Golf

Kófsveittur Egill Ploder kom með laskaðan dræver á æfingu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það verður líklega skrautlegt samstarfið hjá Agli og Rikka.
Það verður líklega skrautlegt samstarfið hjá Agli og Rikka.

„Hvað er þetta?“ sagði fjölmiðlamaðurinn Rikki G er hann sá dræverinn sem Egill Ploder mætti með á fyrstu æfingu þeirra félaga.

Í þáttunum „Slegið í gegn“ mun Rikki vera með Egil í golfkennslu en Rikki er afar frambærilegur kylfingur. Sömu sögu er ekki hægt að segja af Agli.

Klippa: Rikki G kemur Agli Ploder af stað í golfinu

Egill var eðlilega í basli á fyrstu æfingunni enda nýliði. Þess utan svitnaði hann hraustlega þannig að taugarnar voru líklega eitthvað að stríða honum.

Eftir því sem leið á æfinguna fór þetta allt að koma hjá Agli og verður áhugavert að fylgjast með framhaldinu.

Þáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan.

Klippa: Slegið í gegn: 1. þátturFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.