Alda stefnufestu Ísak Rúnarsson skrifar 18. mars 2022 13:31 „Ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn, af því að við ætlum að vera leiðandi forystuafl, að við látum ekki aðra flokka móta okkar stefnu. Við ætlum að leiða og svo ætlum við að leyfa þeim sem vilja vinna með okkur, þegar að línur skýrast og við sjáum betur hvar sameiginlegir fletir eru að þá förum við af stað með gott samstarf í huga,“ sagði Alda María Vilhjálmsdóttir frambjóðandi í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í Dagmálum nú í vikunni. Þetta eru orð að sönnu og ættu að vera einkunnarorð Sjálfstæðismanna um land allt. Raunar hafa þau verið einkunnarorð flokksins flesta hans lífdaga, enda hefur flokkurinn tekist á við það hlutverk að leiða íslenskt samfélag áfram í næstum 100 ár – og það býsna farsællega. Það að Sjálfstæðisflokkurinn sé þungamiðja íslenskra stjórnmála er ekki og hefur aldrei verið gefins. Staða hans kemur fyrst og fremst til af því að forystumenn flokksins hafa um nokkurra kynslóða tíð gengið fram með samblandi af stefnufestu og virðingu fyrir flokksfélögum og kjósendum. Flokkurinn hefur alla tíð verið fjöldaflokkur, sem lagt hefur sig í líma við að hlusta á flokksmenn og kjósendur sína og staðið þétt á bakvið prinsipp og grundvallarstefnumál. Svo þétt raunar að flestir aðrir stjórnmálaflokkar hafa meira og minna skilgreint stefnu sína og kosningaloforð sem andlag við Sjálfstæðisflokkinn. Uppi eru hugmyndir um að sveigja af þessari braut. Að Sjálfstæðisflokkurinn eigi í ríkari mæli að móta stefnu sína þannig að hún falli öðrum stjórnmálaflokkum í geð, svo hann fái að taka þátt í partýinu í ráðhúsinu. Það væru grundvallarmistök og uppgjöf gagnvart hlutverki Sjálfstæðisflokksins sem leiðandi stjórnmálaafl í landinu. Alda María Vilhjálmsdóttir veit hversu mikilvægt forystuhlutverk flokksins er og hún þekkir mikilvægi þess að koma heiðarlega fram við flokksmenn og kjósendur. „Það er gríðarlega mikilvægt að muna að við erum hér fyrst og fremst fyrir okkar kjósendur til þess að efna okkar loforð gagnvart þeim,“ sagði hún einnig í fyrrnefndum Dagmálaþætti. Alda María Vilhjálmsdóttir mun hvergi hvika frá grundvallarhugsjónum Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna styð ég hana til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Alda María mun ekki gefast upp, hún mun ekki láta deigan síga og hún hefur burði til þess að leiða lista Sjálfstæðisflokksins til sigurs í vor – á forsendum flokksins en ekki keppinautanna. Ég hvet alla til þess að setja Öldu Maríu Vilhjálmsdóttur í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Höfundur er meistaranemi við Harvard og Dartmouth háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Ísak Rúnarsson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
„Ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn, af því að við ætlum að vera leiðandi forystuafl, að við látum ekki aðra flokka móta okkar stefnu. Við ætlum að leiða og svo ætlum við að leyfa þeim sem vilja vinna með okkur, þegar að línur skýrast og við sjáum betur hvar sameiginlegir fletir eru að þá förum við af stað með gott samstarf í huga,“ sagði Alda María Vilhjálmsdóttir frambjóðandi í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í Dagmálum nú í vikunni. Þetta eru orð að sönnu og ættu að vera einkunnarorð Sjálfstæðismanna um land allt. Raunar hafa þau verið einkunnarorð flokksins flesta hans lífdaga, enda hefur flokkurinn tekist á við það hlutverk að leiða íslenskt samfélag áfram í næstum 100 ár – og það býsna farsællega. Það að Sjálfstæðisflokkurinn sé þungamiðja íslenskra stjórnmála er ekki og hefur aldrei verið gefins. Staða hans kemur fyrst og fremst til af því að forystumenn flokksins hafa um nokkurra kynslóða tíð gengið fram með samblandi af stefnufestu og virðingu fyrir flokksfélögum og kjósendum. Flokkurinn hefur alla tíð verið fjöldaflokkur, sem lagt hefur sig í líma við að hlusta á flokksmenn og kjósendur sína og staðið þétt á bakvið prinsipp og grundvallarstefnumál. Svo þétt raunar að flestir aðrir stjórnmálaflokkar hafa meira og minna skilgreint stefnu sína og kosningaloforð sem andlag við Sjálfstæðisflokkinn. Uppi eru hugmyndir um að sveigja af þessari braut. Að Sjálfstæðisflokkurinn eigi í ríkari mæli að móta stefnu sína þannig að hún falli öðrum stjórnmálaflokkum í geð, svo hann fái að taka þátt í partýinu í ráðhúsinu. Það væru grundvallarmistök og uppgjöf gagnvart hlutverki Sjálfstæðisflokksins sem leiðandi stjórnmálaafl í landinu. Alda María Vilhjálmsdóttir veit hversu mikilvægt forystuhlutverk flokksins er og hún þekkir mikilvægi þess að koma heiðarlega fram við flokksmenn og kjósendur. „Það er gríðarlega mikilvægt að muna að við erum hér fyrst og fremst fyrir okkar kjósendur til þess að efna okkar loforð gagnvart þeim,“ sagði hún einnig í fyrrnefndum Dagmálaþætti. Alda María Vilhjálmsdóttir mun hvergi hvika frá grundvallarhugsjónum Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna styð ég hana til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Alda María mun ekki gefast upp, hún mun ekki láta deigan síga og hún hefur burði til þess að leiða lista Sjálfstæðisflokksins til sigurs í vor – á forsendum flokksins en ekki keppinautanna. Ég hvet alla til þess að setja Öldu Maríu Vilhjálmsdóttur í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Höfundur er meistaranemi við Harvard og Dartmouth háskóla.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun