Guðmundur nýr fréttastjóri Markaðarins Eiður Þór Árnason skrifar 1. apríl 2022 13:33 Guðmundur var í framboði fyrir Viðreisn í síðustu alþingiskosningum en féll út af þingi eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Aðsend Guðmundur Gunnarsson, fréttamaður og fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hefur verið ráðinn fréttastjóri Markaðarins, viðskiptarits Fréttablaðsins. Hann hóf störf í morgun en Guðmundur er með meistaragráðu í viðskiptafræði og starfaði sem fréttamaður á RÚV árin 2006 til 2011. „Ég er náttúrlega gamall fréttahundur og fann það bara mjög sterkt að forvitnin er það sterk í mér og ég er ekki alveg búinn að klára mig í þessum fréttamannabransa, þannig að þegar þessi möguleiki kom upp þá kitlaði það bara of mikið til að sleppa því,“ segir hann í samtali við Vísi. Forveri Guðmundar var Helgi Vífill Júlíusson en honum var sagt upp störfum á miðvikudag. „Ég er bara gríðarlega spenntur og ég held að maður eigi alltaf að fylgja hyggjuvitinu og kviðnum, og ég fann það bara þegar ég labbaði inn á þessa kröftugu fréttastofu að þarna á ég heima,“ segir Guðmundur. Þurfi að læra blaðamennsku á ný Guðmundur vonast til Markaðurinn muni undir hans leiðsögn fjalla um viðskipti og efnahagsmál á mannamáli og á hátt sem fólk tengi við og skilji. „Ég kem inn í gríðarlega sterkt teymi og þau þurfa eiginlega að kenna mér á blaðamennsku því ég kem af ljósvakamiðli en hef fulla trú á því að við eigum bara eftir að mynda öflugt teymi og stunda hörkublaðamennsku.“ Auk þess að vinna fréttir fyrir Fréttablaðið og vef blaðsins er Markaðurinn með sjónvarpsþátt á systurmiðlinum Hringbraut. Guðmundur var nálægt því að vera kjörinn á þing fyrir Viðreisn í síðustu alþingiskosningum en féll út á lokametrunum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Hann kærði endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi en hafði ekki erindi sem erfiði. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu sagði að Hörður Ægisson hafi verið forveri Guðmundar en hið rétta er að Helgi Vífill Júlíusson gegndi síðast stöðu fréttastjóra. Fjölmiðlar Vistaskipti Viðreisn Tengdar fréttir Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09 „Þetta snýst um réttlæti ekki þægindi“ Fyrrverandi Alþingismaður segir ekkert annað í stöðunni eftir fregnir dagsins en að blása til nýrra þingkosninga. Lögreglan á Vesturlandi gaf út í dag sektir á meðlimi yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi en ekki er hægt að fullyrði hvort átt hafi verið við óinnsigluð kjörgögn í talningarsalnum á Hótel Borgarnesi. 20. október 2021 21:31 Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Guðmundur Gunnarsson, fyrrvernadi bæjarstjóri á Ísafirði sem lét af störfum í janúar, segir ekkert annað í stöðunni fyrir sig og fjölskyldu sína en að flytja úr bænum. Þetta segir hann í færslu á Facebook sem sjá má að neðan. 20. febrúar 2020 11:47 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
„Ég er náttúrlega gamall fréttahundur og fann það bara mjög sterkt að forvitnin er það sterk í mér og ég er ekki alveg búinn að klára mig í þessum fréttamannabransa, þannig að þegar þessi möguleiki kom upp þá kitlaði það bara of mikið til að sleppa því,“ segir hann í samtali við Vísi. Forveri Guðmundar var Helgi Vífill Júlíusson en honum var sagt upp störfum á miðvikudag. „Ég er bara gríðarlega spenntur og ég held að maður eigi alltaf að fylgja hyggjuvitinu og kviðnum, og ég fann það bara þegar ég labbaði inn á þessa kröftugu fréttastofu að þarna á ég heima,“ segir Guðmundur. Þurfi að læra blaðamennsku á ný Guðmundur vonast til Markaðurinn muni undir hans leiðsögn fjalla um viðskipti og efnahagsmál á mannamáli og á hátt sem fólk tengi við og skilji. „Ég kem inn í gríðarlega sterkt teymi og þau þurfa eiginlega að kenna mér á blaðamennsku því ég kem af ljósvakamiðli en hef fulla trú á því að við eigum bara eftir að mynda öflugt teymi og stunda hörkublaðamennsku.“ Auk þess að vinna fréttir fyrir Fréttablaðið og vef blaðsins er Markaðurinn með sjónvarpsþátt á systurmiðlinum Hringbraut. Guðmundur var nálægt því að vera kjörinn á þing fyrir Viðreisn í síðustu alþingiskosningum en féll út á lokametrunum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Hann kærði endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi en hafði ekki erindi sem erfiði. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu sagði að Hörður Ægisson hafi verið forveri Guðmundar en hið rétta er að Helgi Vífill Júlíusson gegndi síðast stöðu fréttastjóra.
Fjölmiðlar Vistaskipti Viðreisn Tengdar fréttir Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09 „Þetta snýst um réttlæti ekki þægindi“ Fyrrverandi Alþingismaður segir ekkert annað í stöðunni eftir fregnir dagsins en að blása til nýrra þingkosninga. Lögreglan á Vesturlandi gaf út í dag sektir á meðlimi yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi en ekki er hægt að fullyrði hvort átt hafi verið við óinnsigluð kjörgögn í talningarsalnum á Hótel Borgarnesi. 20. október 2021 21:31 Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Guðmundur Gunnarsson, fyrrvernadi bæjarstjóri á Ísafirði sem lét af störfum í janúar, segir ekkert annað í stöðunni fyrir sig og fjölskyldu sína en að flytja úr bænum. Þetta segir hann í færslu á Facebook sem sjá má að neðan. 20. febrúar 2020 11:47 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09
„Þetta snýst um réttlæti ekki þægindi“ Fyrrverandi Alþingismaður segir ekkert annað í stöðunni eftir fregnir dagsins en að blása til nýrra þingkosninga. Lögreglan á Vesturlandi gaf út í dag sektir á meðlimi yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi en ekki er hægt að fullyrði hvort átt hafi verið við óinnsigluð kjörgögn í talningarsalnum á Hótel Borgarnesi. 20. október 2021 21:31
Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Guðmundur Gunnarsson, fyrrvernadi bæjarstjóri á Ísafirði sem lét af störfum í janúar, segir ekkert annað í stöðunni fyrir sig og fjölskyldu sína en að flytja úr bænum. Þetta segir hann í færslu á Facebook sem sjá má að neðan. 20. febrúar 2020 11:47
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent