Hlúum að vöggu skíðaíþróttarinnar! Stefán Pálsson skrifar 27. mars 2022 15:00 Það vekur oft furðu útlendinga hversu stutt saga skíðanotkunar er á Íslandi. Á meðan nágrannar okkar í Skandinavíu hafa um aldir rennt sér allra sinna ferða á skíðum voru slík farartæki sjaldséð á Íslandi og notkun þeirra lengst af nær einvörðungu á Norðurlandi. Sunnan heiða þekkti fólk skíði vart nema af afspurn og úr fornsögum. Í Reykjavík voru það einmitt Norðmenn sem kynntu skíðaíþróttina til sögunnar. Fyrsta tilraun til að stofna skíðafélag í bænum var árið 1907. Munu þar hafa haft frumkvæðið nokkrir Norðmenn búsettir í bænum og hugðust þeir renna sér í brekkunni austan við bæinn Ártún. Um svipað leyti vaknaði áhugi innfæddra á skíðamennsku. Ungmennafélagshreyfingin hugðist taka íþróttina upp á sína arma, en þar á bæ þótti fólki óþarflega langt að halda alla leið austur yfir Elliðaár og var því reynt að ryðja skíðabraut í Öskjuhlíð. Í mörg sumur var unnið að brautarlagningunni en lítið varð úr skíðaiðkun. Frumkvöðull frá Noregi Það var því ekki fyrr en árið 1914 sem segja má að Reykvíkingar hafi byrjað að skíða fyrir alvöru. Sem fyrr þurfti norskt frumkvæði til. Kaupmaðurinn Laurenz H. Müller var nýfluttur til landsins og var óþreytandi við að bera út fagnaðarerindi skauta- og skíðamennsku. Hann hóf síðar rekstur íþróttavöruverslunar og gátu bæjarbúar þá loks eignast búnað til að renna sér yfir ís og hjarn. Mikill og góður skíðasnjór var í Reykjavík í ársbyrjun 1914 og lögðu skíðaáhugamennirnir leið sína í Ártúnsbrekkuna hvenær sem færi gafst og það var einmitt í þeim ferðum sem ákveðið var að stofna Skíðafélag Reykjavíkur, sem formlega varð að veruleika þann 23. febrúar sama ár. Hið nýja félag stóð fyrir skíðaæfingum og mótum í Ártúnsbrekkunni næstu árin, þótt stundum vildi það gerast að allur snjór væri á bak og burt áður en kæmi að auglýstum keppnisdegi. Háskabrögð á skíðum Þessar fyrstu skíðakeppnir báru vott um frumleika og sumar keppnisgreinanna kæmu í dag spánskt fyrir sjónir. Þannig munu hafa verið auglýstar parakeppnir á skíðum, þar sem keppendur renndu sér niður brautina og héldust í hendur. Enn háskalegri var svo keppni í brekkuhlaupi þar sem skíðamaðurinn hélt á logandi kyndli! Þótt brekkan við Ártún sé snotur þá verður hún seint talin ógnarhá. Um leið og vegasamgöngur og aukin bílaeign gerðu skíðamönnum kleift að halda til hærri fjalla missti Ártúnsbrekkan sess sinn sem aðalskíðabraut Reykvíkinga. Þar voru þó áfram haldin ungmennamót og keppt í skíðastökki karla. Í dag eru það bara allra yngstu iðkendurnir sem leggja leið sína í Ártúnsbrekkuna á vetrum. Líkt og fyrir tæpri öld er þó snjóleysið oft vandamál í brekkunni. Æskilegt væri að hefja þar reglubundna snjóframleiðslu á vetrum og gera svæðið þannig úr garði að barnafjölskyldur í Reykjavík geti nýtt sér það sem allra stærstan hluta vetrarins. Til að svo megi verða þarf þó að ráðast í ýmsar framkvæmdir. Fyrsta skrefið væri líklega að ráðast í nákvæmar fornleifarannsóknir á vettvangi, enda má búast við því að ýmsar merkar minjar finnist í jörðu þar sem búið hefur verið á Ártúni allt frá miðöldum. Væri ekki tilvalið að stefna að því að fagna 100 ára afmæli Skíðafélagsins í Ártúnsbrekkunni í febrúar 2024 á nýuppgerðu svæði og hver veit nema hægt sé að finna einhvern ofurhuga til að renna sér niður hlíðina með kyndil í hönd? Höfundur er sagnfræðingur og frambjóðandi Vinstri grænna í komandi borgarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Skíðasvæði Stefán Pálsson Vinstri græn Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Það vekur oft furðu útlendinga hversu stutt saga skíðanotkunar er á Íslandi. Á meðan nágrannar okkar í Skandinavíu hafa um aldir rennt sér allra sinna ferða á skíðum voru slík farartæki sjaldséð á Íslandi og notkun þeirra lengst af nær einvörðungu á Norðurlandi. Sunnan heiða þekkti fólk skíði vart nema af afspurn og úr fornsögum. Í Reykjavík voru það einmitt Norðmenn sem kynntu skíðaíþróttina til sögunnar. Fyrsta tilraun til að stofna skíðafélag í bænum var árið 1907. Munu þar hafa haft frumkvæðið nokkrir Norðmenn búsettir í bænum og hugðust þeir renna sér í brekkunni austan við bæinn Ártún. Um svipað leyti vaknaði áhugi innfæddra á skíðamennsku. Ungmennafélagshreyfingin hugðist taka íþróttina upp á sína arma, en þar á bæ þótti fólki óþarflega langt að halda alla leið austur yfir Elliðaár og var því reynt að ryðja skíðabraut í Öskjuhlíð. Í mörg sumur var unnið að brautarlagningunni en lítið varð úr skíðaiðkun. Frumkvöðull frá Noregi Það var því ekki fyrr en árið 1914 sem segja má að Reykvíkingar hafi byrjað að skíða fyrir alvöru. Sem fyrr þurfti norskt frumkvæði til. Kaupmaðurinn Laurenz H. Müller var nýfluttur til landsins og var óþreytandi við að bera út fagnaðarerindi skauta- og skíðamennsku. Hann hóf síðar rekstur íþróttavöruverslunar og gátu bæjarbúar þá loks eignast búnað til að renna sér yfir ís og hjarn. Mikill og góður skíðasnjór var í Reykjavík í ársbyrjun 1914 og lögðu skíðaáhugamennirnir leið sína í Ártúnsbrekkuna hvenær sem færi gafst og það var einmitt í þeim ferðum sem ákveðið var að stofna Skíðafélag Reykjavíkur, sem formlega varð að veruleika þann 23. febrúar sama ár. Hið nýja félag stóð fyrir skíðaæfingum og mótum í Ártúnsbrekkunni næstu árin, þótt stundum vildi það gerast að allur snjór væri á bak og burt áður en kæmi að auglýstum keppnisdegi. Háskabrögð á skíðum Þessar fyrstu skíðakeppnir báru vott um frumleika og sumar keppnisgreinanna kæmu í dag spánskt fyrir sjónir. Þannig munu hafa verið auglýstar parakeppnir á skíðum, þar sem keppendur renndu sér niður brautina og héldust í hendur. Enn háskalegri var svo keppni í brekkuhlaupi þar sem skíðamaðurinn hélt á logandi kyndli! Þótt brekkan við Ártún sé snotur þá verður hún seint talin ógnarhá. Um leið og vegasamgöngur og aukin bílaeign gerðu skíðamönnum kleift að halda til hærri fjalla missti Ártúnsbrekkan sess sinn sem aðalskíðabraut Reykvíkinga. Þar voru þó áfram haldin ungmennamót og keppt í skíðastökki karla. Í dag eru það bara allra yngstu iðkendurnir sem leggja leið sína í Ártúnsbrekkuna á vetrum. Líkt og fyrir tæpri öld er þó snjóleysið oft vandamál í brekkunni. Æskilegt væri að hefja þar reglubundna snjóframleiðslu á vetrum og gera svæðið þannig úr garði að barnafjölskyldur í Reykjavík geti nýtt sér það sem allra stærstan hluta vetrarins. Til að svo megi verða þarf þó að ráðast í ýmsar framkvæmdir. Fyrsta skrefið væri líklega að ráðast í nákvæmar fornleifarannsóknir á vettvangi, enda má búast við því að ýmsar merkar minjar finnist í jörðu þar sem búið hefur verið á Ártúni allt frá miðöldum. Væri ekki tilvalið að stefna að því að fagna 100 ára afmæli Skíðafélagsins í Ártúnsbrekkunni í febrúar 2024 á nýuppgerðu svæði og hver veit nema hægt sé að finna einhvern ofurhuga til að renna sér niður hlíðina með kyndil í hönd? Höfundur er sagnfræðingur og frambjóðandi Vinstri grænna í komandi borgarstjórnarkosningum.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun