Borgarstjóri vaknar í íbúðalausri borg Ómar Már Jónsson skrifar 6. apríl 2022 09:31 Borgarstjóri skrifar grein í Fréttablaðið í gær sem hlýtur að vekja mikla eftirtekt enda er eins og hann sé að vakna upp af værum svefni þegar kemur að húsnæðismálum. Í grein sinni kallar hann eftir sérstökum húsnæðissáttmála og virðist vera að átta sig á því að staðan á húsnæðismarkaði sé með ólíkindum. Um leið segir hann að lóðir innan borgarmarka séu „í höndum einkaaðila og byggingarfélaga“ og ekkert annað sé í boði. Svo virðist sem hann vilji eingöngu íbúðir við þróunarása Borgarlínu. Samt er hann „stoltur af húsnæðisstefnu borgarinnar“. Viðurkennir þó að sig „(vanti) yfirsýn á húsnæðismarkaðinn,“ og bætir við einhverskonar óskalista: „Það vantar betri spár og áætlanir. Það vantar meira jafnvægi í uppbygginguna.” „Nú þurfum við að gera húsnæðissáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið.” „Fimmtán ára áætlun.” „Þéttingarreitir með fram Borgarlínu eru þar í fremstu röð.” „Algjör skortur er á heildstæðri húsnæðisstefnu fyrir Ísland,” segir borgarstjóri. Það er með ólíkindum að lesa þetta og menn hljóta að spyrja sig hvar borgarstjóri hefur verið undanfarin áratug. Það er eins og það hafi farið framhjá honum hver lögmæt verkefni sveitarfélaga eru en lögin um það eru skýr: „Sveitarstjórn ber ábyrgð á og hefur frumkvæði að því að leysa húsnæðisþörf þess fólks í sveitarfélaginu sem þarfnast aðstoðar við húsnæðisöflun. Í því skyni skal sveitarstjórn fylgjast með þörf á húsnæði í sveitarfélaginu.” Það er auðséð af þessari grein borgarstjóra að hann veit ekki hver staðan er á húsnæðismarkaði þó hann beri ábyrgð á stefnumótun og aðgerðaáætlun á þessu sviði eins og kemur fram í lögum. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur skapað mikinn vanda sem nú lendir á borgarbúum, sem sjá má í gengdarlausum hækkunum á fasteigmum, leiguverð er í hæstu hæðum og fasteignagjöld aldrei hærri. Nánast ekkert húsnæði er til staðar fyrir ungt fólk sem vill eignast sitt eigið húsnæði. Þetta ástand kemur borginni sér vel, því til samanburðar þá hefur fasteignamat sem er beintengt upphæð fasteignagjalda á borgarbúa hækkað frá árinu 2013 til ársins 2021 um 107% meðan vísitöluhækkun neyðsluverðs hefur hækkað einungis um 41%. Hér þarf aðgerða við í álögum á borgarbúa. Byggingaframkvæmdir stöðvuðust Þegar opinber gögn eru skoðuð sést að árin eftir hrun var svo til hætt að byggja og það í heil sjö ár. Fjöldi íbúða sem voru byggðar á höfuðborgarsvæðinu öllu, árin 2011 og 2012, voru færri en voru byggðar á því svæði 1935! Myndin sýnir húsnæðisuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu og svo landinu öllu. Margoft hefur verið bent á húsnæðisskort í Reykjavík. Í raun hefur það blasað við allan síðasta áratug og fram til dagsins í dag. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur fallið á prófinu um að skapa betri borg með húsnæði fyrir alla. Ég mun einbeita mér að því að stórauka lóðaframboð í Reykjavík fljótt og hratt fyrir alla og gera þannig miklu meira fyrir borgarbúa en gert hefur verið. Ég mun beita mér fyrir því að þegar við höfum náð tökum á gengdarlausri skuldaaukningu borgarinnar að fasteignagjöld hækki ekki umfram vísitöluverðshækkanir. Höfundur er oddviti X-Meiri borg og árið er MMXXII. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Miðflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ómar Már Jónsson Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjóri skrifar grein í Fréttablaðið í gær sem hlýtur að vekja mikla eftirtekt enda er eins og hann sé að vakna upp af værum svefni þegar kemur að húsnæðismálum. Í grein sinni kallar hann eftir sérstökum húsnæðissáttmála og virðist vera að átta sig á því að staðan á húsnæðismarkaði sé með ólíkindum. Um leið segir hann að lóðir innan borgarmarka séu „í höndum einkaaðila og byggingarfélaga“ og ekkert annað sé í boði. Svo virðist sem hann vilji eingöngu íbúðir við þróunarása Borgarlínu. Samt er hann „stoltur af húsnæðisstefnu borgarinnar“. Viðurkennir þó að sig „(vanti) yfirsýn á húsnæðismarkaðinn,“ og bætir við einhverskonar óskalista: „Það vantar betri spár og áætlanir. Það vantar meira jafnvægi í uppbygginguna.” „Nú þurfum við að gera húsnæðissáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið.” „Fimmtán ára áætlun.” „Þéttingarreitir með fram Borgarlínu eru þar í fremstu röð.” „Algjör skortur er á heildstæðri húsnæðisstefnu fyrir Ísland,” segir borgarstjóri. Það er með ólíkindum að lesa þetta og menn hljóta að spyrja sig hvar borgarstjóri hefur verið undanfarin áratug. Það er eins og það hafi farið framhjá honum hver lögmæt verkefni sveitarfélaga eru en lögin um það eru skýr: „Sveitarstjórn ber ábyrgð á og hefur frumkvæði að því að leysa húsnæðisþörf þess fólks í sveitarfélaginu sem þarfnast aðstoðar við húsnæðisöflun. Í því skyni skal sveitarstjórn fylgjast með þörf á húsnæði í sveitarfélaginu.” Það er auðséð af þessari grein borgarstjóra að hann veit ekki hver staðan er á húsnæðismarkaði þó hann beri ábyrgð á stefnumótun og aðgerðaáætlun á þessu sviði eins og kemur fram í lögum. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur skapað mikinn vanda sem nú lendir á borgarbúum, sem sjá má í gengdarlausum hækkunum á fasteigmum, leiguverð er í hæstu hæðum og fasteignagjöld aldrei hærri. Nánast ekkert húsnæði er til staðar fyrir ungt fólk sem vill eignast sitt eigið húsnæði. Þetta ástand kemur borginni sér vel, því til samanburðar þá hefur fasteignamat sem er beintengt upphæð fasteignagjalda á borgarbúa hækkað frá árinu 2013 til ársins 2021 um 107% meðan vísitöluhækkun neyðsluverðs hefur hækkað einungis um 41%. Hér þarf aðgerða við í álögum á borgarbúa. Byggingaframkvæmdir stöðvuðust Þegar opinber gögn eru skoðuð sést að árin eftir hrun var svo til hætt að byggja og það í heil sjö ár. Fjöldi íbúða sem voru byggðar á höfuðborgarsvæðinu öllu, árin 2011 og 2012, voru færri en voru byggðar á því svæði 1935! Myndin sýnir húsnæðisuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu og svo landinu öllu. Margoft hefur verið bent á húsnæðisskort í Reykjavík. Í raun hefur það blasað við allan síðasta áratug og fram til dagsins í dag. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur fallið á prófinu um að skapa betri borg með húsnæði fyrir alla. Ég mun einbeita mér að því að stórauka lóðaframboð í Reykjavík fljótt og hratt fyrir alla og gera þannig miklu meira fyrir borgarbúa en gert hefur verið. Ég mun beita mér fyrir því að þegar við höfum náð tökum á gengdarlausri skuldaaukningu borgarinnar að fasteignagjöld hækki ekki umfram vísitöluverðshækkanir. Höfundur er oddviti X-Meiri borg og árið er MMXXII.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun