Byr í seglin – landfestar leystar Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar 6. apríl 2022 14:00 Skip eru alltaf örugg við bryggju en til þess voru þau ekki byggð. Þó umhverfi og aðstæður Alberts Einstein hafi, þegar hann setti þetta fram, verið aðrar en við þekkjum í dag þá mætti heimfæra þessar hugleiðingar á rekstur Hörpu og dagleg störf. Við gætum auðvitað farið öruggu leiðina, legið við bryggju og gert það besta úr aðstæðum. En til þess var Harpa ekki byggð – heldur til að leggja á djúpið. Harpa hefur mikilvægt hlutverk í að auðga andann, hreyfa við okkur og tengja okkur við mennskuna sjálfa, það er menning. Í Hörpu eru stórkostlegir menningarviðburðum í bland við mikilvægar ráðstefnur og nemendasýningar. Fermingarbörn hjá Siðmennt ganga út í fangið á tökuliði Netflix sem vinnur að tökum á hasarmynd. Svo er það birtingamynd uppsafnaðrar aðdáunar þegar 1300 ferðamenn koma frá Bandaríkjunum til að sækja tónleika hjá sömu hljómsveit í Eldborg þrjú kvöld í röð. Til viðbótar við menninguna hefur Harpa ríkar skyldur við atvinnulífið, þar á meðal ferðaþjónustuna eina af megin stoðum íslensks atvinnulífs. Það hefði ekki þurft neinn sérstakan bölsýnismann til að draga upp þá mynd að í lok hins langvinna covid tíma væru Harpa og aðrar menningarstofnanir að dusta rykið af innanstokksmunum og skipulagi sem lagst hefði í covid dvala, einhverskonar djúpsvefn. Staðreyndin er hins vegar allt önnur. Sköpunin hefur verið alls ráðandi, nýjar leiðir hafa fundist til miðlunar og upplifunar og ráðist hefur verið í fjölda verkefna sem tengjast viðhaldi og þróun á búnaði og aðstöðu. Metnaðarfullir og framsýnir listamenn, starfsmenn og stjórnendur eiga þakkir skildar en sömuleiðis hugrakt og stórhuga stjórnmálafólk sem hefur séð og skilið mikilvægi þess að menningarstarf lifi erfiða tíma og blómstri á ný þegar samfélagið opnar. Það er ekki nýtt að stjórnmálafólk taki afstöðu með menningunni þegar að kreppir. Þau eru þekkt ummæli breska forsætisráðherrans Winston Churchill sem tók ákvörðun um aukin framlög til menningar og lista á krefjandi tímum þegar þjóðin stóð í stríði. Gagnrýni á þessa ákvörðun svaraði hann með þekktri spurningu: „Fyrir hverju erum við þá að berjast?“ Menning er ómetanleg fyrir sjálfsmynd og sjálfstæði þjóðarinnar. Það er mikil gæfa að framsýnir íslenskir stjórnmálamenn og samfélagið allt taki afstöðu með menningu og listum, þeirra skilningur og hugrekki gera okkur nú kleift að opna Hörpu og mæta gestum stolt af þeim breytingum sem staðið hafa yfir. Allar eru þær til þess fallnar að styrkja upplifun gesta og öfluga ímynd, auka gæði og bæta rekstur. Nú tekur við nýtt tímabil í okkar sögu, samfélagið opnast og Harpa fyllist á ný af lífi. Heimsfaraldurinn var okkur erfiður á margan hátt en ekki má horfa fram hjá því að hann kenndi okkur margt. Við vorum tilneydd að staldra við, endurmeta og endurhugsa hluti. Nú þarf að velja hvað af nýjum siðum, tækni og viðmiðum ætlum við að taka með okkur í nýja tíma og hvað við kveðjum með covid kaflanum. Í þessum efnum þarf að taka upplýsta ákvörðun, hvorki sjálfstýring eða viðjar vanans mega ráða för. Í Hörpu ætlum við áfram að anda með samfélaginu, mæta gestum, leiða, miðla og hlusta. Í Hörpu felast ótrúleg tækifæri til verðmætasköpunar fyrir íslenskt samfélag. Menningarlegu verðmætin eru óumdeild á meðan önnur verðmæti felast í því að skapa forsendur fyrir árangri á ýmsum sviðum samfélagsins, öllum til hagsbóta. Hörpu er ætlað stórt hlutverk í íslensku samfélagi á komandi misserum og mikilvægt er að hvert tækifæri sé nýtt. Til þess þarf að leysa landfestar. Höfundur er stjórnarformaður Hörpu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Harpa Menning Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Skip eru alltaf örugg við bryggju en til þess voru þau ekki byggð. Þó umhverfi og aðstæður Alberts Einstein hafi, þegar hann setti þetta fram, verið aðrar en við þekkjum í dag þá mætti heimfæra þessar hugleiðingar á rekstur Hörpu og dagleg störf. Við gætum auðvitað farið öruggu leiðina, legið við bryggju og gert það besta úr aðstæðum. En til þess var Harpa ekki byggð – heldur til að leggja á djúpið. Harpa hefur mikilvægt hlutverk í að auðga andann, hreyfa við okkur og tengja okkur við mennskuna sjálfa, það er menning. Í Hörpu eru stórkostlegir menningarviðburðum í bland við mikilvægar ráðstefnur og nemendasýningar. Fermingarbörn hjá Siðmennt ganga út í fangið á tökuliði Netflix sem vinnur að tökum á hasarmynd. Svo er það birtingamynd uppsafnaðrar aðdáunar þegar 1300 ferðamenn koma frá Bandaríkjunum til að sækja tónleika hjá sömu hljómsveit í Eldborg þrjú kvöld í röð. Til viðbótar við menninguna hefur Harpa ríkar skyldur við atvinnulífið, þar á meðal ferðaþjónustuna eina af megin stoðum íslensks atvinnulífs. Það hefði ekki þurft neinn sérstakan bölsýnismann til að draga upp þá mynd að í lok hins langvinna covid tíma væru Harpa og aðrar menningarstofnanir að dusta rykið af innanstokksmunum og skipulagi sem lagst hefði í covid dvala, einhverskonar djúpsvefn. Staðreyndin er hins vegar allt önnur. Sköpunin hefur verið alls ráðandi, nýjar leiðir hafa fundist til miðlunar og upplifunar og ráðist hefur verið í fjölda verkefna sem tengjast viðhaldi og þróun á búnaði og aðstöðu. Metnaðarfullir og framsýnir listamenn, starfsmenn og stjórnendur eiga þakkir skildar en sömuleiðis hugrakt og stórhuga stjórnmálafólk sem hefur séð og skilið mikilvægi þess að menningarstarf lifi erfiða tíma og blómstri á ný þegar samfélagið opnar. Það er ekki nýtt að stjórnmálafólk taki afstöðu með menningunni þegar að kreppir. Þau eru þekkt ummæli breska forsætisráðherrans Winston Churchill sem tók ákvörðun um aukin framlög til menningar og lista á krefjandi tímum þegar þjóðin stóð í stríði. Gagnrýni á þessa ákvörðun svaraði hann með þekktri spurningu: „Fyrir hverju erum við þá að berjast?“ Menning er ómetanleg fyrir sjálfsmynd og sjálfstæði þjóðarinnar. Það er mikil gæfa að framsýnir íslenskir stjórnmálamenn og samfélagið allt taki afstöðu með menningu og listum, þeirra skilningur og hugrekki gera okkur nú kleift að opna Hörpu og mæta gestum stolt af þeim breytingum sem staðið hafa yfir. Allar eru þær til þess fallnar að styrkja upplifun gesta og öfluga ímynd, auka gæði og bæta rekstur. Nú tekur við nýtt tímabil í okkar sögu, samfélagið opnast og Harpa fyllist á ný af lífi. Heimsfaraldurinn var okkur erfiður á margan hátt en ekki má horfa fram hjá því að hann kenndi okkur margt. Við vorum tilneydd að staldra við, endurmeta og endurhugsa hluti. Nú þarf að velja hvað af nýjum siðum, tækni og viðmiðum ætlum við að taka með okkur í nýja tíma og hvað við kveðjum með covid kaflanum. Í þessum efnum þarf að taka upplýsta ákvörðun, hvorki sjálfstýring eða viðjar vanans mega ráða för. Í Hörpu ætlum við áfram að anda með samfélaginu, mæta gestum, leiða, miðla og hlusta. Í Hörpu felast ótrúleg tækifæri til verðmætasköpunar fyrir íslenskt samfélag. Menningarlegu verðmætin eru óumdeild á meðan önnur verðmæti felast í því að skapa forsendur fyrir árangri á ýmsum sviðum samfélagsins, öllum til hagsbóta. Hörpu er ætlað stórt hlutverk í íslensku samfélagi á komandi misserum og mikilvægt er að hvert tækifæri sé nýtt. Til þess þarf að leysa landfestar. Höfundur er stjórnarformaður Hörpu.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun