðför að konum í fjölmiðlum hérlendis. Konur sem berjast gegn ósanngirni í góðri trú eru útsettar fyrir ærumeiðingum og ofbeldi af hálfu fjölmiðla og þeirra sem ekki aðhyllast sömu hugmyndafræði. Þessi aðför fylgir alltaf sömu uppskriftinni og virðist hafa það markmið að fá femíníska aktívista til að brenna út. Sóley Tómasdóttir og Hildur Lilliendahl fengu að upplifa þessa aðför og upplifa enn í dag. Femínískir aktívistar virðast ekki mega anda án þess að fjölmiðlar taki það upp og birti sem smellibeitur. Ýmist deila fjölmiðlar síðan fréttunum á sínum miðlum með fyrirsögnum á borð við „eru lesendur sammála þessu?“ og „er þetta rétt hjá henni?“, allt til þess að skapa skotfæri á hatursorðræðu gegn þeim. Það er ekki langt síðan Hildur Lilliendahl skrifaði „Hérna… þessi mótorhjól á Laugaveginum, hvað er þetta eiginlega?“ inn á hverfis hópinn sem hún er partur af. Fjölmiðlar voru ekki lengi að skrifa frétt um þessa litlu saklausu spurningu og velja eins gildishlaðna fyrirsögn og hægt var. Svona framganga fjölmiðla hefur í för með sér alvarlegar afleiðingar þar sem fjórða valdið nær að kynda undir fyrirlitningu í einstaklingum sem síðan beita aktívista ofbeldi eða hóta þeim ofbeldi. Sama má segja um Sóleyju Tómasdóttur, þar sem fjölmiðlar eiga sömuleiðis sögu um að taka flest úr samhengi sem hún segir og skrifar til að geta birt smellibeitu fréttir. Það virðist engu máli skipta hversu oft og vel konur og aktívistar útskýra mál sitt, alltaf eru fjölmiðlar tilbúnir að líta framhjá því fyrir fleiri smellur og meiri umferð á miðlana sína. Fjölmiðlar reyna að gera eina femíníska baráttukonu að holdgerving femínísma í einu. Þeir herja síðan á þær og reyna að láta þær svara fyrir þau femínísku málefni sem brenna á allra vörum hverju sinni. Fjölmiðlar reyna að mála upp ákveðna mynd af þessum konum, t.d. með því að setja af þeim óaðlaðandi myndir með fréttunum sem þeir birta, grafa undan þeim, draga úr trúverðugleika þeirra, gera þeim upp skoðanir og síðast en ekki síst - gera þær að smellubrellum æsifréttamiðla. Núna, 24 árum frá aðförinni að Monica Lewinsky, erum við enn á þeim stað að þurfa berjast fyrir því að konur séu ekki smánaðar í fjölmiðlum og að fjórða valdið sé ekki notað til að beita konur áframhaldandi ofbeldi. Nýlegt dæmi um smánun í fjölmiðlum hérlendis er aðförin að baráttukonunni Eddu Falak sem er gerð í þeim eina tilgangi að draga úr trúverðugleika hennar. Allt sem hún gerir hefur verið stillt upp í fjölmiðlum á þann hátt að kommentakerfið logar með ógeðslegum athugasemdum sem oftast fá að standa óáreittar. Fjölmiðlar hafa einnig tekið þátt í aðförinni gegn henni með því að birta fréttir upp úr mjög svo augljóslega fölsuðum skilaboðum sem eiga að líta út fyrir að vera frá henni. Fjölmiðlar halda því fram að allt sem hún geri varði við almenning líkt og hvernig brauð hún borðar og hvernig klippingu hún kýs að vera með. Þetta er aðferð sem fjölmiðlar beita og Jameela Jamil, leikkona, hefur fjallað um. Hún notar hugtakið „tabloid over exposure“ sem felur í sér að fjölmiðlar fjalla óhóflega mikið um ákveðna konu, taka hlutina sem hún segir úr samhengi og láta líta út eins og þessi tiltekna kona sé alltaf að biðja um viðtöl. Þessi aðferð fjölmiðla gerir það að verkum að almenningur fær ógeð af þessari konu og í kjölfarið leyfir sér að tjá sig með ógeðfelldum hætti í kommentakerfum. Samfélagið okkar elskar að sjá konur vera niðurlægðar og fjölmiðlar taka þátt í því með því að beita ofangreindum aðferðum. Höfundar eru stjórnarmeðlimir Öfga og hafa einnig eigin reynslu af slæmri fjölmiðlaumfjöllun og aðför að sér sem þolendur af hálfu fjórða valdsins. Heimildir: The influence of media on views of gender Monica Lewinsky Tabloid exposure Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Í gegnum tíðina hafa konur verið beittar ofbeldi ýmist af fjölmiðlum eða í gegnum fjölmiðla, yfirleitt er þeim stillt upp á ákveðinn hátt í fjölmiðlum. Þeim er stillt upp líkt og þær séu minna virði og jafnvel ósýnilegar. Það verður til þess að fólki þykir auðveldara að afmanneskjuvæða þær og leyfir sér því frekar að tala um þær á meira ofstopafullan hátt. Þær þurfa lítið að gera til þess að fólk leyfi sér að ráðast á þær, það þarf ekki að vera nema ein skoðun á ákveðnu málefni, að hækka róm sinn um of eða að hlæja á ósamþykktum tímapunkti. Hvernig fjölmiðlar leyfa sér að fjalla um konur ýtir undir meira þol og jafnvel samþykki á því að þær séu útsettar fyrir og beittar ofbeldi. Það verður ákveðin normalísering á því að stilla femínískum aktívistum upp sem smellibeitum og þá fyrir almennan borgara ásamt fjórða valdinu að beita þær ofbeldi. Ef við förum aðeins yfir söguna er það skýrt að konum hefur verið stillt upp á neikvæðan hátt í fjölmiðlum í aldanna rás í þeim tilgangi að draga úr trúverðugleika þeirra. Þegar upp kom um framhjáhald Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseta, árið 1998 við unga konu, Monica Lewinsky sem starfaði á skrifstofu hans, var allt gert til að gera hana seka að því „hneykslismáli“. Í fjölmiðlum var hún máluð upp sem kynþokkafull, feit, kvenleg eða ókvenleg drusla. Niðurlæging hennar varð alþjóðlegt sjónarspil í fjölmiðlum sem leiddi til þess að hún eyddi tveimur áratugum í að forðast sviðsljósið. Það þarf ekki að leita langt til að finna dæmi um aðför að konum í fjölmiðlum hérlendis. Konur sem berjast gegn ósanngirni í góðri trú eru útsettar fyrir ærumeiðingum og ofbeldi af hálfu fjölmiðla og þeirra sem ekki aðhyllast sömu hugmyndafræði. Þessi aðför fylgir alltaf sömu uppskriftinni og virðist hafa það markmið að fá femíníska aktívista til að brenna út. Sóley Tómasdóttir og Hildur Lilliendahl fengu að upplifa þessa aðför og upplifa enn í dag. Femínískir aktívistar virðast ekki mega anda án þess að fjölmiðlar taki það upp og birti sem smellibeitur. Ýmist deila fjölmiðlar síðan fréttunum á sínum miðlum með fyrirsögnum á borð við „eru lesendur sammála þessu?“ og „er þetta rétt hjá henni?“, allt til þess að skapa skotfæri á hatursorðræðu gegn þeim. Það er ekki langt síðan Hildur Lilliendahl skrifaði „Hérna… þessi mótorhjól á Laugaveginum, hvað er þetta eiginlega?“ inn á hverfis hópinn sem hún er partur af. Fjölmiðlar voru ekki lengi að skrifa frétt um þessa litlu saklausu spurningu og velja eins gildishlaðna fyrirsögn og hægt var. Svona framganga fjölmiðla hefur í för með sér alvarlegar afleiðingar þar sem fjórða valdið nær að kynda undir fyrirlitningu í einstaklingum sem síðan beita aktívista ofbeldi eða hóta þeim ofbeldi. Sama má segja um Sóleyju Tómasdóttur, þar sem fjölmiðlar eiga sömuleiðis sögu um að taka flest úr samhengi sem hún segir og skrifar til að geta birt smellibeitu fréttir. Það virðist engu máli skipta hversu oft og vel konur og aktívistar útskýra mál sitt, alltaf eru fjölmiðlar tilbúnir að líta framhjá því fyrir fleiri smellur og meiri umferð á miðlana sína. Fjölmiðlar reyna að gera eina femíníska baráttukonu að holdgerving femínísma í einu. Þeir herja síðan á þær og reyna að láta þær svara fyrir þau femínísku málefni sem brenna á allra vörum hverju sinni. Fjölmiðlar reyna að mála upp ákveðna mynd af þessum konum, t.d. með því að setja af þeim óaðlaðandi myndir með fréttunum sem þeir birta, grafa undan þeim, draga úr trúverðugleika þeirra, gera þeim upp skoðanir og síðast en ekki síst - gera þær að smellubrellum æsifréttamiðla. Núna, 24 árum frá aðförinni að Monica Lewinsky, erum við enn á þeim stað að þurfa berjast fyrir því að konur séu ekki smánaðar í fjölmiðlum og að fjórða valdið sé ekki notað til að beita konur áframhaldandi ofbeldi. Nýlegt dæmi um smánun í fjölmiðlum hérlendis er aðförin að baráttukonunni Eddu Falak sem er gerð í þeim eina tilgangi að draga úr trúverðugleika hennar. Allt sem hún gerir hefur verið stillt upp í fjölmiðlum á þann hátt að kommentakerfið logar með ógeðslegum athugasemdum sem oftast fá að standa óáreittar. Fjölmiðlar hafa einnig tekið þátt í aðförinni gegn henni með því að birta fréttir upp úr mjög svo augljóslega fölsuðum skilaboðum sem eiga að líta út fyrir að vera frá henni. Fjölmiðlar halda því fram að allt sem hún geri varði við almenning líkt og hvernig brauð hún borðar og hvernig klippingu hún kýs að vera með. Þetta er aðferð sem fjölmiðlar beita og Jameela Jamil, leikkona, hefur fjallað um. Hún notar hugtakið „tabloid over exposure“ sem felur í sér að fjölmiðlar fjalla óhóflega mikið um ákveðna konu, taka hlutina sem hún segir úr samhengi og láta líta út eins og þessi tiltekna kona sé alltaf að biðja um viðtöl. Þessi aðferð fjölmiðla gerir það að verkum að almenningur fær ógeð af þessari konu og í kjölfarið leyfir sér að tjá sig með ógeðfelldum hætti í kommentakerfum. Samfélagið okkar elskar að sjá konur vera niðurlægðar og fjölmiðlar taka þátt í því með því að beita ofangreindum aðferðum. Höfundar eru stjórnarmeðlimir Öfga og hafa einnig eigin reynslu af slæmri fjölmiðlaumfjöllun og aðför að sér sem þolendur af hálfu fjórða valdsins. Heimildir: The influence of media on views of gender Monica Lewinsky Tabloid exposure
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun