Börnin okkar í Kópavogi Ásta Kristín Guðmundsdóttir skrifar 14. mars 2022 09:00 Samfélagið þarf að bregst við strax Ekkert barn á að líða fyrir fátækt foreldra sinna, ekkert foreldri á að þurfa að velja á milli að borga skólamáltíð fyrir barnið sitt eða annan reikning. Við sem samfélag eigum að geta gripið inn í og aðstoðað þar sem við á. Börnin okkar eiga rétt á að alast upp án þess að þurfa að bera þá ábyrgð að hugsa um næstu máltíð, næstu mánaðarmót eða næstu önn, þau eiga að njóta þess að vera börn, ná að læra og stunda frístundir. Gjaldfrjálsir skólar Í stefnuskrá Vinstri Grænna er stefnt að ókeypis leikskólum og ókeypis skólamáltíðum fyrir grunnskólabörn. Mörg börn búa við og undir fátæktarmörkum, því þarf að huga sérstaklega að þeim hópi til að gera þeim kleift að mennta sig og stunda tómstundir eins og íþróttir, tónlistarnám, skátana eða annað sem hugur þeirra stefnir til. Skólamáltíðir í grunnskólum Kópavogs kosta 10.553 krónur á mánuði og leikskólagjald fyrir 8 klst, dag kostar 35.403 krónur á mánuði. Fullt gjald fyrir frístund í 41-60 klst, á mánuði eru 19.699 krónur á mánuði en lækka með systkinaafslætti og falla alveg niður við fjórða systkini. Undirrituð vill að engir foreldrar eða börn þurfi að líða skort vegna fátæktar. Ekki er raunhæft að fella niður öll þessi gjöld á einu bretti og því þarf að vinna málið í ákveðnum skrefum. Tekjutenging Ég vil að byrjað sé á tekjutengingu, þá yrðu heildartekjur fjölskyldu að vera undir ákveðnum viðmiðum til að hægt sé að fella út gjöld vegna máltíða og leikskóla, eða veita afslátt. Tekjutenging yrði þá fyrir bæði einstaklinga og einnig fyrir einstaklinga í sambúð. Hægt væri að nýta sama viðmið til að hækka frístundarstyrk til sömu fjölskyldna sem börnin gætu nýtt sér í frístundir utan skólatíma. Passa verður upp á að gjöld hækki samt ekki til þeirra foreldra sem borga áfram fullt gjald, þannig að þau gjöld sem nú eru væru grunngjöldin sem svo yrði veittur afsláttur af eftir tekjum foreldra. Þannig nýtum við fjármagnið sem best og tryggjum að þau sem þurfi njóti þess stuðnings sem samfélagið getur boðið. Börnin okkar skipta allt samfélagið máli og það er samfélagslegt verkefni að tryggja þeim öllum sömu tækifæri. Þannig gerum við Kópavog enn betri bæ. Höfundur er félagsráðgjafi og formaður VG í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Samfélagið þarf að bregst við strax Ekkert barn á að líða fyrir fátækt foreldra sinna, ekkert foreldri á að þurfa að velja á milli að borga skólamáltíð fyrir barnið sitt eða annan reikning. Við sem samfélag eigum að geta gripið inn í og aðstoðað þar sem við á. Börnin okkar eiga rétt á að alast upp án þess að þurfa að bera þá ábyrgð að hugsa um næstu máltíð, næstu mánaðarmót eða næstu önn, þau eiga að njóta þess að vera börn, ná að læra og stunda frístundir. Gjaldfrjálsir skólar Í stefnuskrá Vinstri Grænna er stefnt að ókeypis leikskólum og ókeypis skólamáltíðum fyrir grunnskólabörn. Mörg börn búa við og undir fátæktarmörkum, því þarf að huga sérstaklega að þeim hópi til að gera þeim kleift að mennta sig og stunda tómstundir eins og íþróttir, tónlistarnám, skátana eða annað sem hugur þeirra stefnir til. Skólamáltíðir í grunnskólum Kópavogs kosta 10.553 krónur á mánuði og leikskólagjald fyrir 8 klst, dag kostar 35.403 krónur á mánuði. Fullt gjald fyrir frístund í 41-60 klst, á mánuði eru 19.699 krónur á mánuði en lækka með systkinaafslætti og falla alveg niður við fjórða systkini. Undirrituð vill að engir foreldrar eða börn þurfi að líða skort vegna fátæktar. Ekki er raunhæft að fella niður öll þessi gjöld á einu bretti og því þarf að vinna málið í ákveðnum skrefum. Tekjutenging Ég vil að byrjað sé á tekjutengingu, þá yrðu heildartekjur fjölskyldu að vera undir ákveðnum viðmiðum til að hægt sé að fella út gjöld vegna máltíða og leikskóla, eða veita afslátt. Tekjutenging yrði þá fyrir bæði einstaklinga og einnig fyrir einstaklinga í sambúð. Hægt væri að nýta sama viðmið til að hækka frístundarstyrk til sömu fjölskyldna sem börnin gætu nýtt sér í frístundir utan skólatíma. Passa verður upp á að gjöld hækki samt ekki til þeirra foreldra sem borga áfram fullt gjald, þannig að þau gjöld sem nú eru væru grunngjöldin sem svo yrði veittur afsláttur af eftir tekjum foreldra. Þannig nýtum við fjármagnið sem best og tryggjum að þau sem þurfi njóti þess stuðnings sem samfélagið getur boðið. Börnin okkar skipta allt samfélagið máli og það er samfélagslegt verkefni að tryggja þeim öllum sömu tækifæri. Þannig gerum við Kópavog enn betri bæ. Höfundur er félagsráðgjafi og formaður VG í Kópavogi.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun