Benedikt: Liðin tíð að eltast við auðveldari viðureign í úrslitakeppnini Atli Arason skrifar 21. mars 2022 23:30 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, gat ekki annað en verið ánægður með 33 stiga sigur á Vestra í kvöld, 82-115. Benedikt hafði áður kallað eftir því að hans menn myndu svara fyrir stórt tap liðsins gegn KR í síðasta leik. „Þetta var nauðsynleg fyrir okkur sjálfa, fyrir sálartetrið okkar. Menn voru virkilega einbeittir og klárir í þetta og vildu gera töluvert betur heldur en síðast. Vestri var að mæta okkur á vondum tímapunkti,“ sagði Benedikt Guðmundsson í viðtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Njarðvík sótti þennan sigur á erfiðum útivelli fyrir Vestan, þrátt fyrir að tvo lykilleikmenn vantaði í liðið. „Þó það hafi vantað tvo byrjunarliðsmenn, Hauk Helga og Veigar Pál, þá ætluðu menn sér sigur í þessum leik og allir voru klárir í það.“ Haukur Helgi meiddist í baki í leik Njarðvíkur gegn Breiðablik þann 3. mars en þau meiðsli urðu verri í leiknum gegn KR síðasta mánudag og verður hann frá keppni í einhvern tíma. „Hann er í meðferð og það er ekki kominn nein dagsetning á endurkomu hans. Ég vildi óska þess að ég vissi það því mér vantar sjálfum að vita hvenær hann getur komið aftur,“ svaraði Benedikt aðspurður út í meiðsli Hauks. Meiðsli Hauks koma á erfiðum tímapunkti þar sem framundan eru 3 leikir á næstu 10 dögum hjá Njarðvík. Stjarnan verður í heimsókn á föstudaginn áður en Njarðvíkingar heimsækja ÍR í Breiðholtinu á sunnudag. Lokaleikur deildarkeppninnar er svo stórleikur Njarðvíkur og Keflavíkur þann 31. mars. „Það eru eintómir hörkuleikir framundan. Ég er ekki kominn með hugann lengra en bara næsta leik sem er við Stjörnuna á föstudaginn. Þar fáum við bikarmeistarana í heimsókn og það er frábært lið sem við mætum sem er búið að vera í mikilli uppsveiflu undanfarið. Við förum bara að einbeita okkur að þeim núna en það mun vera verðugt verkefni.“ Njarðvík er einungis tveimur stigum frá toppliði Þórs. Það stefnir í tveggja hesta kapphlaup um deildarmeistaratitilinn en Benedikt er þó ekki með hugan fastann við efsta sætið. Að hans mati skiptir það ekki eins miklu máli á þessu tímabili, eins og áður, hvar liðinn í efstu átta sætunum enda þar sem liðin eru öll svo jöfn. „Við getum farið ofar og við getum líka dottið neðar. Við þurfum bæði að horfa upp fyrir okkur og niður. Við verðum bara að einbeita okkur að okkur og svo kemur bara í ljós hvar við endum í röðinni. Það er ekki eitthvað sem skiptir öllu máli, allar rimmur í 8-liða úrslitum verða 50/50 leikir, það er svo mikið af sterkum liðum.“ „Hérna áður fyrr voru menn að einbeita sér að því að enda ofarlega til að fá auðveldari viðureign í 8-liða úrslitum en það er bara liðin tíð. Núna er allt bara stál í stál. Við þurfum bara að passa okkur að vera á góðum stað og spila vel þegar það kemur að úrslitakeppninni,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur. UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira
„Þetta var nauðsynleg fyrir okkur sjálfa, fyrir sálartetrið okkar. Menn voru virkilega einbeittir og klárir í þetta og vildu gera töluvert betur heldur en síðast. Vestri var að mæta okkur á vondum tímapunkti,“ sagði Benedikt Guðmundsson í viðtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Njarðvík sótti þennan sigur á erfiðum útivelli fyrir Vestan, þrátt fyrir að tvo lykilleikmenn vantaði í liðið. „Þó það hafi vantað tvo byrjunarliðsmenn, Hauk Helga og Veigar Pál, þá ætluðu menn sér sigur í þessum leik og allir voru klárir í það.“ Haukur Helgi meiddist í baki í leik Njarðvíkur gegn Breiðablik þann 3. mars en þau meiðsli urðu verri í leiknum gegn KR síðasta mánudag og verður hann frá keppni í einhvern tíma. „Hann er í meðferð og það er ekki kominn nein dagsetning á endurkomu hans. Ég vildi óska þess að ég vissi það því mér vantar sjálfum að vita hvenær hann getur komið aftur,“ svaraði Benedikt aðspurður út í meiðsli Hauks. Meiðsli Hauks koma á erfiðum tímapunkti þar sem framundan eru 3 leikir á næstu 10 dögum hjá Njarðvík. Stjarnan verður í heimsókn á föstudaginn áður en Njarðvíkingar heimsækja ÍR í Breiðholtinu á sunnudag. Lokaleikur deildarkeppninnar er svo stórleikur Njarðvíkur og Keflavíkur þann 31. mars. „Það eru eintómir hörkuleikir framundan. Ég er ekki kominn með hugann lengra en bara næsta leik sem er við Stjörnuna á föstudaginn. Þar fáum við bikarmeistarana í heimsókn og það er frábært lið sem við mætum sem er búið að vera í mikilli uppsveiflu undanfarið. Við förum bara að einbeita okkur að þeim núna en það mun vera verðugt verkefni.“ Njarðvík er einungis tveimur stigum frá toppliði Þórs. Það stefnir í tveggja hesta kapphlaup um deildarmeistaratitilinn en Benedikt er þó ekki með hugan fastann við efsta sætið. Að hans mati skiptir það ekki eins miklu máli á þessu tímabili, eins og áður, hvar liðinn í efstu átta sætunum enda þar sem liðin eru öll svo jöfn. „Við getum farið ofar og við getum líka dottið neðar. Við þurfum bæði að horfa upp fyrir okkur og niður. Við verðum bara að einbeita okkur að okkur og svo kemur bara í ljós hvar við endum í röðinni. Það er ekki eitthvað sem skiptir öllu máli, allar rimmur í 8-liða úrslitum verða 50/50 leikir, það er svo mikið af sterkum liðum.“ „Hérna áður fyrr voru menn að einbeita sér að því að enda ofarlega til að fá auðveldari viðureign í 8-liða úrslitum en það er bara liðin tíð. Núna er allt bara stál í stál. Við þurfum bara að passa okkur að vera á góðum stað og spila vel þegar það kemur að úrslitakeppninni,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur.
UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira