Atvinnumál í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 7. apríl 2022 12:01 „Við viljum leggja okkar að mörkum til að laða að nýjan rekstur í sveitarfélagi“, „renna sterkari stoðum undir fjölbreyttan rekstur í sveitarfélaginu“, „fjölga nýsköpunarfyrirtækjum í sveitarfélaginu“. Ef þessi orð hljóma kunnulega, þá kemur það ekki á óvart. Allt eru þetta tilvitnanir í stefnuskrár hinna ýmsu flokka í hinum ýmsu sveitarfélögum varðandi atvinnumál í gegnum árin. Óneitanlega er öflugt og fjölbreytt atvinnulíf ein af undirstöðum þess að samfélag geti verið blómlegt og dafnað og þar að leiðandi ekki furða að þeir sem sækjast eftir setu í sveitarstjórnum víðs vegar um landið vilji leggja áherslu á þann risastóra málaflokk sem atvinnumálin eru. En hvernig má ná markmiðum í atvinnumálum? Hvernig fáum við nýjan rekstur í sveitarfélagið? Sterkari stoðir? Nýsköpunarfyrirtæki? Án efa koma upp í hugann hlutir eins og framboð atvinnulóða, hófleg fasteignagjöld o.s.frv, en það er eitt sem virðist oft gleymast í umræðunni um atvinnumál og það er hverjir standa á bakvið atvinnulífið. Á bak við blómlegt atvinnulíf stendur fólk. Á bak við allan þann fjölbreytta rekstur og nýsköpunarfyrirtæki er fólk eins og ég og þú. Fólkið sem er í rekstri er ekkert öðruvísi en aðrir. Fólk vill barnvænt samfélag, fólk vill trausta innviði, fólk vill öflugt íþróttalíf og fólk vill fjölskylduvænt samfélag. Að efla atvinnulífið felst í því að ráðast að rótunum. Það er röng nálgun stjórnmálamanna að horfa á það hvernig megi laða fyrirtæki í sveitarfélagið. Það er rétt nálgun að horfa á það hvernig megi laða fólk í sveitarfélagið. Forsenda öflugs atvinnulífs er fjölskylduvænt samfélag þar sem fólk vill búa. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sósíalistaflokkurinn Vinnumarkaður Mest lesið Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Sjá meira
„Við viljum leggja okkar að mörkum til að laða að nýjan rekstur í sveitarfélagi“, „renna sterkari stoðum undir fjölbreyttan rekstur í sveitarfélaginu“, „fjölga nýsköpunarfyrirtækjum í sveitarfélaginu“. Ef þessi orð hljóma kunnulega, þá kemur það ekki á óvart. Allt eru þetta tilvitnanir í stefnuskrár hinna ýmsu flokka í hinum ýmsu sveitarfélögum varðandi atvinnumál í gegnum árin. Óneitanlega er öflugt og fjölbreytt atvinnulíf ein af undirstöðum þess að samfélag geti verið blómlegt og dafnað og þar að leiðandi ekki furða að þeir sem sækjast eftir setu í sveitarstjórnum víðs vegar um landið vilji leggja áherslu á þann risastóra málaflokk sem atvinnumálin eru. En hvernig má ná markmiðum í atvinnumálum? Hvernig fáum við nýjan rekstur í sveitarfélagið? Sterkari stoðir? Nýsköpunarfyrirtæki? Án efa koma upp í hugann hlutir eins og framboð atvinnulóða, hófleg fasteignagjöld o.s.frv, en það er eitt sem virðist oft gleymast í umræðunni um atvinnumál og það er hverjir standa á bakvið atvinnulífið. Á bak við blómlegt atvinnulíf stendur fólk. Á bak við allan þann fjölbreytta rekstur og nýsköpunarfyrirtæki er fólk eins og ég og þú. Fólkið sem er í rekstri er ekkert öðruvísi en aðrir. Fólk vill barnvænt samfélag, fólk vill trausta innviði, fólk vill öflugt íþróttalíf og fólk vill fjölskylduvænt samfélag. Að efla atvinnulífið felst í því að ráðast að rótunum. Það er röng nálgun stjórnmálamanna að horfa á það hvernig megi laða fyrirtæki í sveitarfélagið. Það er rétt nálgun að horfa á það hvernig megi laða fólk í sveitarfélagið. Forsenda öflugs atvinnulífs er fjölskylduvænt samfélag þar sem fólk vill búa. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar