Viðskipti innlent

ÁTVR kvartar formlega undan vefverslunum

Snorri Másson skrifar
ÁTVR hefur tilkynnt þrjár vefverslanir til sýslumanns.
ÁTVR hefur tilkynnt þrjár vefverslanir til sýslumanns.

ÁTVR hefur tilkynnt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi um meint brot Bjórlands, Brugghússins Steðja og Sante ehf. Áfengisverslunin telur þessa aðila hafa gerst brotlega við áfengislög.

Brotin felast að mati ÁTVR í áfengissölu í vefverslunum, sem Vínbúðin segir í trássi við lög.

Arnar Sigurðsson, eigandi Sante, hefur ratað í fjölmiðla undanfarið vegna vefverslunar með áfengi, sem hann rekur í gegnum franska vefsíðu. Áfengið er þó geymt og afgreitt hér á landi.

ÁTVR segir að þetta sé bannað.

„ÁTVR telur mikilvægt að leiðrétta þann misskilning að mismunandi reglur gildi um innlenda aðila og erlenda þegar kemur að heimild til þess að reka vefverslun með áfengi til einstaklinga hér á landi. Öll vefverslun með áfengi beint af innlendum lager samsvarar smásölu og brýtur í bága við einkarétt ÁTVR, óháð þjóðerni þess sem stendur fyrir vefversluninni.“

ÁTVR telur að fyrir liggi óyggjandi sönnun fyrir brotum umræddra brugghúsa.

Með tilkynningunum vilja ÁTVR koma því til leiðar að sýslumennirnir hefji þegar í stað áminningarferli gagnvart þessum aðilum eins og leyfisveitanda er skylt að gera.

Lög kveði á um að leyfishafi sem verður uppvís að frekari brotum á meðan áminning er í gildi skuli sviptur leyfinu um stundarsakir eða fyrir fullt og allt.


Tengdar fréttir

„Vín­á­huga­maður“ skrifar níð­grein

Í bók sinni 1984 skrifar George Orwell boðskap einræðisherrans þess efnis að í fáfræðinni sé styrkur falinn. Jón Páll Haraldsson sem titlar sig „vínáhugamann” skrifar sérkennilega grein á vef Vísis, hvar hann fyrstur vínáhugamanna mærir einokunarverslanir ríkisins svo vitað sé.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.