Handbolti

Haukar í basli með botn­liðið en sendu það niður um deild

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Darri Aronsson skoraði sex mörk í naumum sigri Hauka í kvöld.
Darri Aronsson skoraði sex mörk í naumum sigri Hauka í kvöld. vísir/bára

Topplið Olís-deildar karla í handbolta, Haukar, mörðu botnlið Víkings 28-26 í leik liðanna í kvöld. Úrslitin þýða að Víkingar eru fallnir úr deildinni líkt og HK sem féll einnig eftir tap í kvöld.

Eftir jafnan upphafskafla breyttu Haukar stöðunni í 12-6 og virtust ætla að vinna öruggan sigur. Allt kom fyrir ekki og munurinn var fjögur mörk í hálfleik, 13-9. Í síðari hálfleik bættu Víkingar í og munurinn var aðeins eitt mark um miðjan síðari hálfleik.

Á endanum marði toppliðið sigur, 28-26, og sendi Víking þar með niður um deild. Haukar nú með 29 stig á toppi deildarinnar á meðan Víkingur er aðeins með þrjú.

Darri Aronsson var markahæstur í liði Hauka með sex mörk á meðan Arnar Gauti Grettisson, Jóhann Reynir Gunnlaugsson, Styrmir Sigurðarson og Jóhannes Berg Andrason skoruðu fjögur mörk hver í liði Víkings.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×