Enginn veit hvar ein besta körfuboltakona heims er niðurkomin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2022 12:01 Brittney Griner er leikmaður bandaríska landsliðsins og ein besta körfuboltakona heims. AP/Eric Gay Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner var handtekin á flugvelli í Rússlandi fyrir mánuði síðan. Síðan veit enginn hvað varð um hana. Griner er án efa ein besta körfuboltakona heims og margir hafa gagnrýnt áhugaleysið á hennar máli. Það er alveg ljóst að ef að einn besti leikmaður NBA-deildarinnar lenti í hennar stöðu þá myndi heyrast meira. Imagine if Tom Brady were being held by Russian officials right now. https://t.co/peFT0ZAXVk— Lindsay Crouse (@lindsaycrouse) March 9, 2022 Þeir hinir sömu vilja vekja athygli á stöðu Griner sem er líklega í fangelsi í Rússlandi þótt enginn viti nákvæmlega hvar hún sé. „Hvernig getur bandarísk körfuboltastjarna bara horfið?“ er fyrirsögn á grein Holly Honderich fyrir vef breska ríkisútvarpsins. Þar fer hún einmitt yfir þetta mál og af hverju það heyrist ekki meira í fjölmiðlum um stöðu hennar. US basketball star Brittney Griner is detained in Russiahttps://t.co/X1yZNMP3z0— BBC News (World) (@BBCWorld) March 16, 2022 Það er samt augljóst að Rússar ætla að nota hana sem peð í pólitískri baráttu í tengslum við innrás Rússa í Úkraínu. Griner var handtekin á flugvelli fyrir utan Moskvu og Rússar saka hana um að flytja eiturlyf inn í landið. Efnið fannst í vökva sem hún notaði til að veipa. Hún á yfir höfði sér tíu ára fangelsi verði hún dæmd sek. Hún var þarna komin til Rússlands til að spila fyrir UMMC Yekaterinburg í Euroleague eins og hún hefur gert frá árinu 2014 meðan WNBA-deildin er í fríi. Free Brittney Griner. Say her name, because her freedom may depend upon it.https://t.co/yesfEZcY27— The Nation (@thenation) March 15, 2022 Það eru einmitt þessir samningar í Evrópu sem eru að færa bestu körfuboltakonunum stærsta hlutann af launum sínum. WNBA-leikmennirnir fá allt að fimm sinnum betur borgað í Rússlandi en í WNBA. Griner spilar með Phoenix Mercury í WNBA-deildinni og hún hefur unnið gull á Ólympíuleikunum með bandaríska landsliðinu. NBA Innrás Rússa í Úkraínu Mál Brittney Griner Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Sjá meira
Griner er án efa ein besta körfuboltakona heims og margir hafa gagnrýnt áhugaleysið á hennar máli. Það er alveg ljóst að ef að einn besti leikmaður NBA-deildarinnar lenti í hennar stöðu þá myndi heyrast meira. Imagine if Tom Brady were being held by Russian officials right now. https://t.co/peFT0ZAXVk— Lindsay Crouse (@lindsaycrouse) March 9, 2022 Þeir hinir sömu vilja vekja athygli á stöðu Griner sem er líklega í fangelsi í Rússlandi þótt enginn viti nákvæmlega hvar hún sé. „Hvernig getur bandarísk körfuboltastjarna bara horfið?“ er fyrirsögn á grein Holly Honderich fyrir vef breska ríkisútvarpsins. Þar fer hún einmitt yfir þetta mál og af hverju það heyrist ekki meira í fjölmiðlum um stöðu hennar. US basketball star Brittney Griner is detained in Russiahttps://t.co/X1yZNMP3z0— BBC News (World) (@BBCWorld) March 16, 2022 Það er samt augljóst að Rússar ætla að nota hana sem peð í pólitískri baráttu í tengslum við innrás Rússa í Úkraínu. Griner var handtekin á flugvelli fyrir utan Moskvu og Rússar saka hana um að flytja eiturlyf inn í landið. Efnið fannst í vökva sem hún notaði til að veipa. Hún á yfir höfði sér tíu ára fangelsi verði hún dæmd sek. Hún var þarna komin til Rússlands til að spila fyrir UMMC Yekaterinburg í Euroleague eins og hún hefur gert frá árinu 2014 meðan WNBA-deildin er í fríi. Free Brittney Griner. Say her name, because her freedom may depend upon it.https://t.co/yesfEZcY27— The Nation (@thenation) March 15, 2022 Það eru einmitt þessir samningar í Evrópu sem eru að færa bestu körfuboltakonunum stærsta hlutann af launum sínum. WNBA-leikmennirnir fá allt að fimm sinnum betur borgað í Rússlandi en í WNBA. Griner spilar með Phoenix Mercury í WNBA-deildinni og hún hefur unnið gull á Ólympíuleikunum með bandaríska landsliðinu.
NBA Innrás Rússa í Úkraínu Mál Brittney Griner Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Sjá meira