Bíllaus Laugardalur og fleiri hugmyndir Ævar Harðarson skrifar 30. mars 2022 10:00 Á að gera Laugardalinn bíllausan? Hvernig á að nota gömlu stúkuna við Laugardalslaug og tengd mannvirki? Er til dæmis pláss fyrir bókasafn þar? Á að breyta syðsta hluta af bílastæðunum við Laugardalsvöll í grænt svæði? Þessa hugmyndir eru meðal þess sem þegar hafa verið nefndar í tengslum við gerð hverfisskipulags fyrir hverfin sem liggja að Laugardalnum en sú vinna hófst í byrjun árs. Dagana 30. og 31. mars munu örugglega miklu fleiri hugmyndir koma fram en þá verður opið hús og hugmyndakvöld undir stúkunni við Laugardalsvöll. Á staðnum verða til sýnis stór módel sem nemendur í 6. bekk Vogaskóla, Langholtsskóla og Laugarnesskóla og 7. bekkingar í Laugalækjarskóla hafa smíðað á undanförnum dögum af hverfunum í kringum skólana auk plakata með hugmyndum krakkanna um hvaða aðgerðir og úrbætur þau vilja að verði að veruleika í og við Laugardal. Nemendur í 8. og 9. bekk í Laugalækjarskóla skoða módel af sínu hverfi og koma með hugmyndir um úrbætur í hverfunum.Bragi Þór Jósefsson Sæbrautarstokkur, Sundabraut og Borgarlína Mjög umfangsmikil skipulagsverkefni eru framundan í Laugarnes-, Langholts- og Vogahverfi. Sæbraut á að fara í stokk milli Vogahverfis og hinnar nýju Vogabyggðar. Stokkurinn mun gjörbylta þessu svæði. Umferðarstórfljótið verður neðanjarðar og hægt verður að fara á yfirborðinu eftir göngu- og hjólastígum á þægilegan máta frá Laugardal að Elliðaárósum. Umhverfis og ofan á stokknum skapast forsendur fyrir spennandi borgarbyggð. Borgin hefur ýmsa útfærslur til skoðunar í þessari uppbyggingu. Til grundvallar er nýtt Vogatorg en þar verður meginstoppistöð Borgarlínu á milli Ártúnshöfða og miðbæjar Reykjavíkur. Við torgið verða íbúðabyggingar, verslun og þjónusta, og út frá því teygja sig götur með fjölbreyttu íbúða- og þjónustuhúsnæði. Annað risamál er lega og útfærsla Sundabrautar. Þar eru annars vegar Sundagöng og hins vegar Sundabrú megin valkostirnir. Umhverfismatið og samráð við íbúa og hagsmunaaðila beggja vegna Kleppsvíkur er algjört lykilatriði við endanlegt leiðarval á Sundabraut. Í jaðri þessara hverfa er svo Suðurlandsbrautin þar sem fyrsti áfangi Borgarlínu mun liggja. Öll þessi stóru verkefni þarf að hafa í huga við gerð hverfisskipulags sem kallar á samráð við íbúa, hagsmunaaðila og opinbera umsagnaraðila á öllum stigum skipulagsvinnunnar. Ný þróunar- og uppbyggingarsvæði Gert er ráð fyrir töluverðri fjölgun lítilla og meðalstórra íbúða en einnig stærri fjölskylduíbúða í Laugarneshverfi, Langholtshverfi og Vogahverfi. Á sérstakri kynningarsíðu um gerð hverfisskipulags fyrir þessi hverfi er hægt að skoða yfirlit yfir helstu uppbyggingarreitina auk annarra upplýsinga um þennan borgarhluta sem er í hjarta Reykjavíkur. Þessi byggingasvæði og reitir eru samkvæmt aðalskipulagi eða þegar samþykktu deiliskipulagi. Í vinnunni við hverfisskipulag verður meðal annars kallað eftir sjónarmiðum íbúa um hvort ástæða er til að skilgreina fleiri ný þróunar- og uppbyggingarsvæði. Nemendur í skólunum í Laugardal hafa komið með margar góðar hugmyndir um hvernig gera má hverfin enn betri.Bragi Þór Jósefsson Fleiri borgargötur Sama gildir um svokallaðar borgargötur. Mikilvægt er að fólkið sem býr í hverfunum láti í sér heyra um hvort eigi að fjölga þeim. Þegar helstu umferðargötum er breytt í borgargötur er lögð áhersla á meiri gróður og gatnahönnun sem dregur úr umferðarhraða, eykur umferðaröryggi, minnkar hávaða frá ökutækjum og mengun og eykur þannig lífsgæði íbúa. Aðstæður geta verið ólíkar á milli hverfa en í öllum tilvikum breytist ásýnd gatna verulega þegar þær verða borgargötur. Áhersla er lögð á opin svæði, hverfisgarða og hverfistorg. Þar verða til staðir þar sem fólk hittist. Við þær er oft ýmiss konar verslun og þjónusta auk annarrar stoðþjónustu, til dæmis grenndarstöðvar og rafhleðslustöðvar og stöðvar fyrir deilibíla og deilihjól. Starfsfólk umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar verður á hugmyndakvöldunum við Laugardalsvöll til að taka á móti hugmyndum. Þær verða svo unnar áfram með sérfræðingum borgarinnar og lagðar fram sem vinnutillögur í næstu umferð samráðsins. Við vonumst til að sjá sem flest af íbúum við Laugardal. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur/ Ph.D. arkitekt/Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ævar Harðarson Reykjavík Skipulag Samgöngur Borgarlína Laugardalsvöllur Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Á að gera Laugardalinn bíllausan? Hvernig á að nota gömlu stúkuna við Laugardalslaug og tengd mannvirki? Er til dæmis pláss fyrir bókasafn þar? Á að breyta syðsta hluta af bílastæðunum við Laugardalsvöll í grænt svæði? Þessa hugmyndir eru meðal þess sem þegar hafa verið nefndar í tengslum við gerð hverfisskipulags fyrir hverfin sem liggja að Laugardalnum en sú vinna hófst í byrjun árs. Dagana 30. og 31. mars munu örugglega miklu fleiri hugmyndir koma fram en þá verður opið hús og hugmyndakvöld undir stúkunni við Laugardalsvöll. Á staðnum verða til sýnis stór módel sem nemendur í 6. bekk Vogaskóla, Langholtsskóla og Laugarnesskóla og 7. bekkingar í Laugalækjarskóla hafa smíðað á undanförnum dögum af hverfunum í kringum skólana auk plakata með hugmyndum krakkanna um hvaða aðgerðir og úrbætur þau vilja að verði að veruleika í og við Laugardal. Nemendur í 8. og 9. bekk í Laugalækjarskóla skoða módel af sínu hverfi og koma með hugmyndir um úrbætur í hverfunum.Bragi Þór Jósefsson Sæbrautarstokkur, Sundabraut og Borgarlína Mjög umfangsmikil skipulagsverkefni eru framundan í Laugarnes-, Langholts- og Vogahverfi. Sæbraut á að fara í stokk milli Vogahverfis og hinnar nýju Vogabyggðar. Stokkurinn mun gjörbylta þessu svæði. Umferðarstórfljótið verður neðanjarðar og hægt verður að fara á yfirborðinu eftir göngu- og hjólastígum á þægilegan máta frá Laugardal að Elliðaárósum. Umhverfis og ofan á stokknum skapast forsendur fyrir spennandi borgarbyggð. Borgin hefur ýmsa útfærslur til skoðunar í þessari uppbyggingu. Til grundvallar er nýtt Vogatorg en þar verður meginstoppistöð Borgarlínu á milli Ártúnshöfða og miðbæjar Reykjavíkur. Við torgið verða íbúðabyggingar, verslun og þjónusta, og út frá því teygja sig götur með fjölbreyttu íbúða- og þjónustuhúsnæði. Annað risamál er lega og útfærsla Sundabrautar. Þar eru annars vegar Sundagöng og hins vegar Sundabrú megin valkostirnir. Umhverfismatið og samráð við íbúa og hagsmunaaðila beggja vegna Kleppsvíkur er algjört lykilatriði við endanlegt leiðarval á Sundabraut. Í jaðri þessara hverfa er svo Suðurlandsbrautin þar sem fyrsti áfangi Borgarlínu mun liggja. Öll þessi stóru verkefni þarf að hafa í huga við gerð hverfisskipulags sem kallar á samráð við íbúa, hagsmunaaðila og opinbera umsagnaraðila á öllum stigum skipulagsvinnunnar. Ný þróunar- og uppbyggingarsvæði Gert er ráð fyrir töluverðri fjölgun lítilla og meðalstórra íbúða en einnig stærri fjölskylduíbúða í Laugarneshverfi, Langholtshverfi og Vogahverfi. Á sérstakri kynningarsíðu um gerð hverfisskipulags fyrir þessi hverfi er hægt að skoða yfirlit yfir helstu uppbyggingarreitina auk annarra upplýsinga um þennan borgarhluta sem er í hjarta Reykjavíkur. Þessi byggingasvæði og reitir eru samkvæmt aðalskipulagi eða þegar samþykktu deiliskipulagi. Í vinnunni við hverfisskipulag verður meðal annars kallað eftir sjónarmiðum íbúa um hvort ástæða er til að skilgreina fleiri ný þróunar- og uppbyggingarsvæði. Nemendur í skólunum í Laugardal hafa komið með margar góðar hugmyndir um hvernig gera má hverfin enn betri.Bragi Þór Jósefsson Fleiri borgargötur Sama gildir um svokallaðar borgargötur. Mikilvægt er að fólkið sem býr í hverfunum láti í sér heyra um hvort eigi að fjölga þeim. Þegar helstu umferðargötum er breytt í borgargötur er lögð áhersla á meiri gróður og gatnahönnun sem dregur úr umferðarhraða, eykur umferðaröryggi, minnkar hávaða frá ökutækjum og mengun og eykur þannig lífsgæði íbúa. Aðstæður geta verið ólíkar á milli hverfa en í öllum tilvikum breytist ásýnd gatna verulega þegar þær verða borgargötur. Áhersla er lögð á opin svæði, hverfisgarða og hverfistorg. Þar verða til staðir þar sem fólk hittist. Við þær er oft ýmiss konar verslun og þjónusta auk annarrar stoðþjónustu, til dæmis grenndarstöðvar og rafhleðslustöðvar og stöðvar fyrir deilibíla og deilihjól. Starfsfólk umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar verður á hugmyndakvöldunum við Laugardalsvöll til að taka á móti hugmyndum. Þær verða svo unnar áfram með sérfræðingum borgarinnar og lagðar fram sem vinnutillögur í næstu umferð samráðsins. Við vonumst til að sjá sem flest af íbúum við Laugardal. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur/ Ph.D. arkitekt/Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar