Alþjóðadagur félagsráðgjafar Steinunn Bergmann skrifar 15. mars 2022 09:30 Í dag 15. mars er Alþjóðadagur félagsráðgjafar en árlega taka félagsráðgjafar um allan heim höndum saman til að koma á framfæri sameiginlegum skilaboðum. Það hefur mikið reynt á félagslega samstöðu síðustu tvö árin og saman höfum við farið í gegnum heimsfaraldur með tilheyrandi nýjum áskorunum. Heimsfaraldurinn lagðist þyngst á þau sem standa höllum fæti og félagsráðgjafar um allan heim hafa gengt lykilhlutverki í að vinna með þeim að bættum hag. Alþjóðasamtök félagsráðgjafa fylgjast grannt með stöðu mála og setja fram áherslur fyrir tveggja ára tímabil í senn og 2022-2023 eru skilaboðin: Byggjum saman nýtt vistvænt-félagslegt samfélag: skiljum engin eftir (Co-Building a New Eco-Social World: Leaving No One Behind). Skilaboðin fela í sér tækifæri til að endurskoða heimsmyndina og gefa uppá nýtt. Félagsráðgjöf byggist á heildarsýn og valdeflingu með félagslegt réttlæti og umhverfisvernd að leiðarljósi. Áfram er ákall um þörfina fyrir alþjóðlega samstöðu og að framtíð okkar velti á viðurkenningu á þátttöku allra í því að byggja upp framtíð sem einkennist af sjálfbærni, sanngirni og félagslegum jöfnuði. Á alþjóðadegi félagsráðgjafar stendur siðanefnd Félagsráðgjafafélags Íslands (FÍ) fyrir vinnusmiðju þar sem félagsráðgjafar koma saman og ræða hvernig þeir geti betur sinnt málsvarahlutverkinu í vinnu með fólki sem vill breyta aðstæðum sínum og með þeim sem ekki geta varið sig sjálf. Siðareglur félagsráðgjafa hér á landi og á alþjóða vettvangi, snúast um mannréttindi en eins og segir í siðareglum FÍ: Grundvöllur félagsráðgjafar er virðing fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings og trú á getu hans til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Markmið félagsráðgjafar er að vinna að lausn félagslegra og persónulegra vandamála og sporna við félagslegu ranglæti. Félagsráðgjafi vinnur gegn mannréttindabrotum hvar svo sem þau eiga sér stað. Félagsráðgjafar vinna að þessum markmiðum á hverjum degi og þau eru því hluti af því félagslega öryggisneti sem við treystum á þegar áföll verða. Nú stöndum við frammi fyrir nýrri ógn sem þarf að bregðast við eftir að fjöldi einstaklinga í Úkraínu hefur verið hrakin á flótta vegna innrásar Rússneska hersins. Meirihluti flóttafólksins eru konur og börn. Öll hafa á augabragði lent í stöðu flóttafólks vegna skelfilegra aðstæðna sem þau höfðu engin áhrif á. Mörg eru veik og í þörf fyrir bráðalæknisþjónustu. Mörg eru án skilríkja þar sem þessi hræðilegi atburður gerði ekki boð á undan sér. Fjöldi félagsráðgjafa og félagsráðgjafarnema í löndum sem liggja að Úkraínu hafa tekið sér stöðu á landamærunum við að aðstoða flóttafólk, enda er neyðin mikil. Þar sem mannréttindi og viðbrögð við þörfum fólks í viðkvæmum aðstæðum eru kjarnin í félagsráðgjöf hafa félagsráðgjafar í Evrópu og um allan heim skipulagt starf til að leggja lið. Alþjóðasamtök félagsráðgjafa hafa hrundið af stað söfnun til að styðja við bakið á félagsráðgjöfum og félagsráðgjafarnemum sem veita aðstoð við landamæri. Félagsráðgjafar vinna m.a. að því að bæta félagslega heilsu og aðstoða þau sem upplifa streitu og áföll. Í heimsfaraldrinum sýndu félagsráðgjafar hér á landi og um allan heim mikla hugkvæmni til að tryggja órofna þjónustu fyrir viðkvæma hópa og nýttu rafrænar lausnir þar sem því var við komið. Félagsráðgjafar hafa mikla reynslu þegar kemur að vinnu með flóttafólki munu nú taka höndum saman og starfa með stjórnvöldum við að undirbúa móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Félagsráðgjafafélag Íslands hvetur til friðsamlegra samskipta og fordæmir innrás Rússa í Úkraínu og stríðsrekstur hvar sem hann á sér stað. Þá vill félagið lýsa yfir samstöðu með félagsráðgjöfum og öðrum íbúum Úkraínu. Félagsráðgjafar vinna gegn mannréttindabrotum með virðingu fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings. Byggjum saman nýtt vistvænt-félagslegt samfélag: skiljum engin eftir. Félagsráðgjafafélag Íslands hefur tekið áskorun VR og styrkir hjálparstarf í þágu Úkraínu um 10 evrur á hvern félagsmann. Stjórn félagsins skorar á önnur stéttarfélög að leggja lið. Höfundur er félagsráðgjafi MPA og formaður FÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í dag 15. mars er Alþjóðadagur félagsráðgjafar en árlega taka félagsráðgjafar um allan heim höndum saman til að koma á framfæri sameiginlegum skilaboðum. Það hefur mikið reynt á félagslega samstöðu síðustu tvö árin og saman höfum við farið í gegnum heimsfaraldur með tilheyrandi nýjum áskorunum. Heimsfaraldurinn lagðist þyngst á þau sem standa höllum fæti og félagsráðgjafar um allan heim hafa gengt lykilhlutverki í að vinna með þeim að bættum hag. Alþjóðasamtök félagsráðgjafa fylgjast grannt með stöðu mála og setja fram áherslur fyrir tveggja ára tímabil í senn og 2022-2023 eru skilaboðin: Byggjum saman nýtt vistvænt-félagslegt samfélag: skiljum engin eftir (Co-Building a New Eco-Social World: Leaving No One Behind). Skilaboðin fela í sér tækifæri til að endurskoða heimsmyndina og gefa uppá nýtt. Félagsráðgjöf byggist á heildarsýn og valdeflingu með félagslegt réttlæti og umhverfisvernd að leiðarljósi. Áfram er ákall um þörfina fyrir alþjóðlega samstöðu og að framtíð okkar velti á viðurkenningu á þátttöku allra í því að byggja upp framtíð sem einkennist af sjálfbærni, sanngirni og félagslegum jöfnuði. Á alþjóðadegi félagsráðgjafar stendur siðanefnd Félagsráðgjafafélags Íslands (FÍ) fyrir vinnusmiðju þar sem félagsráðgjafar koma saman og ræða hvernig þeir geti betur sinnt málsvarahlutverkinu í vinnu með fólki sem vill breyta aðstæðum sínum og með þeim sem ekki geta varið sig sjálf. Siðareglur félagsráðgjafa hér á landi og á alþjóða vettvangi, snúast um mannréttindi en eins og segir í siðareglum FÍ: Grundvöllur félagsráðgjafar er virðing fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings og trú á getu hans til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Markmið félagsráðgjafar er að vinna að lausn félagslegra og persónulegra vandamála og sporna við félagslegu ranglæti. Félagsráðgjafi vinnur gegn mannréttindabrotum hvar svo sem þau eiga sér stað. Félagsráðgjafar vinna að þessum markmiðum á hverjum degi og þau eru því hluti af því félagslega öryggisneti sem við treystum á þegar áföll verða. Nú stöndum við frammi fyrir nýrri ógn sem þarf að bregðast við eftir að fjöldi einstaklinga í Úkraínu hefur verið hrakin á flótta vegna innrásar Rússneska hersins. Meirihluti flóttafólksins eru konur og börn. Öll hafa á augabragði lent í stöðu flóttafólks vegna skelfilegra aðstæðna sem þau höfðu engin áhrif á. Mörg eru veik og í þörf fyrir bráðalæknisþjónustu. Mörg eru án skilríkja þar sem þessi hræðilegi atburður gerði ekki boð á undan sér. Fjöldi félagsráðgjafa og félagsráðgjafarnema í löndum sem liggja að Úkraínu hafa tekið sér stöðu á landamærunum við að aðstoða flóttafólk, enda er neyðin mikil. Þar sem mannréttindi og viðbrögð við þörfum fólks í viðkvæmum aðstæðum eru kjarnin í félagsráðgjöf hafa félagsráðgjafar í Evrópu og um allan heim skipulagt starf til að leggja lið. Alþjóðasamtök félagsráðgjafa hafa hrundið af stað söfnun til að styðja við bakið á félagsráðgjöfum og félagsráðgjafarnemum sem veita aðstoð við landamæri. Félagsráðgjafar vinna m.a. að því að bæta félagslega heilsu og aðstoða þau sem upplifa streitu og áföll. Í heimsfaraldrinum sýndu félagsráðgjafar hér á landi og um allan heim mikla hugkvæmni til að tryggja órofna þjónustu fyrir viðkvæma hópa og nýttu rafrænar lausnir þar sem því var við komið. Félagsráðgjafar hafa mikla reynslu þegar kemur að vinnu með flóttafólki munu nú taka höndum saman og starfa með stjórnvöldum við að undirbúa móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Félagsráðgjafafélag Íslands hvetur til friðsamlegra samskipta og fordæmir innrás Rússa í Úkraínu og stríðsrekstur hvar sem hann á sér stað. Þá vill félagið lýsa yfir samstöðu með félagsráðgjöfum og öðrum íbúum Úkraínu. Félagsráðgjafar vinna gegn mannréttindabrotum með virðingu fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings. Byggjum saman nýtt vistvænt-félagslegt samfélag: skiljum engin eftir. Félagsráðgjafafélag Íslands hefur tekið áskorun VR og styrkir hjálparstarf í þágu Úkraínu um 10 evrur á hvern félagsmann. Stjórn félagsins skorar á önnur stéttarfélög að leggja lið. Höfundur er félagsráðgjafi MPA og formaður FÍ.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar