Ef að Twitter væri partí Þórarinn Hjartarson skrifar 28. mars 2022 09:01 Ef Twitter væri partí væri það býsna leiðinlegt samkvæmi. Þrátt fyrir ágætis hóp gesta gengi um gólf manneskja með fýlusvip og vökult auga. Það er Twittermanneskjan. Twittermanneskjan hlerar samskipti gestanna í von um að finna eitthvað til þess að verða móðguð yfir. Það þarf ekki að vera eitthvað sem hún sjálf móðgast yfir heldur er twittermanneskjan reiðubúin að móðgast fyrir hönd hinna ýmsu hópa. Twittermanneskjan hvetur til umræðu en með ákveðnum fyrirvara. Hún dreifir bæklingum meðal gesta um það hverskonar umræða sé leyfileg. Þetta gerir hún í þágu þess að ef fólki er gefið frjálst orðið gætu átti sér stað óásættanleg samskipti. Hún passar upp á að samskipti kynjanna lúti ramma réttlætisins og báðir aðilar þannig á nálum yfir því að þau séu einu feilspori frá því að vera rekin úr partíinu. Twittermanneskjan beinir kastljósinu að sjálfri sér með því að benda á hamfarir út í heimi og lýsa því yfir hvað henni þykir það miður. Það afsakar aðgerðarleysi en gerir hana samtímis að hetju. Það er mikilvægt fyrir gesti að vera á tánum. Reglur þessa samkvæmis taka sífelldum breytingum. Það sem var í lagi í einu sinni getur varðað brottvísun hvenær sem er. Grínistinn David Chapelle segir að Twitter sé ekki raunverulegur staður. Það er rétt. En miðillinn hefur raunverulegar afleiðingar. Almenningur á í þversagnakenndu sambandi við twittermanneskjuna. Fólki er haldið nauðugu í þessu samkvæmi og twittermanneskjan stýrir því hvað megi segja og hvað megi ekki segja, iðulega án þess að heil brú sé í hennar eigin afstöðu. Nýlega var athygli twittermanneskjunnar beint að útvarpsmanni. Hann var ekki gerður að kaffistofusmjatti fyrir það sem hann gerði, heldur fyrir það sem að hann er. Að hann hafi tjáð sína sannfæringu opinberlega og myndað sér aðra skoðun en þá sem twittermanneskjan telur ásættanlega er ástæðan fyrir því að kafað var ofan í fortíð hans. Það er ekki merkilegt í sjálfu sér. Allir hafa gert mistök um ævina og margur oftar en einu sinni. En nú lá holdgervingur feðraveldisins vel við höggi og þrátt fyrir afsökunarbeiðni er krafan sú að hann þurfi að hverfa úr kastljósinu. Baráttan gegn kynferðisofbeldi er twittermanneskjunni huglæg. Baráttan eins og hún er háð á twitter virðist ganga minna út á ofbeldið og meira út á það að ná til þeirra sem eru frægir eða í kastljósinu. Ellegar myndum við sjá fleiri mál hrottalegra árása kaldrifjaðra síafbrotamanna dúkka upp. Í stað þess sjáum við baráttufólkið smyrja lagið þunnt með því að halda okkur uppteknum af því að fyrrum fíkill var skíthæll á meðan á fíkninni stóð fyrir um rúmum áratug. Þversögnin er sú að twittermanneskjan talar einnig fyrir skaðaminnkandi úrræðum fyrir fíkla og að þeir sem að leiðist út í neyslu fái viðeigandi aðstoð til þess að vinna úr sínum málum. Þeim skal hins vegar ekki fyrirgefið að hafa komið ömurlega fram við maka sinn fyrir rúmum áratug. Undirritaður gerir ráð fyrir því að ofangreindur útvarpsmaður hafi verið skíthæll á meðan hann var í neyslu. Þetta atvik vekur þó upp heimspekilegar spurningar um það hvers konar afstöðu við höfum til fyrrum fíkla. Ef kafað er ofan í fortíð þeirra allra er líklegt að hægt sé að finna eitthvað sem samrýmist ekki ríkjandi samfélagsgildum, hvað þá stöðlum twittermanneskjunnar. Það virðist aldrei ætla að hætta að koma fólki á óvart að einungis hávær minnihluti er sammála twittermanneskjunni þegar til kastanna kemur. Twittermanneskjan hefur rangt fyrir sér um afstöðu fólks. Bæði á hinu pólitíska sviði sem og hinu samfélagslega. Á einhliða sögum skal land byggja. Stjórnmálamenn gerðu mistök með því að hlusta á twittermanneskjuna og móta sínar áherslur eftir hennar höfði í síðustu alþingiskosningum. Vinstriflokkarnir reyndu að dansa í takt við lýgilega lélega tónlist og uppskáru afhroð. Það er löngu tímabært að fjölmiðlar, stjórnmála- og áhrifafólk hætti að hlusta á twittermanneskjuna. Við horfum með hræðslu og háðung til félagsstigakerfa einræðisríkja en virðumst þó vilja skapa slíkt fyrir okkur sjálf. Augljós lausn er vandfundin. En fyrsta skrefið er að vinstriflokkarnir skipti um tónlist, hætti að taka hitastigið fyrir kosningar á twitter og biðja öfgaöfl samfélagsins afsökunar í hvert skipti sem þau stíga í vitlausan fót. Höfundur er stjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Ef Twitter væri partí væri það býsna leiðinlegt samkvæmi. Þrátt fyrir ágætis hóp gesta gengi um gólf manneskja með fýlusvip og vökult auga. Það er Twittermanneskjan. Twittermanneskjan hlerar samskipti gestanna í von um að finna eitthvað til þess að verða móðguð yfir. Það þarf ekki að vera eitthvað sem hún sjálf móðgast yfir heldur er twittermanneskjan reiðubúin að móðgast fyrir hönd hinna ýmsu hópa. Twittermanneskjan hvetur til umræðu en með ákveðnum fyrirvara. Hún dreifir bæklingum meðal gesta um það hverskonar umræða sé leyfileg. Þetta gerir hún í þágu þess að ef fólki er gefið frjálst orðið gætu átti sér stað óásættanleg samskipti. Hún passar upp á að samskipti kynjanna lúti ramma réttlætisins og báðir aðilar þannig á nálum yfir því að þau séu einu feilspori frá því að vera rekin úr partíinu. Twittermanneskjan beinir kastljósinu að sjálfri sér með því að benda á hamfarir út í heimi og lýsa því yfir hvað henni þykir það miður. Það afsakar aðgerðarleysi en gerir hana samtímis að hetju. Það er mikilvægt fyrir gesti að vera á tánum. Reglur þessa samkvæmis taka sífelldum breytingum. Það sem var í lagi í einu sinni getur varðað brottvísun hvenær sem er. Grínistinn David Chapelle segir að Twitter sé ekki raunverulegur staður. Það er rétt. En miðillinn hefur raunverulegar afleiðingar. Almenningur á í þversagnakenndu sambandi við twittermanneskjuna. Fólki er haldið nauðugu í þessu samkvæmi og twittermanneskjan stýrir því hvað megi segja og hvað megi ekki segja, iðulega án þess að heil brú sé í hennar eigin afstöðu. Nýlega var athygli twittermanneskjunnar beint að útvarpsmanni. Hann var ekki gerður að kaffistofusmjatti fyrir það sem hann gerði, heldur fyrir það sem að hann er. Að hann hafi tjáð sína sannfæringu opinberlega og myndað sér aðra skoðun en þá sem twittermanneskjan telur ásættanlega er ástæðan fyrir því að kafað var ofan í fortíð hans. Það er ekki merkilegt í sjálfu sér. Allir hafa gert mistök um ævina og margur oftar en einu sinni. En nú lá holdgervingur feðraveldisins vel við höggi og þrátt fyrir afsökunarbeiðni er krafan sú að hann þurfi að hverfa úr kastljósinu. Baráttan gegn kynferðisofbeldi er twittermanneskjunni huglæg. Baráttan eins og hún er háð á twitter virðist ganga minna út á ofbeldið og meira út á það að ná til þeirra sem eru frægir eða í kastljósinu. Ellegar myndum við sjá fleiri mál hrottalegra árása kaldrifjaðra síafbrotamanna dúkka upp. Í stað þess sjáum við baráttufólkið smyrja lagið þunnt með því að halda okkur uppteknum af því að fyrrum fíkill var skíthæll á meðan á fíkninni stóð fyrir um rúmum áratug. Þversögnin er sú að twittermanneskjan talar einnig fyrir skaðaminnkandi úrræðum fyrir fíkla og að þeir sem að leiðist út í neyslu fái viðeigandi aðstoð til þess að vinna úr sínum málum. Þeim skal hins vegar ekki fyrirgefið að hafa komið ömurlega fram við maka sinn fyrir rúmum áratug. Undirritaður gerir ráð fyrir því að ofangreindur útvarpsmaður hafi verið skíthæll á meðan hann var í neyslu. Þetta atvik vekur þó upp heimspekilegar spurningar um það hvers konar afstöðu við höfum til fyrrum fíkla. Ef kafað er ofan í fortíð þeirra allra er líklegt að hægt sé að finna eitthvað sem samrýmist ekki ríkjandi samfélagsgildum, hvað þá stöðlum twittermanneskjunnar. Það virðist aldrei ætla að hætta að koma fólki á óvart að einungis hávær minnihluti er sammála twittermanneskjunni þegar til kastanna kemur. Twittermanneskjan hefur rangt fyrir sér um afstöðu fólks. Bæði á hinu pólitíska sviði sem og hinu samfélagslega. Á einhliða sögum skal land byggja. Stjórnmálamenn gerðu mistök með því að hlusta á twittermanneskjuna og móta sínar áherslur eftir hennar höfði í síðustu alþingiskosningum. Vinstriflokkarnir reyndu að dansa í takt við lýgilega lélega tónlist og uppskáru afhroð. Það er löngu tímabært að fjölmiðlar, stjórnmála- og áhrifafólk hætti að hlusta á twittermanneskjuna. Við horfum með hræðslu og háðung til félagsstigakerfa einræðisríkja en virðumst þó vilja skapa slíkt fyrir okkur sjálf. Augljós lausn er vandfundin. En fyrsta skrefið er að vinstriflokkarnir skipti um tónlist, hætti að taka hitastigið fyrir kosningar á twitter og biðja öfgaöfl samfélagsins afsökunar í hvert skipti sem þau stíga í vitlausan fót. Höfundur er stjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun