Fá milljónir frá ríkinu vegna ofrukkunar á eftirlitsgjaldi á raftæki Atli Ísleifsson skrifar 7. apríl 2022 10:34 Verslun ELKO í Lindum í Kópavogi. Myndin er úr safni. Vísir/Egill Landsréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að endurgreiða ELKO tæpar nítján milljónir króna, auk vaxta og dráttarvaxta, vegna of hárrar skattainnheimtu vegna sérstaks eftirlitsgjalds á raftæki þar sem ekki hafði verið sýnt fram á eftirlitsvinna hafi verið í samræmi við gjöld. Dómurinn féll í síðasta mánuði, en það snýr að sérstökum skatti sem ríkið leggur á innflutning á raftækjum sem nemur 0,15 prósent af tollverði. ELKO fór í bréfi til tollstjóra í lok árs 2019 fram á endurgreiðslu umræddra gjalda með vísan til þess að um ólögmæta álagningu gjalda væri að ræða sem skorti viðhlítandi stoð í lögum og bryti sömuleiðis í bága við skattaákvæði stjórnarskrárinnar. Erindinu var hafnað í bréfi frá tollstjóra tveimur vikum síðar. Umrætt gjald, eða skattur, er ætlaður til reksturs rafmagnsöryggismála sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun eru falin samkvæmt lögum og vildi ELKO meina að skattgreiðslan hafi verið umfram það til að standa undir eftirlitsvinnu hins opinbera á þessu sviði. Ólögmæt skattheimta ELKO leitaði þá til dómstóla og féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur félaginu í vil í nóvember 2020. Taldi dómurinn að svigrúm sem ráðherra var fengið til að ákveða hlutfall skattsins samrýmdist ekki þeim kröfum um skýra og ótvíræða afstöðu löggjafans til álagningar skatta sem leiða af 40. og 77. grein stjórnarskrárinnar. „Hefur löggjafinn þannig gengið lengra við framsal á valdi til að ákveða skatt en heimilt er samkvæmt þessum ákvæðum stjórnarskrárinnar, sbr. einkum 1. mgr. 77. stjórnarskrárinnar. Samkvæmt þessu studdist sú skattheimta sem um ræðir ekki við gilda lagaheimild og var hún því ólögmæt,“ segir í dómnum en málinu var svo áfrýjað til Landsréttar. Fer í styrktarsjóð ELKO Í tilkynningu frá ELKO um málið segir að gjöldin hafi verið lögð á við innflutning og vegi ekki þungt í söluverði hverrar vöru. „Til dæmis nemur gjaldið 15 krónum í verði vöru sem kostar 10 þúsund krónur og 150 krónum í verði vöru upp á 100 þúsund krónur. Með málshöfðuninni vildi ELKO stuðla að sanngirni og lægra vöruverði og forða því að viðskiptavinir greiddu ólögleg gjöld. Málið vannst í Héraðsdómi Reykjavíkur 30. nóvember 2020 og nú í Landsrétti 25. mars síðastliðinn. Ríkið hefur fjögurra vikna frest til áfrýjunar til Hæstaréttar. ELKO hefur afráðið að láta endurgreiðslu gjaldsins frá ríkinu renna í styrktarsjóð fyrirtækisins, svo hún geti þannig runnið til góðra verka í samfélaginu. ELKO mun tilkynna nánari útfærslu styrkja eftir að áfrýjunarfrestur er liðinn,“ segir í tilkynningunni. Skattar og tollar Verslun Dómsmál Neytendur Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Dómurinn féll í síðasta mánuði, en það snýr að sérstökum skatti sem ríkið leggur á innflutning á raftækjum sem nemur 0,15 prósent af tollverði. ELKO fór í bréfi til tollstjóra í lok árs 2019 fram á endurgreiðslu umræddra gjalda með vísan til þess að um ólögmæta álagningu gjalda væri að ræða sem skorti viðhlítandi stoð í lögum og bryti sömuleiðis í bága við skattaákvæði stjórnarskrárinnar. Erindinu var hafnað í bréfi frá tollstjóra tveimur vikum síðar. Umrætt gjald, eða skattur, er ætlaður til reksturs rafmagnsöryggismála sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun eru falin samkvæmt lögum og vildi ELKO meina að skattgreiðslan hafi verið umfram það til að standa undir eftirlitsvinnu hins opinbera á þessu sviði. Ólögmæt skattheimta ELKO leitaði þá til dómstóla og féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur félaginu í vil í nóvember 2020. Taldi dómurinn að svigrúm sem ráðherra var fengið til að ákveða hlutfall skattsins samrýmdist ekki þeim kröfum um skýra og ótvíræða afstöðu löggjafans til álagningar skatta sem leiða af 40. og 77. grein stjórnarskrárinnar. „Hefur löggjafinn þannig gengið lengra við framsal á valdi til að ákveða skatt en heimilt er samkvæmt þessum ákvæðum stjórnarskrárinnar, sbr. einkum 1. mgr. 77. stjórnarskrárinnar. Samkvæmt þessu studdist sú skattheimta sem um ræðir ekki við gilda lagaheimild og var hún því ólögmæt,“ segir í dómnum en málinu var svo áfrýjað til Landsréttar. Fer í styrktarsjóð ELKO Í tilkynningu frá ELKO um málið segir að gjöldin hafi verið lögð á við innflutning og vegi ekki þungt í söluverði hverrar vöru. „Til dæmis nemur gjaldið 15 krónum í verði vöru sem kostar 10 þúsund krónur og 150 krónum í verði vöru upp á 100 þúsund krónur. Með málshöfðuninni vildi ELKO stuðla að sanngirni og lægra vöruverði og forða því að viðskiptavinir greiddu ólögleg gjöld. Málið vannst í Héraðsdómi Reykjavíkur 30. nóvember 2020 og nú í Landsrétti 25. mars síðastliðinn. Ríkið hefur fjögurra vikna frest til áfrýjunar til Hæstaréttar. ELKO hefur afráðið að láta endurgreiðslu gjaldsins frá ríkinu renna í styrktarsjóð fyrirtækisins, svo hún geti þannig runnið til góðra verka í samfélaginu. ELKO mun tilkynna nánari útfærslu styrkja eftir að áfrýjunarfrestur er liðinn,“ segir í tilkynningunni.
Skattar og tollar Verslun Dómsmál Neytendur Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira