Viðskipti innlent

Arna Björg til Creditin­fo og Kári í nýtt starf

Atli Ísleifsson skrifar
Arna Björg Jónasdóttir og Kári Finnsson.
Arna Björg Jónasdóttir og Kári Finnsson. Creditinfo

Arna Björg Jónasdóttir hefur verið ráðin í stöðu viðskiptastjóra hjá Creditinfo. Hún tekur við stöðunni af Kára Finnssyni sem tekur við stöðu markaðs- og fræðslustjóra félagsins.

Í tilkynningu segir að Arna Björg komi til Creditinfo frá JS lögmönnum þar sem hún hafi starfað sem lögfræðingur.

„Áður starfaði Arna í tæp 10 ár hjá Valitor sem viðskiptastjóri. Arna er með grunn- og meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Kári kemur úr starfi viðskiptastjóra hjá Creditinfo sem hann hefur sinnt frá árinu 2017. Fram að því starfaði hann sem verkefnastjóri MBA-náms hjá Háskólanum í Reykjavík og þar áður sem aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins. Kári er með B.Sc. gráðu í hagfræði og B.A. gráðu í listfræði frá Háskóla Íslands. Hann er einnig með M.A. gráðu í listviðskiptum frá Sotheby‘s Institute of Art,“ segir í tilkynningunni.

Upplýsinga- og þjónustufyrirtækið Cred­it­in­fo var stofnað í Reykja­vík árið 1997 og sér­hæf­ir sig í miðlun fjár­hags- og viðskipta­upp­lýs­inga og ráðgjöf tengdri áhættumati og áhættu­stýr­ingu fyr­ir­tækja.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×