Góðærisblinda Landsvirkjunar Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar 7. apríl 2022 09:00 Stjórnendum Landsvirkjunar varð tíðrætt um það á ársfundi nýverið að fyrirtækið ætlaði að taka vel á móti framtíðinni. Það var augljóst af kynningum á fundinum að þessi framtíð felur í sér gjörnýtingu íslenskra vatnsfalla og jarðhitasvæða. Því til réttlætingar var t.d. vísað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem segir að ná eigi fullum orkuskiptum 2040 og Ísland verði þá óháð jarðefnaeldsneyti. Stjórnendum Landsvirkjunar varð líka tíðrætt um nýlega orkuskýrslu umhverfisráðherra og virðast líta á orkufrekustu sviðsmynd hennar sem verkefnahandbók fyrir fyrirtækið. Samkvæmt sviðsmyndum skýrslunnar þarf að auka orkuframleiðslu um 68% til 124% til 2040 ef ná á ,,fullum orkuskiptum“. Það eru 13.000 til 23.694 nýjar gígawattstundir (GWs) á átján árum, eða þrjár til fimm nýjar Kárahnjúkavirkjanir. Kárahnjúkavirkjun er að vísu svo óvenju stór virkjun á íslenskan mælikvarða að það væri kannski eðlilegra að miða við virkjun sem er nær meðalstærð virkjana hér á landi, t.d. Blönduvirkjun sem hefur 720 GWs orkugetu. Framtíðarsýn Landsvirkjunar er þá að reisa 18 til 33 slíkar virkjanir á næstu 18 árum. En Blönduvirkjun verður víst ekki reist nema einu sinni. Og hvaða svæði þarf þá að leggja undir virkjanir til að framtíð Landsvirkjunar og ríkisstjórnarinnar verði að veruleika? Nefnum nokkur: Hrafnarbjargavirkjun (585 GWs) og Fljótshnjútsvirkjun (405 GWs) í Skjálfandafljóti. Þær myndu eyðileggja Aldeyjarfoss og fleiri náttúruverðmæta í fljótinu. Svæðin eru auk þess í verndarflokki rammaáætlunar samkvæmt þeim tillögum sem liggja nú fyrir Alþingi. Skatastaðavirkjun (1090 GWs) og Villinganesvirkjun (215 GWs) í Jökulsánum í Skagafirði sem eru í verndarflokki rammaáætlunar samkvæmt tillögum sem nú liggja fyrir Alþingi. Hvamms- (720 GWs), Holta- (450 GWs) og Urriðafossvirkjunar í neðri hluta Þjórsár (1037 GWs). Þetta eru umdeildar virkjanir, enda fyrstu stórvirkjanir Landsvirkjunar í byggð sem hefðu auk þess neikvæð áhrif á stærsta villta laxastofn landsins og þurrkuðu upp vatnsmesta foss landsins. Stækkun Blönduveitu (195 GWs) og vindmyllur í Blöndulundi (350 GWs). Vindmyllur í Búrfellslundi (300 GWs). Stækkun Kröfluvirkjunar (370 GWs). Hvalárvirkjunar í Árneshreppi (320 GWs) sem er mjög umdeildur og óhagkvæmur virkjanakostur og Austurgilsvirkjun á Vestjörðum (228 GWs) Hagavatnsvirkjun (120 GWs) og Skrokkalda á hálendinu (260 GWs) sem hafa mætt harðri andstöðu ferðaþjónustu og náttúruverndarfólks. Eldvörp á Reykjanesi (410 GWs) og Trölladyngja (410 GWs). Einhver fallegustu jarðhitasvæði landsins í næsta nágrenni við höfuðborgarsvæðið. Bjarnarflagsvirkjun við Mývatn (756 GWs). Virkjunin gæti haft neikvæð áhrif á ómetanlegt lífríki vatnsins og er auk þess í jaðri þorpsins í Reykjahlíð. Hverfisfljótsvirkjun (244 GWs), Hólmsárvirkjun (480 GWs) og Búlandsvirkjun (1057 GWs) í Skaftárhreppi. Allt virkjanir sem myndu spilla ægifögru svæði á hálendisjaðrinum. Nú verð ég að viðurkenna að mig þrýtur ímyndunarafl til að telja upp fleiri mögulega virkjanakosti og þá vantar enn rúmar 3.000 GWs til að ná upp í neðri mörk þess sem Landsvirkjun segist ætla að virkja á næstu átján árum. Og í þessari upptalningu eru margar virkjanir sem öllum á að vera ljóst að verða aldrei að veruleika vegna ríkra náttúruverndarahagsmuna, andstöðu heimamanna og vandræða við nýtingu jarðhitasvæða. Með því að leggja raunhæft mat á ofangreindan lista má álykta að hér verði í mesta lagi hægt að virkja um 3.000 til 4.000 GWs á næstu árum og áratugum, eða sem samsvarar eins og einni Kárahnjúkavirkjun eða fimm Blönduvirkjunum. Það er 20% aukning miðað við framleiðslugetu virkjana árið 2020, eitthvað sem þætti dágott hjá flestum þjóðum og myndi duga okkur fyrir rafvæðingu bílaflotans og vel rúmlega það. Það er ekki mjög hughreystandi að horfa upp á forystu Landsvirkjunar tapa jarðtengingu með tali um tvöföldun raforkuframleiðslu á fáum árum. Við getum rétt ímyndað okkur hvaða efnahagslegu áhrif það hefði ef hér ætti að reisa fimm Kárahnjúkavirkjanir á tveimur áratugum. Það þarf ekki langskólanám í hagfræði til að sjá fyrir sér að Seðlabankinn þyrfti að grípa til verulegra vaxtahækkana til að kæla hagkerfið, skortur yrði á vinnuafli í öðrum atvinnugreinum og húsnæðisskortur myndi aukast vegna mikils innflutnings verkafólks. En kannski má rekja þetta óraunsæi forystu Landsvirkjunar til þess að fyrirtækið nýtur nú óvenju góðs rekstrarumhverfis þar sem afurðaverð er í hæstu hæðum og vaxtakjör með besta móti. Það væri þá ekki í fyrsta skipti sem íslenskir athafnamenn eru slegnir góðærisblindu rétt áður en vaxtahækkanir og leiðrétting verðlags á heimsmarkaði kippa þeim aftur niður á jörðina. Tökum vel á móti framtíðinni, en reynum að gera það með sæmilegu raunsæi. Virkjum það litla sem við þurfum til að rafvæða bílaflotann, en dokum svo við til að sjá hvort og þá hvaða tæknilausnir verða þróaðar fyrir orkuskipti í samgöngum á sjó og í lofti. Það er ástæðulaust að hefja stórkostleg átök um virkjanamál fyrr en að það liggur ljóst fyrir hvort virkjana sé þörf. Höfundur er áhugamaður um náttúruvernd Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Umhverfismál Guðmundur Hörður Guðmundsson Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Stjórnendum Landsvirkjunar varð tíðrætt um það á ársfundi nýverið að fyrirtækið ætlaði að taka vel á móti framtíðinni. Það var augljóst af kynningum á fundinum að þessi framtíð felur í sér gjörnýtingu íslenskra vatnsfalla og jarðhitasvæða. Því til réttlætingar var t.d. vísað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem segir að ná eigi fullum orkuskiptum 2040 og Ísland verði þá óháð jarðefnaeldsneyti. Stjórnendum Landsvirkjunar varð líka tíðrætt um nýlega orkuskýrslu umhverfisráðherra og virðast líta á orkufrekustu sviðsmynd hennar sem verkefnahandbók fyrir fyrirtækið. Samkvæmt sviðsmyndum skýrslunnar þarf að auka orkuframleiðslu um 68% til 124% til 2040 ef ná á ,,fullum orkuskiptum“. Það eru 13.000 til 23.694 nýjar gígawattstundir (GWs) á átján árum, eða þrjár til fimm nýjar Kárahnjúkavirkjanir. Kárahnjúkavirkjun er að vísu svo óvenju stór virkjun á íslenskan mælikvarða að það væri kannski eðlilegra að miða við virkjun sem er nær meðalstærð virkjana hér á landi, t.d. Blönduvirkjun sem hefur 720 GWs orkugetu. Framtíðarsýn Landsvirkjunar er þá að reisa 18 til 33 slíkar virkjanir á næstu 18 árum. En Blönduvirkjun verður víst ekki reist nema einu sinni. Og hvaða svæði þarf þá að leggja undir virkjanir til að framtíð Landsvirkjunar og ríkisstjórnarinnar verði að veruleika? Nefnum nokkur: Hrafnarbjargavirkjun (585 GWs) og Fljótshnjútsvirkjun (405 GWs) í Skjálfandafljóti. Þær myndu eyðileggja Aldeyjarfoss og fleiri náttúruverðmæta í fljótinu. Svæðin eru auk þess í verndarflokki rammaáætlunar samkvæmt þeim tillögum sem liggja nú fyrir Alþingi. Skatastaðavirkjun (1090 GWs) og Villinganesvirkjun (215 GWs) í