Börn á sakaskrá Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 17. mars 2022 11:30 Aukning í ofbeldisbrotum Ofbeldi hefur mikið verið í umræðunni og hefur verið rætt um börn og ungmenni sem að beita ofbeldi. Sumir hugsa kannski, þetta hefur alltaf verið svona það er engin breyting á ofbeldishegðun barna og ungmenna á Íslandi. Staðreyndin er þó sú að það er breyting. 170 börn grunuð um alvarlegt ofbeldi Árið 2012 voru 71 barn grunað um alvarlegt ofbeldisbrot en á síðasta ári um 170 börn. Það er 140% aukning barna sem að eru grunuð eru um alvarleg ofbeldisbrot. Brotunum hefur einnig fjölgað til muna frá 78 brotum til 219 á níu árum. Það er 180% fjölgun ofbeldisbrota hjá börnum. Ofbeldisbrotum í samfélaginu hafa aukist um 63% á síðustu níu árum. Ofbeldi er að aukast á Íslandi. Er verið að einblína á að aðstoða þessi börn eða refsa þeim? 90 börn á sakaskrá Árið 2021 voru 90 börn 17 ára og yngri á sakaskrá lögreglu. Sakaskrá, hvað þýðir það fyrir barn að vera á sakaskrá? Hverju er verið að reyna að ná fram með því að setja börn á sakaskrá. Hvað gerist? Hætta þessi börn að brjóta lög? Nei ekki ef að skoðað er hversu margir eru grunaðir um ofbeldisbrot síðasta ár miðað við brotin sem eru mun fleiri. Skömm og vonleysi Börnum á sakaskrá líður oft eins og þau hafi brugðist fjölskyldum sínum og geti ekki sótt til dæmis um atvinnu yfir sumarið eða með skóla. Þeim líður líka oft eins og þau hafi ekki sömu tækifæri og önnur börn vegna þess að þau eru komin á sakaskrá. Hvaða skilaboð erum við sem samfélag að senda þessum börnum? Að börnin sé nú komin formlega á skrá sem hvað þá, sem glæpamenn? Þegar að börn hugsa til framtíðar þá eru þau oftast ekki að hugsa hvað verður eftir fimm ár. Þau hugsa morgundagurinn, næsti mánuður eða mögulega næsta sumar. Börn geta upplifað líf sitt búið og það skipti ekki máli hvað þau gera í framhaldinu því að þau séu búin að eyðileggja líf sitt með því að vera komin á sakaskrá. Hver er tilgangurinn með því að setja börn á sakaskrá? Hvers konar betrun og aðstoð felst í því? Hættum að refsa og byrjum að leiðbeina og aðstoða, notum aðferðir sem virka. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Réttindi barna Börn og uppeldi Píratar Alþingi Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Aukning í ofbeldisbrotum Ofbeldi hefur mikið verið í umræðunni og hefur verið rætt um börn og ungmenni sem að beita ofbeldi. Sumir hugsa kannski, þetta hefur alltaf verið svona það er engin breyting á ofbeldishegðun barna og ungmenna á Íslandi. Staðreyndin er þó sú að það er breyting. 170 börn grunuð um alvarlegt ofbeldi Árið 2012 voru 71 barn grunað um alvarlegt ofbeldisbrot en á síðasta ári um 170 börn. Það er 140% aukning barna sem að eru grunuð eru um alvarleg ofbeldisbrot. Brotunum hefur einnig fjölgað til muna frá 78 brotum til 219 á níu árum. Það er 180% fjölgun ofbeldisbrota hjá börnum. Ofbeldisbrotum í samfélaginu hafa aukist um 63% á síðustu níu árum. Ofbeldi er að aukast á Íslandi. Er verið að einblína á að aðstoða þessi börn eða refsa þeim? 90 börn á sakaskrá Árið 2021 voru 90 börn 17 ára og yngri á sakaskrá lögreglu. Sakaskrá, hvað þýðir það fyrir barn að vera á sakaskrá? Hverju er verið að reyna að ná fram með því að setja börn á sakaskrá. Hvað gerist? Hætta þessi börn að brjóta lög? Nei ekki ef að skoðað er hversu margir eru grunaðir um ofbeldisbrot síðasta ár miðað við brotin sem eru mun fleiri. Skömm og vonleysi Börnum á sakaskrá líður oft eins og þau hafi brugðist fjölskyldum sínum og geti ekki sótt til dæmis um atvinnu yfir sumarið eða með skóla. Þeim líður líka oft eins og þau hafi ekki sömu tækifæri og önnur börn vegna þess að þau eru komin á sakaskrá. Hvaða skilaboð erum við sem samfélag að senda þessum börnum? Að börnin sé nú komin formlega á skrá sem hvað þá, sem glæpamenn? Þegar að börn hugsa til framtíðar þá eru þau oftast ekki að hugsa hvað verður eftir fimm ár. Þau hugsa morgundagurinn, næsti mánuður eða mögulega næsta sumar. Börn geta upplifað líf sitt búið og það skipti ekki máli hvað þau gera í framhaldinu því að þau séu búin að eyðileggja líf sitt með því að vera komin á sakaskrá. Hver er tilgangurinn með því að setja börn á sakaskrá? Hvers konar betrun og aðstoð felst í því? Hættum að refsa og byrjum að leiðbeina og aðstoða, notum aðferðir sem virka. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar