Benedikt: Liðin tíð að eltast við auðveldari viðureign í úrslitakeppnini Atli Arason skrifar 21. mars 2022 23:30 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, gat ekki annað en verið ánægður með 33 stiga sigur á Vestra í kvöld, 82-115. Benedikt hafði áður kallað eftir því að hans menn myndu svara fyrir stórt tap liðsins gegn KR í síðasta leik. „Þetta var nauðsynleg fyrir okkur sjálfa, fyrir sálartetrið okkar. Menn voru virkilega einbeittir og klárir í þetta og vildu gera töluvert betur heldur en síðast. Vestri var að mæta okkur á vondum tímapunkti,“ sagði Benedikt Guðmundsson í viðtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Njarðvík sótti þennan sigur á erfiðum útivelli fyrir Vestan, þrátt fyrir að tvo lykilleikmenn vantaði í liðið. „Þó það hafi vantað tvo byrjunarliðsmenn, Hauk Helga og Veigar Pál, þá ætluðu menn sér sigur í þessum leik og allir voru klárir í það.“ Haukur Helgi meiddist í baki í leik Njarðvíkur gegn Breiðablik þann 3. mars en þau meiðsli urðu verri í leiknum gegn KR síðasta mánudag og verður hann frá keppni í einhvern tíma. „Hann er í meðferð og það er ekki kominn nein dagsetning á endurkomu hans. Ég vildi óska þess að ég vissi það því mér vantar sjálfum að vita hvenær hann getur komið aftur,“ svaraði Benedikt aðspurður út í meiðsli Hauks. Meiðsli Hauks koma á erfiðum tímapunkti þar sem framundan eru 3 leikir á næstu 10 dögum hjá Njarðvík. Stjarnan verður í heimsókn á föstudaginn áður en Njarðvíkingar heimsækja ÍR í Breiðholtinu á sunnudag. Lokaleikur deildarkeppninnar er svo stórleikur Njarðvíkur og Keflavíkur þann 31. mars. „Það eru eintómir hörkuleikir framundan. Ég er ekki kominn með hugann lengra en bara næsta leik sem er við Stjörnuna á föstudaginn. Þar fáum við bikarmeistarana í heimsókn og það er frábært lið sem við mætum sem er búið að vera í mikilli uppsveiflu undanfarið. Við förum bara að einbeita okkur að þeim núna en það mun vera verðugt verkefni.“ Njarðvík er einungis tveimur stigum frá toppliði Þórs. Það stefnir í tveggja hesta kapphlaup um deildarmeistaratitilinn en Benedikt er þó ekki með hugan fastann við efsta sætið. Að hans mati skiptir það ekki eins miklu máli á þessu tímabili, eins og áður, hvar liðinn í efstu átta sætunum enda þar sem liðin eru öll svo jöfn. „Við getum farið ofar og við getum líka dottið neðar. Við þurfum bæði að horfa upp fyrir okkur og niður. Við verðum bara að einbeita okkur að okkur og svo kemur bara í ljós hvar við endum í röðinni. Það er ekki eitthvað sem skiptir öllu máli, allar rimmur í 8-liða úrslitum verða 50/50 leikir, það er svo mikið af sterkum liðum.“ „Hérna áður fyrr voru menn að einbeita sér að því að enda ofarlega til að fá auðveldari viðureign í 8-liða úrslitum en það er bara liðin tíð. Núna er allt bara stál í stál. Við þurfum bara að passa okkur að vera á góðum stað og spila vel þegar það kemur að úrslitakeppninni,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur. UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
„Þetta var nauðsynleg fyrir okkur sjálfa, fyrir sálartetrið okkar. Menn voru virkilega einbeittir og klárir í þetta og vildu gera töluvert betur heldur en síðast. Vestri var að mæta okkur á vondum tímapunkti,“ sagði Benedikt Guðmundsson í viðtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Njarðvík sótti þennan sigur á erfiðum útivelli fyrir Vestan, þrátt fyrir að tvo lykilleikmenn vantaði í liðið. „Þó það hafi vantað tvo byrjunarliðsmenn, Hauk Helga og Veigar Pál, þá ætluðu menn sér sigur í þessum leik og allir voru klárir í það.“ Haukur Helgi meiddist í baki í leik Njarðvíkur gegn Breiðablik þann 3. mars en þau meiðsli urðu verri í leiknum gegn KR síðasta mánudag og verður hann frá keppni í einhvern tíma. „Hann er í meðferð og það er ekki kominn nein dagsetning á endurkomu hans. Ég vildi óska þess að ég vissi það því mér vantar sjálfum að vita hvenær hann getur komið aftur,“ svaraði Benedikt aðspurður út í meiðsli Hauks. Meiðsli Hauks koma á erfiðum tímapunkti þar sem framundan eru 3 leikir á næstu 10 dögum hjá Njarðvík. Stjarnan verður í heimsókn á föstudaginn áður en Njarðvíkingar heimsækja ÍR í Breiðholtinu á sunnudag. Lokaleikur deildarkeppninnar er svo stórleikur Njarðvíkur og Keflavíkur þann 31. mars. „Það eru eintómir hörkuleikir framundan. Ég er ekki kominn með hugann lengra en bara næsta leik sem er við Stjörnuna á föstudaginn. Þar fáum við bikarmeistarana í heimsókn og það er frábært lið sem við mætum sem er búið að vera í mikilli uppsveiflu undanfarið. Við förum bara að einbeita okkur að þeim núna en það mun vera verðugt verkefni.“ Njarðvík er einungis tveimur stigum frá toppliði Þórs. Það stefnir í tveggja hesta kapphlaup um deildarmeistaratitilinn en Benedikt er þó ekki með hugan fastann við efsta sætið. Að hans mati skiptir það ekki eins miklu máli á þessu tímabili, eins og áður, hvar liðinn í efstu átta sætunum enda þar sem liðin eru öll svo jöfn. „Við getum farið ofar og við getum líka dottið neðar. Við þurfum bæði að horfa upp fyrir okkur og niður. Við verðum bara að einbeita okkur að okkur og svo kemur bara í ljós hvar við endum í röðinni. Það er ekki eitthvað sem skiptir öllu máli, allar rimmur í 8-liða úrslitum verða 50/50 leikir, það er svo mikið af sterkum liðum.“ „Hérna áður fyrr voru menn að einbeita sér að því að enda ofarlega til að fá auðveldari viðureign í 8-liða úrslitum en það er bara liðin tíð. Núna er allt bara stál í stál. Við þurfum bara að passa okkur að vera á góðum stað og spila vel þegar það kemur að úrslitakeppninni,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur.
UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti