Kópavogur á að gera okkur auðveldara að lifa umhverfisvænum lífsstíl Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 4. apríl 2022 07:01 Umhverfisvitund fólks hefur vaxið hratt undanfarin ár. Við viljum gera betur í flokkun. Við viljum minnka kolefnislosun. Við viljum minnka sóun. Sveitarfélögin gegna lykilhlutverki Sveitarfélögin eru sérstaklega vel sett hvað það varðar að hjálpa okkur að ná þessum markmiðum okkar. Um næstu áramót taka gildi samræmdar reglur um flokkun sem munu gilda um landið allt. Mörg sveitarfélög eru farin að huga að því að búa til s.k. 15 mínútna hverfi. Láta skipulag bæja og hverfa vera þannig að það sé auðvelt að ganga eða hjóla, og sækja þjónustu nálægt heimili. Á höfuðborgarsvæðinu mun Borgarlínan verða mjög mikilvægt skref til að gera okkur auðveldara að fara ekki allt á einkabílnum, heldur hafa raunverulegt val. Auðveldum fólki að taka umhverfisvænar ákvarðanir Sveitarfélögin eiga með uppsetningu hleðslustöðva, eða styrkja til einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja sem vilja gera það, að stuðla að orkuskiptum. Þau eiga líka að ganga á undan með góðu fordæmi og skipta út sínum eigin kolefnisfarartækjum fyrir rafmagns. Með uppsetningu grenndargáma fyrir notaða hluti eða fatnað, inni í hverfunum í göngufæri fyrir sem flest, stuðlum við líka að minni sóun. Með ræktun og umhirðu grænna svæða og með því að bjóða íbúunum að taka þátt í hirðingu slíkra svæða gerum við bæinn fallegri og styrkjum límið í samfélaginu. Kópavogur getur ekki tekið ákvarðanir fyrir fólk. Bærinn getur hinsvegar gert fólki auðveldara að taka umhverfisvænar ákvarðanir og á að gera það. Höfundur er læknir og skipar 1. sæti á lista VG í Kópavogi við kosningarnar 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Kópavogur Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Umhverfisvitund fólks hefur vaxið hratt undanfarin ár. Við viljum gera betur í flokkun. Við viljum minnka kolefnislosun. Við viljum minnka sóun. Sveitarfélögin gegna lykilhlutverki Sveitarfélögin eru sérstaklega vel sett hvað það varðar að hjálpa okkur að ná þessum markmiðum okkar. Um næstu áramót taka gildi samræmdar reglur um flokkun sem munu gilda um landið allt. Mörg sveitarfélög eru farin að huga að því að búa til s.k. 15 mínútna hverfi. Láta skipulag bæja og hverfa vera þannig að það sé auðvelt að ganga eða hjóla, og sækja þjónustu nálægt heimili. Á höfuðborgarsvæðinu mun Borgarlínan verða mjög mikilvægt skref til að gera okkur auðveldara að fara ekki allt á einkabílnum, heldur hafa raunverulegt val. Auðveldum fólki að taka umhverfisvænar ákvarðanir Sveitarfélögin eiga með uppsetningu hleðslustöðva, eða styrkja til einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja sem vilja gera það, að stuðla að orkuskiptum. Þau eiga líka að ganga á undan með góðu fordæmi og skipta út sínum eigin kolefnisfarartækjum fyrir rafmagns. Með uppsetningu grenndargáma fyrir notaða hluti eða fatnað, inni í hverfunum í göngufæri fyrir sem flest, stuðlum við líka að minni sóun. Með ræktun og umhirðu grænna svæða og með því að bjóða íbúunum að taka þátt í hirðingu slíkra svæða gerum við bæinn fallegri og styrkjum límið í samfélaginu. Kópavogur getur ekki tekið ákvarðanir fyrir fólk. Bærinn getur hinsvegar gert fólki auðveldara að taka umhverfisvænar ákvarðanir og á að gera það. Höfundur er læknir og skipar 1. sæti á lista VG í Kópavogi við kosningarnar 14. maí.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar