ÁTVR unir niðurstöðu héraðsdóms sem vísaði máli gegn netverslunum frá dómi Eiður Þór Árnason skrifar 31. mars 2022 14:49 ÁTVR hefur mætt nýjum netverslunum með áfengi af hörku. Vísir/Kolbeinn Tumi ÁTVR hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun mála sem höfðuð voru í þeim tilgangi að stöðva sölu áfengis í vefverslunum hér á landi. Stjórnendur ríkisfyrirtækisins telja að slík verslun samrýmist ekki lögum, gangi gegn einkaleyfi ÁTVR og sé í beinni andstöðu við gildandi áfengis- og lýðheilsustefnu. Í tilkynningu á vef ÁTVR er bent á að bæði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sem fer með málefni laga um verslun með áfengi og tóbak, og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafi gefið út að þeir telji nauðsynlegt að endurskoða og skýra lög og regluverk um smásölu áfengis. „ÁTVR hefur því ákveðið að una niðurstöðu héraðsdóms í trausti þess að löggjafinn og eftirlitsaðilar taki á málinu.“ Ekki sannað tjón Héraðsdómur vísaði málum ÁTVR gegn Sante ehf., Santewines SAS og Bjórlandi frá fyrr í þessum mánuði á grundvelli þess að krafa ÁTVR væri háð það miklum annmörkum að ekki væri hægt að taka hana fyrir dóm. ÁTVR krafðist þess að félögin myndu hætta smásölu áfengis á Íslandi á grundvelli þess að ÁTVR hefði einkarétt á sölu áfengis. Þá krafðist ÁTVR þess einnig að skaðabótaskylda yrði viðurkennd vegna meints tjóns sem ríkisfyrirtækið taldi sig hafa orðið fyrir vegna smásölu annara aðila á áfengi í vefverslun. Einnig komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að ÁTVR hafi ekki upplýst nánar eða lagt fram gögn um það tjón sem fyrirtækið taldi sig hafa orðið fyrir vegna vefverslunar annarra aðila á áfengi. Ekki hafi verið sýnt fram á að kaup í vefverslun annarra aðila hafi komið í stað kaupa í ÁTVR, en ekki verið til viðbótar kaupum í ÁTVR. Taldi héraðsdómur í báðum tilvikum að verulega skorti á að þeim skilyrðum væri fullnægt sem gerð eru til sönnunar á tilvist tjóns. Af þeim sökum telji dómurinn að ÁTVR hafi ekki lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Alls var ÁTVR gert að greiða Bjórlandi 950 þúsund krónur í málskostnað og Sante og Santewines 1,65 milljónir í málskostnað. Áfengi og tóbak Dómsmál Verslun Tengdar fréttir Máli ÁTVR gegn Sante og Bjórlandi vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað málum ÁTVR gegn Sante ehf, Santewines SAS og Bjórlandi vegna smásölu á áfengi frá dómi. 18. mars 2022 15:14 ÁTVR stefnir Arnari og Sante vegna brots á einkarétti til smásölu áfengis Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur stefnt Sante ehf, Santewines SAS og Arnari Sigurðssyni, sem er skráður eigandi beggja fyrirtækjanna, til þess að hætta smásölu áfengis á Íslandi. 18. september 2021 18:39 ÁTVR kvartar formlega undan vefverslunum ÁTVR hefur tilkynnt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi um meint brot Bjórlands, Brugghússins Steðja og Sante ehf. Áfengisverslunin telur þessa aðila hafa gerst brotlega við áfengislög. 9. júní 2021 10:26 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Stjórnendur ríkisfyrirtækisins telja að slík verslun samrýmist ekki lögum, gangi gegn einkaleyfi ÁTVR og sé í beinni andstöðu við gildandi áfengis- og lýðheilsustefnu. Í tilkynningu á vef ÁTVR er bent á að bæði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sem fer með málefni laga um verslun með áfengi og tóbak, og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafi gefið út að þeir telji nauðsynlegt að endurskoða og skýra lög og regluverk um smásölu áfengis. „ÁTVR hefur því ákveðið að una niðurstöðu héraðsdóms í trausti þess að löggjafinn og eftirlitsaðilar taki á málinu.“ Ekki sannað tjón Héraðsdómur vísaði málum ÁTVR gegn Sante ehf., Santewines SAS og Bjórlandi frá fyrr í þessum mánuði á grundvelli þess að krafa ÁTVR væri háð það miklum annmörkum að ekki væri hægt að taka hana fyrir dóm. ÁTVR krafðist þess að félögin myndu hætta smásölu áfengis á Íslandi á grundvelli þess að ÁTVR hefði einkarétt á sölu áfengis. Þá krafðist ÁTVR þess einnig að skaðabótaskylda yrði viðurkennd vegna meints tjóns sem ríkisfyrirtækið taldi sig hafa orðið fyrir vegna smásölu annara aðila á áfengi í vefverslun. Einnig komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að ÁTVR hafi ekki upplýst nánar eða lagt fram gögn um það tjón sem fyrirtækið taldi sig hafa orðið fyrir vegna vefverslunar annarra aðila á áfengi. Ekki hafi verið sýnt fram á að kaup í vefverslun annarra aðila hafi komið í stað kaupa í ÁTVR, en ekki verið til viðbótar kaupum í ÁTVR. Taldi héraðsdómur í báðum tilvikum að verulega skorti á að þeim skilyrðum væri fullnægt sem gerð eru til sönnunar á tilvist tjóns. Af þeim sökum telji dómurinn að ÁTVR hafi ekki lögvarða hagsmuni af því að fá dóm um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Alls var ÁTVR gert að greiða Bjórlandi 950 þúsund krónur í málskostnað og Sante og Santewines 1,65 milljónir í málskostnað.
Áfengi og tóbak Dómsmál Verslun Tengdar fréttir Máli ÁTVR gegn Sante og Bjórlandi vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað málum ÁTVR gegn Sante ehf, Santewines SAS og Bjórlandi vegna smásölu á áfengi frá dómi. 18. mars 2022 15:14 ÁTVR stefnir Arnari og Sante vegna brots á einkarétti til smásölu áfengis Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur stefnt Sante ehf, Santewines SAS og Arnari Sigurðssyni, sem er skráður eigandi beggja fyrirtækjanna, til þess að hætta smásölu áfengis á Íslandi. 18. september 2021 18:39 ÁTVR kvartar formlega undan vefverslunum ÁTVR hefur tilkynnt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi um meint brot Bjórlands, Brugghússins Steðja og Sante ehf. Áfengisverslunin telur þessa aðila hafa gerst brotlega við áfengislög. 9. júní 2021 10:26 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Máli ÁTVR gegn Sante og Bjórlandi vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað málum ÁTVR gegn Sante ehf, Santewines SAS og Bjórlandi vegna smásölu á áfengi frá dómi. 18. mars 2022 15:14
ÁTVR stefnir Arnari og Sante vegna brots á einkarétti til smásölu áfengis Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur stefnt Sante ehf, Santewines SAS og Arnari Sigurðssyni, sem er skráður eigandi beggja fyrirtækjanna, til þess að hætta smásölu áfengis á Íslandi. 18. september 2021 18:39
ÁTVR kvartar formlega undan vefverslunum ÁTVR hefur tilkynnt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi um meint brot Bjórlands, Brugghússins Steðja og Sante ehf. Áfengisverslunin telur þessa aðila hafa gerst brotlega við áfengislög. 9. júní 2021 10:26