Grunnvatn – hin falda auðlind Jórunn Harðardóttir skrifar 22. mars 2022 07:00 Í dag 22. mars halda Sameinuðu þjóðirnar upp á alþjóðlegan dag vatnsins þrítugasta árið í röð. Meginmarkmið dagsins er að hvetja alþjóðasamfélagið til að beina sjónum sínum að heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna nr. 6, þ.e. að tryggja hreint vatn og hreinlætisaðstöðu fyrir alla jarðarbúa fyrir árið 2030. Í ár beinist athyglin að grunnvatni, sem er aðalundirstaða drykkjarvatns á jörðinni auk þess sem það er notað í matvælaframleiðslu, iðnaði og uppbyggingu hreinlætisaðstöðu um heim allan. Eru þetta sjálfsögð gæði sem við getum gengið að sem vísu? Er alltaf nóg, sama hvað af er tekið, og er í öllum tilfellum á vísan að róa með gæði vatnsins? Ein af mikilvægari auðlindum Íslands er sá fjársjóður sem býr í heitu og köldu grunnvatni. Gæði vatnsins eru forsenda heilbrigðs lífs, bætir aðstæður og líðan og er undirstaða mikilvægra framleiðsluferla hér á landi. Grunnvatn er sömuleiðis undirstaða heilbrigðra vistkerfa s.s. vatnsfalla og votlendis og ofnotkun þess eða álag getur haft í för með sér ófyrirséðar afleiðingar. Grunnvatn er því mikilvæg auðlind hér á landi og nauðsynlegt að tryggja gæði þess og aðgengi. Á Íslandi er talið að um 20% af afrennsli landsins, eða 1000 m3/s, renni fram sem grunnvatn. Hér eins og annars staðar í heiminum er grunnvatn langstærstur hluti neysluvatns og er að auki einn af grunnþáttum stöðugleika í orkuframleiðslu margra vatnsaflsvirkjana. Gott vatn í nægilegu magni er ekki sjálfsagt. Aðeins í fyrrasumar léku þurrkar bændu illa á Norður- og Austurlandi. Þekkt eru hér á landi mun fleiri tilfelli þar sem vatn hefur haft veruleg áhrif á lífsgæði okkar en menn gera sér grein fyrir allt fram á daginn í dag. Í nóvember 1906 kom upp taugaveiki í Reykjavík og varð að faraldri á skömmum tíma. Í kjölfarið var lögð mikil áhersla á því að bæta neysluvatn Reykvíkinga og fljótlega var lagst í gerð vatnsveitu. Í dag er 95% af neysluvatni okkar grunnvatn og yfirleitt dreift til notenda án sérstakrar meðhöndlunar eða hreinsunar. Hér á landi hefur lengi vel verið horft til grunnvatns sem ótakmarkaðrar auðlindar og hafa Íslendingar löngum verið stoltir af hinu hreina vatni sem vellur fram í uppsprettum á hálendisbrúninni sem og úr krönunum heima við. Er þá ótalið heita grunnvatnið sem notað hefur verið til hitaveitu um land allt. En er grunnvatnið í raun ótakmarkað og jafn hreint og tært og ímynd þess segir til um? Hvert er raunverulegt álag á grunnvatn? Hversu mikið vitum við í raun um þessa földu auðlind? Álag á vatn er margskonar og er skilgreint í lögum um stjórn vatnamála sem allt sem hefur áhrif á ástand og aðgengi vatns. Í þessu sambandi má nefna álag vegna mengunar, nýtingar og breytinga á aðstæðum vegna framkvæmda. Mikil vatnstaka getur breytt náttúrulegri grunnvatnsstöðu sem getur rýrt gæði vatnsins, t.d. orsakað það að sjór eða mengun fari inn í grunnvatnið. Einnig getur magn vatns verið takmarkandi fyrir þá notkun sem áætluð er. Þetta á einkum við þar sem vatnstaka er mikil s.s. í grennd við höfuðborgarsvæðið en einnig þar sem veitirinn er viðkvæmur fyrir röskun, eins og t.d. víða á Reykjanesskaganum þar sem ferskvatnið liggur sem linsa ofan á sjó. Með meiri umsvifum í vatnsfrekum iðnaði, t.d. fiskeldi, ylrækt og annarri matvælaframleiðslu er ljóst að álag á magnstöðu grunnvatns fer sífellt vaxandi. Sömuleiðis eykst hættan á mengun grunnvatns með útbreiðslu byggðar inn á landsvæði nálægt stórum grunnvatnsstraumum, auknum ferðalögum inn á viðkvæm grunnvatnssvæði sem áður voru utan alfaraleiðar og vatnstöku, og/eða -breytinga tengdum vatnsafls- og jarðhitavirkjunum. Þá er ónefnd ógnin sem getur stafað af breyttu veðurfari með hærri tíðni aftakaúrkomu og þurrkatímabila sem hefur þegar sýnt sig að getur haft veruleg áhrif á bæði mengun og magnstöðu grunnvatns. En hvaða gögn höfum við í höndunum til að stýra álagi á grunnvatn? Umsóknum um leyfi vegna vatnstöku fjölgar frá ári til árs samtímis og mælingum sem gefa upplýsingar um mengun og magn grunnvatnsauðlindarinnar fækkar jafnt og þétt. Verulegt fjármagn vantar til að gera heildrænt mat á grunnvatnsauðlindinni, og til að meta breytingar á grunnvatni í tíma og rúmi, bæði vegna nýtingar og náttúrulegra breytinga. Á sama tíma eru sífellt gerðar meiri kröfur um sjálfbærni vatnstöku sem og vottun og upprunamerkingu. Á degi vatnsins hvetur Íslenska vatnafræðinefndin til umræðu um þessa mikilvægu auðlind Íslendinga og áréttar að horfa þurfi til framtíðar í skipulagi og nýtingu til að hægt verði að tryggja gæði og aðgengi að þessari mikilvægu en földu auðlind til framtíðar. Gæði hennar eru ekki sjálfgefin. Íslenska vatnafræðinefndin fer með alþjóðasamstarf á sviði vatnafræði innan vébanda UNESCO og er skipuð fulltrúum frá helstu stofnunum og hagaðilum sem tengjast vatni á einn eða annan hátt, þ.e., Hafrannsóknastofnun, Háskóla Íslands, Íslenska vatnafræðifélaginu, Landsvirkjun, Orkustofnun, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Umhverfisstofnun, og Veðurstofu Íslands. Fyrir hönd Íslensku vatnafræðinefndarinnar, Jórunn Harðardóttir Höfundur er formaður Íslensku vatnafræðinefndarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í dag 22. mars halda Sameinuðu þjóðirnar upp á alþjóðlegan dag vatnsins þrítugasta árið í röð. Meginmarkmið dagsins er að hvetja alþjóðasamfélagið til að beina sjónum sínum að heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna nr. 6, þ.e. að tryggja hreint vatn og hreinlætisaðstöðu fyrir alla jarðarbúa fyrir árið 2030. Í ár beinist athyglin að grunnvatni, sem er aðalundirstaða drykkjarvatns á jörðinni auk þess sem það er notað í matvælaframleiðslu, iðnaði og uppbyggingu hreinlætisaðstöðu um heim allan. Eru þetta sjálfsögð gæði sem við getum gengið að sem vísu? Er alltaf nóg, sama hvað af er tekið, og er í öllum tilfellum á vísan að róa með gæði vatnsins? Ein af mikilvægari auðlindum Íslands er sá fjársjóður sem býr í heitu og köldu grunnvatni. Gæði vatnsins eru forsenda heilbrigðs lífs, bætir aðstæður og líðan og er undirstaða mikilvægra framleiðsluferla hér á landi. Grunnvatn er sömuleiðis undirstaða heilbrigðra vistkerfa s.s. vatnsfalla og votlendis og ofnotkun þess eða álag getur haft í för með sér ófyrirséðar afleiðingar. Grunnvatn er því mikilvæg auðlind hér á landi og nauðsynlegt að tryggja gæði þess og aðgengi. Á Íslandi er talið að um 20% af afrennsli landsins, eða 1000 m3/s, renni fram sem grunnvatn. Hér eins og annars staðar í heiminum er grunnvatn langstærstur hluti neysluvatns og er að auki einn af grunnþáttum stöðugleika í orkuframleiðslu margra vatnsaflsvirkjana. Gott vatn í nægilegu magni er ekki sjálfsagt. Aðeins í fyrrasumar léku þurrkar bændu illa á Norður- og Austurlandi. Þekkt eru hér á landi mun fleiri tilfelli þar sem vatn hefur haft veruleg áhrif á lífsgæði okkar en menn gera sér grein fyrir allt fram á daginn í dag. Í nóvember 1906 kom upp taugaveiki í Reykjavík og varð að faraldri á skömmum tíma. Í kjölfarið var lögð mikil áhersla á því að bæta neysluvatn Reykvíkinga og fljótlega var lagst í gerð vatnsveitu. Í dag er 95% af neysluvatni okkar grunnvatn og yfirleitt dreift til notenda án sérstakrar meðhöndlunar eða hreinsunar. Hér á landi hefur lengi vel verið horft til grunnvatns sem ótakmarkaðrar auðlindar og hafa Íslendingar löngum verið stoltir af hinu hreina vatni sem vellur fram í uppsprettum á hálendisbrúninni sem og úr krönunum heima við. Er þá ótalið heita grunnvatnið sem notað hefur verið til hitaveitu um land allt. En er grunnvatnið í raun ótakmarkað og jafn hreint og tært og ímynd þess segir til um? Hvert er raunverulegt álag á grunnvatn? Hversu mikið vitum við í raun um þessa földu auðlind? Álag á vatn er margskonar og er skilgreint í lögum um stjórn vatnamála sem allt sem hefur áhrif á ástand og aðgengi vatns. Í þessu sambandi má nefna álag vegna mengunar, nýtingar og breytinga á aðstæðum vegna framkvæmda. Mikil vatnstaka getur breytt náttúrulegri grunnvatnsstöðu sem getur rýrt gæði vatnsins, t.d. orsakað það að sjór eða mengun fari inn í grunnvatnið. Einnig getur magn vatns verið takmarkandi fyrir þá notkun sem áætluð er. Þetta á einkum við þar sem vatnstaka er mikil s.s. í grennd við höfuðborgarsvæðið en einnig þar sem veitirinn er viðkvæmur fyrir röskun, eins og t.d. víða á Reykjanesskaganum þar sem ferskvatnið liggur sem linsa ofan á sjó. Með meiri umsvifum í vatnsfrekum iðnaði, t.d. fiskeldi, ylrækt og annarri matvælaframleiðslu er ljóst að álag á magnstöðu grunnvatns fer sífellt vaxandi. Sömuleiðis eykst hættan á mengun grunnvatns með útbreiðslu byggðar inn á landsvæði nálægt stórum grunnvatnsstraumum, auknum ferðalögum inn á viðkvæm grunnvatnssvæði sem áður voru utan alfaraleiðar og vatnstöku, og/eða -breytinga tengdum vatnsafls- og jarðhitavirkjunum. Þá er ónefnd ógnin sem getur stafað af breyttu veðurfari með hærri tíðni aftakaúrkomu og þurrkatímabila sem hefur þegar sýnt sig að getur haft veruleg áhrif á bæði mengun og magnstöðu grunnvatns. En hvaða gögn höfum við í höndunum til að stýra álagi á grunnvatn? Umsóknum um leyfi vegna vatnstöku fjölgar frá ári til árs samtímis og mælingum sem gefa upplýsingar um mengun og magn grunnvatnsauðlindarinnar fækkar jafnt og þétt. Verulegt fjármagn vantar til að gera heildrænt mat á grunnvatnsauðlindinni, og til að meta breytingar á grunnvatni í tíma og rúmi, bæði vegna nýtingar og náttúrulegra breytinga. Á sama tíma eru sífellt gerðar meiri kröfur um sjálfbærni vatnstöku sem og vottun og upprunamerkingu. Á degi vatnsins hvetur Íslenska vatnafræðinefndin til umræðu um þessa mikilvægu auðlind Íslendinga og áréttar að horfa þurfi til framtíðar í skipulagi og nýtingu til að hægt verði að tryggja gæði og aðgengi að þessari mikilvægu en földu auðlind til framtíðar. Gæði hennar eru ekki sjálfgefin. Íslenska vatnafræðinefndin fer með alþjóðasamstarf á sviði vatnafræði innan vébanda UNESCO og er skipuð fulltrúum frá helstu stofnunum og hagaðilum sem tengjast vatni á einn eða annan hátt, þ.e., Hafrannsóknastofnun, Háskóla Íslands, Íslenska vatnafræðifélaginu, Landsvirkjun, Orkustofnun, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Umhverfisstofnun, og Veðurstofu Íslands. Fyrir hönd Íslensku vatnafræðinefndarinnar, Jórunn Harðardóttir Höfundur er formaður Íslensku vatnafræðinefndarinnar.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun