Formúla 1

Leclerc á rá­spól í fyrstu keppni ársins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Max Verstappen og Charles Leclerc voru fyrstir í tímatökunni í dag.
Max Verstappen og Charles Leclerc voru fyrstir í tímatökunni í dag. Twitter@F1

Charles Leclerc á Ferrari hafði betur gegn Max Verstappen í tímatökunni fyrir fyrsta Formúlu 1 kappakstur ársins. Lewis Hamilton var nokkuð sáttur með tímatökuna eftir erfitt undirbúningstímabil þrátt fyrir að vera ekki meðal þriggja fremstu.

Verstappen er ríkjandi heimsmeistari eftir mjög dramatískan lokadag Formúlu 1 kappakstursins sá síðasta keppnistímabili. Hann kom í mark aðeins 0,123 sekúndu á eftir Leclert í tímatökunni.

Carlos Sainz, einnig á Ferrari var þriðji og Sergio Pérez – Red Bull – kom þar á eftir. Lewis Hamilton var svo fimmti.

„Ég er mjög ánægður með daginn í dag miðað við hvar við höfum verið undanfarnar vikur. Það hafa verið ýmis vandræði með bílinn, það hefur verið hálfgerð martröð að keyra hann,“ sagði Hamilton í viðtali eftir akstur dagsins.

Formúla 1 fer aftur af stað á morgun, sunnudaginn 20. mars, og má reikna með hörkutímabili eftir dramatíkina á síðasta ári. Keppnin á morgun fer fram í Barein í Mið-Austurlöndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×