Jökulsánum í Skagafirði sem eru í verndarflokki rammaáætlunar samkvæmt tillögum sem nú liggja fyrir Alþingi. Hvamms- (720 GWs), Holta- (450 GWs) og Urriðafossvirkjunar í neðri hluta Þjórsár (1037 GWs). Þetta eru umdeildar virkjanir, enda fyrstu stórvirkjanir Landsvirkjunar í byggð sem hefðu auk þess neikvæð áhrif á stærsta villta laxastofn landsins og þurrkuðu upp vatnsmesta foss landsins. Stækkun Blönduveitu (195 GWs) og vindmyllur í Blöndulundi (350 GWs). Vindmyllur í Búrfellslundi (300 GWs). Stækkun Kröfluvirkjunar (370 GWs). Hvalárvirkjunar í Árneshreppi (320 GWs) sem er mjög umdeildur og óhagkvæmur virkjanakostur og Austurgilsvirkjun á Vestjörðum (228 GWs) Hagavatnsvirkjun (120 GWs) og Skrokkalda á hálendinu (260 GWs) sem hafa mætt harðri andstöðu ferðaþjónustu og náttúruverndarfólks. Eldvörp á Reykjanesi (410 GWs) og Trölladyngja (410 GWs). Einhver fallegustu jarðhitasvæði landsins í næsta nágrenni við höfuðborgarsvæðið. Bjarnarflagsvirkjun við Mývatn (756 GWs). Virkjunin gæti haft neikvæð áhrif á ómetanlegt lífríki vatnsins og er auk þess í jaðri þorpsins í Reykjahlíð. Hverfisfljótsvirkjun (244 GWs), Hólmsárvirkjun (480 GWs) og Búlandsvirkjun (1057 GWs) í Skaftárhreppi. Allt virkjanir sem myndu spilla ægifögru svæði á hálendisjaðrinum. Nú verð ég að viðurkenna að mig þrýtur ímyndunarafl til að telja upp fleiri mögulega virkjanakosti og þá vantar enn rúmar 3.000 GWs til að ná upp í neðri mörk þess sem Landsvirkjun segist ætla að virkja á næstu átján árum. Og í þessari upptalningu eru margar virkjanir sem öllum á að vera ljóst að verða aldrei að veruleika vegna ríkra náttúruverndarahagsmuna, andstöðu heimamanna og vandræða við nýtingu jarðhitasvæða. Með því að leggja raunhæft mat á ofangreindan lista má álykta að hér verði í mesta lagi hægt að virkja um 3.000 til 4.000 GWs á næstu árum og áratugum, eða sem samsvarar eins og einni Kárahnjúkavirkjun eða fimm Blönduvirkjunum. Það er 20% aukning miðað við framleiðslugetu virkjana árið 2020, eitthvað sem þætti dágott hjá flestum þjóðum og myndi duga okkur fyrir rafvæðingu bílaflotans og vel rúmlega það. Það er ekki mjög hughreystandi að horfa upp á forystu Landsvirkjunar tapa jarðtengingu með tali um tvöföldun raforkuframleiðslu á fáum árum. Við getum rétt ímyndað okkur hvaða efnahagslegu áhrif það hefði ef hér ætti að reisa fimm Kárahnjúkavirkjanir á tveimur áratugum. Það þarf ekki langskólanám í hagfræði til að sjá fyrir sér að Seðlabankinn þyrfti að grípa til verulegra vaxtahækkana til að kæla hagkerfið, skortur yrði á vinnuafli í öðrum atvinnugreinum og húsnæðisskortur myndi aukast vegna mikils innflutnings verkafólks. En kannski má rekja þetta óraunsæi forystu Landsvirkjunar til þess að fyrirtækið nýtur nú óvenju góðs rekstrarumhverfis þar sem afurðaverð er í hæstu hæðum og vaxtakjör með besta móti. Það væri þá ekki í fyrsta skipti sem íslenskir athafnamenn eru slegnir góðærisblindu rétt áður en vaxtahækkanir og leiðrétting verðlags á heimsmarkaði kippa þeim aftur niður á jörðina. Tökum vel á móti framtíðinni, en reynum að gera það með sæmilegu raunsæi. Virkjum það litla sem við þurfum til að rafvæða bílaflotann, en dokum svo við til að sjá hvort og þá hvaða tæknilausnir verða þróaðar fyrir orkuskipti í samgöngum á sjó og í lofti. Það er ástæðulaust að hefja stórkostleg átök um virkjanamál fyrr en að það liggur ljóst fyrir hvort virkjana sé þörf. Höfundur er áhugamaður um náttúruvernd
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun