Að láta verkin tala í stað þess að tala bara Sandra Bryndísardóttir Franks skrifar 31. mars 2022 09:00 Ráðherrar og forstöðumenn heilbrigðisstofnana hafa að undanförnu talað mikið um „mönnunarvanda“ heilbrigðiskerfisins og mikilvægi þess að hlúið sé að heilbrigðisstarfsfólki meðal annars með hækkun launa. Sjúkraliðafélag Íslands tekur undir þau orð en furðar sig á, að á sama tíma hvorki gengur né rekur í viðræðum sem nú standa yfir um uppfærslu stofnanasamninga þessara sömu heilbrigðisstofnana við sjúkraliða. Þessar viðræður hafa nú staðið yfir á annað ár án þess að nokkuð þoki í þá átt sem þessi sömu stjórnvöld tala fyrir. Ríkisstjórnin hefur stært sig á því hafa bætt við fjárveitingar til heilbrigðisstofnana í síðustu fjárlögum og er það afar sérkennilegt að það skili sér ekki til starfsfólksins í gegnum stofnanasamninga. Í tilviki Landspítalans væri heildarkostnaðarauki spítalans við leiðréttingu stofnanasamnings sjúkraliða einungis um 0,2%, en samt hafa fulltrúar spítalans ítrekað hafnað því að uppfæra stofnanasamninginn. Mönnunarvandi heilbrigðiskerfisins setur öryggi sjúklinga í uppnám og dregur eðlilega úr gæðum þjónustunnar. Menntað heilbrigðisstarfsfólk hefur í of miklum mæli leitað í önnur störf utan heilbrigðiskerfisins. Raunveruleg kjarabót í gegnum stofnanasamninga myndi því skipta miklu máli. Rétt eins og heilbrigðisstéttir innan BHM hafa gert, skorar Sjúkraliðafélag Íslands á ráðherra heilbrigðismála og fjármála ásamt forstjóra heilbrigðisstofnana að grípa hér inn í. Þeirra er ábyrgðin. Nú er tækifæri til að láta verkin tala í stað þess að tala bara. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Sandra B. Franks Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ráðherrar og forstöðumenn heilbrigðisstofnana hafa að undanförnu talað mikið um „mönnunarvanda“ heilbrigðiskerfisins og mikilvægi þess að hlúið sé að heilbrigðisstarfsfólki meðal annars með hækkun launa. Sjúkraliðafélag Íslands tekur undir þau orð en furðar sig á, að á sama tíma hvorki gengur né rekur í viðræðum sem nú standa yfir um uppfærslu stofnanasamninga þessara sömu heilbrigðisstofnana við sjúkraliða. Þessar viðræður hafa nú staðið yfir á annað ár án þess að nokkuð þoki í þá átt sem þessi sömu stjórnvöld tala fyrir. Ríkisstjórnin hefur stært sig á því hafa bætt við fjárveitingar til heilbrigðisstofnana í síðustu fjárlögum og er það afar sérkennilegt að það skili sér ekki til starfsfólksins í gegnum stofnanasamninga. Í tilviki Landspítalans væri heildarkostnaðarauki spítalans við leiðréttingu stofnanasamnings sjúkraliða einungis um 0,2%, en samt hafa fulltrúar spítalans ítrekað hafnað því að uppfæra stofnanasamninginn. Mönnunarvandi heilbrigðiskerfisins setur öryggi sjúklinga í uppnám og dregur eðlilega úr gæðum þjónustunnar. Menntað heilbrigðisstarfsfólk hefur í of miklum mæli leitað í önnur störf utan heilbrigðiskerfisins. Raunveruleg kjarabót í gegnum stofnanasamninga myndi því skipta miklu máli. Rétt eins og heilbrigðisstéttir innan BHM hafa gert, skorar Sjúkraliðafélag Íslands á ráðherra heilbrigðismála og fjármála ásamt forstjóra heilbrigðisstofnana að grípa hér inn í. Þeirra er ábyrgðin. Nú er tækifæri til að láta verkin tala í stað þess að tala bara. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar