Vont, verra eða versta námslánakerfið? Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir skrifar 17. mars 2022 08:30 Við berum okkur ávallt saman við önnur Norðurlönd, hvort sem talað er um samgöngur, heilbrigðiskerfið eða menntakerfið. Þar ætti námslánakerfið ekki að vera undanskilið. Það hefur lengi verið í stefnu Röskvu og Stúdentaráðs Háskóla Íslands að Menntasjóður námsmanna verði styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd. Eitt af markmiðum við myndun Menntasjóðsins var að færa námslánakerfi Íslands nær því sem finna má í frændþjóðum okkar í Skandinavíu.En hægt er að spyrja sig hvort því markmiði hafi verið náð með nýjum lögum um Menntasjóð námsmanna? Þegar námslánakerfi til að mynda Danmerkur og Noregs er skoðað, sést bersýnilega að þau eru háþróuð. Því til stuðnings má nefna tvískipta frítekjumarkið í Danmörku. Frítekjumarkið segir til um hvað stúdent megi þéna mikið á einu ári áður en námslánið þeirra skerðist. Í Danmörku er tekið tillit til þess að stúdent er (oftast) ekki í námi yfir sumartímann og í mörgum tilfellum í launuðu starfi yfir þann tíma. Til einföldunar skulum við kalla frítekjumörkin í Danmörku vetrar- og sumarfrítekjumark. Sumarfrítekjumarkið er hærra en vetrarfrítekjumarkið sem þýðir að yfir sumartímann má stúdent þéna meira en yfir námsannirnar. Á Íslandi er ekki aðeins lágt frítekjumark, sem nemur rúmlega 1,4 milljónum fyrir árið, heldur dugir það varla fyrir þriggja mánaða launaðri vinnu yfir sumarfríið. Það skýtur skökku við að á móti lánar sjóðurinn aðeins fyrir 9 mánuði af árinu nema þú sért í sumarnámi. Þá er ljóst að eftir að stúdent vinnur yfir sumartímann er lítið sem ekkert svigrúm fyrir hann að vinna yfir veturinn, sem hann þarf þó líklega að gera vegna þess hve lág grunnframfærsla Menntasjóðsins er. Annað dæmi frá Noregi er niðurfelling á hluta lánsins að loknu námi, sem líkt var eftir við gerð Menntasjóð námsmanna. Í Noregi má finna 40% niðurfellingu á höfuðstól námslánsins sé námið klárað á tilsettum tíma. Á Íslandi er 30% niðurfelling. Hins vegar þurfa lántakar hjá Menntasjóði námsmanna að borga styrkinn sjálf, að ákveðnu leyti, með mun hærri vöxtum af eftirstöðvum lánsins. Má ef til vill rekja ástæðu þess til laganna þar sem það markmið var sett um að sjóðurinn yrði sjálfbær. Í stað þess að setja auka fjármuni í námslánakerfið til að styðja við námsmenn, þá var vaxtaþakið hækkað til að vega upp á móti niðurfellingunni. Við í Röskvu höfum mótmælt því, enda samræmist það ekki hugmynd okkar um námslánakerfi sem á að tryggja jafnt aðgengi fyrir öll að námi óháð efnahagsstöðu. Röskva mun áfram beita sér fyrir því að stjórnvöld fjármagni Menntasjóð námsmanna með réttu móti og að sjálfbærnishugsjón sjóðsins heyri sögunni til. Þegar í stað verður grunnframfærsla framfærslulána að hækka og frítekjumarkið samhliða því. Einnig þarf að innleiða tvískipt frítekjumark til að auka svigrúm fyrir stúdenta til að afla sér fés á meðan á námi stendur og yfir sumartímann. Það er nefnilega ljóst að Menntasjóður námsmanna er ekki að sinna sínu hlutverki sem félagslegt jöfnunartól. Á næsta ári fer fram önnur endurskoðun á námslánakerfinu og þá er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að forysta stúdenta sé sterk og með reynsluna til þess að takast á við hana. Höfundur er í 1. sæti fyrir Röskvu á félagsvísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs sem fara fram á Uglu 23. og 24. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Námslán Hagsmunir stúdenta Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við berum okkur ávallt saman við önnur Norðurlönd, hvort sem talað er um samgöngur, heilbrigðiskerfið eða menntakerfið. Þar ætti námslánakerfið ekki að vera undanskilið. Það hefur lengi verið í stefnu Röskvu og Stúdentaráðs Háskóla Íslands að Menntasjóður námsmanna verði styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd. Eitt af markmiðum við myndun Menntasjóðsins var að færa námslánakerfi Íslands nær því sem finna má í frændþjóðum okkar í Skandinavíu.En hægt er að spyrja sig hvort því markmiði hafi verið náð með nýjum lögum um Menntasjóð námsmanna? Þegar námslánakerfi til að mynda Danmerkur og Noregs er skoðað, sést bersýnilega að þau eru háþróuð. Því til stuðnings má nefna tvískipta frítekjumarkið í Danmörku. Frítekjumarkið segir til um hvað stúdent megi þéna mikið á einu ári áður en námslánið þeirra skerðist. Í Danmörku er tekið tillit til þess að stúdent er (oftast) ekki í námi yfir sumartímann og í mörgum tilfellum í launuðu starfi yfir þann tíma. Til einföldunar skulum við kalla frítekjumörkin í Danmörku vetrar- og sumarfrítekjumark. Sumarfrítekjumarkið er hærra en vetrarfrítekjumarkið sem þýðir að yfir sumartímann má stúdent þéna meira en yfir námsannirnar. Á Íslandi er ekki aðeins lágt frítekjumark, sem nemur rúmlega 1,4 milljónum fyrir árið, heldur dugir það varla fyrir þriggja mánaða launaðri vinnu yfir sumarfríið. Það skýtur skökku við að á móti lánar sjóðurinn aðeins fyrir 9 mánuði af árinu nema þú sért í sumarnámi. Þá er ljóst að eftir að stúdent vinnur yfir sumartímann er lítið sem ekkert svigrúm fyrir hann að vinna yfir veturinn, sem hann þarf þó líklega að gera vegna þess hve lág grunnframfærsla Menntasjóðsins er. Annað dæmi frá Noregi er niðurfelling á hluta lánsins að loknu námi, sem líkt var eftir við gerð Menntasjóð námsmanna. Í Noregi má finna 40% niðurfellingu á höfuðstól námslánsins sé námið klárað á tilsettum tíma. Á Íslandi er 30% niðurfelling. Hins vegar þurfa lántakar hjá Menntasjóði námsmanna að borga styrkinn sjálf, að ákveðnu leyti, með mun hærri vöxtum af eftirstöðvum lánsins. Má ef til vill rekja ástæðu þess til laganna þar sem það markmið var sett um að sjóðurinn yrði sjálfbær. Í stað þess að setja auka fjármuni í námslánakerfið til að styðja við námsmenn, þá var vaxtaþakið hækkað til að vega upp á móti niðurfellingunni. Við í Röskvu höfum mótmælt því, enda samræmist það ekki hugmynd okkar um námslánakerfi sem á að tryggja jafnt aðgengi fyrir öll að námi óháð efnahagsstöðu. Röskva mun áfram beita sér fyrir því að stjórnvöld fjármagni Menntasjóð námsmanna með réttu móti og að sjálfbærnishugsjón sjóðsins heyri sögunni til. Þegar í stað verður grunnframfærsla framfærslulána að hækka og frítekjumarkið samhliða því. Einnig þarf að innleiða tvískipt frítekjumark til að auka svigrúm fyrir stúdenta til að afla sér fés á meðan á námi stendur og yfir sumartímann. Það er nefnilega ljóst að Menntasjóður námsmanna er ekki að sinna sínu hlutverki sem félagslegt jöfnunartól. Á næsta ári fer fram önnur endurskoðun á námslánakerfinu og þá er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að forysta stúdenta sé sterk og með reynsluna til þess að takast á við hana. Höfundur er í 1. sæti fyrir Röskvu á félagsvísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs sem fara fram á Uglu 23. og 24. mars.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun