Konungur meistaranna Hrafnkell Karlsson skrifar 21. mars 2022 14:01 Í dag er stórhátíðardagur allra tónlistarmanna. Jóhann Sebastían Bach fæddist á þessum degi 21. mars í litlu smáþorpi í Þýskalandi, Eisenach, árið 1685 sem gerir meistarann 337 ára gamlan í dag. Að mínu mati hefur ekkert tónskáld haft eins mikil áhrif á þróun tónlistarinnar og meistarinn Bach. Á hverju ári eru spilaðar passíur skáldsins í kringum páska, flest allir tónlistarnemendur í hinum vestræna heimi byrja tónlistarnám sitt með að spila verk Bachs til að leggja góðan grunn að námi sínu og kunnáttu en hver var maðurinn Bach? Ég hef alltaf haft áhuga að kynna mér ævi tónskáldana sem ég spila eftir og miðað við að Bach hefur verið kjarninn á öllum mínum hljóðfærum, sellóið með svíturnar sínar, píanóið með vel stillta píanóið og tilbrigði sín og orgelið með þau hundruði verka sem Bach samdi fyrir en hann sjálfur var organisti alla sína ævi ásamt að semja helstu tónlistarperlur heimsins þá fannst mérmer tilvalið að kynna mér betur ævi Bachs. Mér finnst skemmtilegast að lesa um æsku Bachs. Hann ólst ekki upp spilandi fyrir keisurum og páfum eins og Mozart. Bach ólst upp við mjög erfiðar aðstæður í mjög slæmum félagsskap. Það eru heimildir sem benda til að grunnskólinn sem Bach stundaði nám var mjög slæmur. Það var mikið um einelti, tal um sadíska kennara sem lögðu nemendur sína í einelti og gerði óhugsanlega hluti við nemendur sína. Bach sjálfur skrópaði 258 sinnum yfir þriggja ára tímabil þegar hann var ungur strákur. Líklegustu ástæður var örugglega vegna þess að foreldrar þorðu ekki að senda krakka sína í þennan skóla vegna sögusagna um hvað gerðist þar, ekki vegna veikinda eða fyrir Bach að hjálpa með fjölskyldureksturinn sem var auðvitað tónlistin. Það hafði án efa mikil mótandi áhrif á ungan Bach þegar hann missti báða foreldra sína sem unglingur og þurfti hann þá að fara í fjölskyldureksturinn sem var tónlist. Í Bach fjölskyldunni voru fleiri tónskáld og tónlistarfólk sem tók virkan þátt í tónlistarlífinu í Þýskalandi áður en okkar Bach kemur til sögu. Bach fluttist til stóra bróður sinns, Jóhann Kristoff Bach, í Lüneburg til að mennta sig enn frekar í tónlist. Seinna myndi Bach snúa aftur síns heimafylkis og byrja feril sinn sem tónlistarmaður í kirkjum og eins og maður slettir á ensku “the rest is history”. Bach sýnir að þótt að einhver ólst upp við mjög erfiðar aðstæður og fór í gegnum mikinn missi sem hefur án efa haft mikil áhrif á hann þá stoppaði hann ekki til að semja og flytja sína tónlist sem myndi vera þekkt víða meðan hann lifði og svo um allan heim eftir hans daga. Ég mæli með að allir elskendur tónlistar nýti sér daginn í dag til að kynna sér ævi Bachs, hlusta á uppáhalds verk sín með honum og flytja verk hans á fæðingardegi konung meistaranna, Jóhanns Sebastíans Bachs, megi hann lengi lifa Höfundur er organisti Árbæjarkirkju og þjónn tónlistarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Tímamót Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Í dag er stórhátíðardagur allra tónlistarmanna. Jóhann Sebastían Bach fæddist á þessum degi 21. mars í litlu smáþorpi í Þýskalandi, Eisenach, árið 1685 sem gerir meistarann 337 ára gamlan í dag. Að mínu mati hefur ekkert tónskáld haft eins mikil áhrif á þróun tónlistarinnar og meistarinn Bach. Á hverju ári eru spilaðar passíur skáldsins í kringum páska, flest allir tónlistarnemendur í hinum vestræna heimi byrja tónlistarnám sitt með að spila verk Bachs til að leggja góðan grunn að námi sínu og kunnáttu en hver var maðurinn Bach? Ég hef alltaf haft áhuga að kynna mér ævi tónskáldana sem ég spila eftir og miðað við að Bach hefur verið kjarninn á öllum mínum hljóðfærum, sellóið með svíturnar sínar, píanóið með vel stillta píanóið og tilbrigði sín og orgelið með þau hundruði verka sem Bach samdi fyrir en hann sjálfur var organisti alla sína ævi ásamt að semja helstu tónlistarperlur heimsins þá fannst mérmer tilvalið að kynna mér betur ævi Bachs. Mér finnst skemmtilegast að lesa um æsku Bachs. Hann ólst ekki upp spilandi fyrir keisurum og páfum eins og Mozart. Bach ólst upp við mjög erfiðar aðstæður í mjög slæmum félagsskap. Það eru heimildir sem benda til að grunnskólinn sem Bach stundaði nám var mjög slæmur. Það var mikið um einelti, tal um sadíska kennara sem lögðu nemendur sína í einelti og gerði óhugsanlega hluti við nemendur sína. Bach sjálfur skrópaði 258 sinnum yfir þriggja ára tímabil þegar hann var ungur strákur. Líklegustu ástæður var örugglega vegna þess að foreldrar þorðu ekki að senda krakka sína í þennan skóla vegna sögusagna um hvað gerðist þar, ekki vegna veikinda eða fyrir Bach að hjálpa með fjölskyldureksturinn sem var auðvitað tónlistin. Það hafði án efa mikil mótandi áhrif á ungan Bach þegar hann missti báða foreldra sína sem unglingur og þurfti hann þá að fara í fjölskyldureksturinn sem var tónlist. Í Bach fjölskyldunni voru fleiri tónskáld og tónlistarfólk sem tók virkan þátt í tónlistarlífinu í Þýskalandi áður en okkar Bach kemur til sögu. Bach fluttist til stóra bróður sinns, Jóhann Kristoff Bach, í Lüneburg til að mennta sig enn frekar í tónlist. Seinna myndi Bach snúa aftur síns heimafylkis og byrja feril sinn sem tónlistarmaður í kirkjum og eins og maður slettir á ensku “the rest is history”. Bach sýnir að þótt að einhver ólst upp við mjög erfiðar aðstæður og fór í gegnum mikinn missi sem hefur án efa haft mikil áhrif á hann þá stoppaði hann ekki til að semja og flytja sína tónlist sem myndi vera þekkt víða meðan hann lifði og svo um allan heim eftir hans daga. Ég mæli með að allir elskendur tónlistar nýti sér daginn í dag til að kynna sér ævi Bachs, hlusta á uppáhalds verk sín með honum og flytja verk hans á fæðingardegi konung meistaranna, Jóhanns Sebastíans Bachs, megi hann lengi lifa Höfundur er organisti Árbæjarkirkju og þjónn tónlistarinnar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar