Frjálsar strandveiðar varða mannréttindi Eyjólfur Ármannsson skrifar 14. mars 2022 08:31 Strandveiðikerfið í dag er miklum annmörkum háð Það heimilar aðeins veiðar í 48 daga á ári, 12 daga á mánuði frá maí til ágústs. Þá er potturinn lítill og klárast reglulega áður en strandveiðitímabilinu lýkur, með þeim afleiðingum að margir ná ekki að fullnýta veiðirétt sinn. Eitt fyrsta og brýnasta verk sjávarútvegsráðherra VG var að skerða þorskveiðiheimildir í strandveiðum um 1500 tonn, þrátt fyrir að kosningabarátta flokksins í Norðvesturkjördæmi sl. haust hefði byggst sérstaklega á hátíðlegum loforðum um eflingu strandveiða og sjávarbyggða. Flokkur fólksins mælti fyrir rúmri viku fyrir frumvarpi um frjálsar handfæraveiðar þar sem fiskveiðar eru heimilaðar á eigin báti með fjórum sjálfvirkum handfærarúllum. Markmið frumvarpsins er að íbúar sjávarbyggðanna fái rétt til að nýta sjávarauðlindina þannig að fjölskyldur geti lifað af fiskveiðum. Sá réttur verður einungis tryggður með eflingu strandveiða sem atvinnugreinar og með því að gefa handfæraveiðar frjálsar. Engin mótrök Rökin fyrir þessu eru að handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum á Íslandsmiðum. Kvótakerfið var sett til verndar fiskistofnum og á því einungis að ná til þeirra veiðiaðferða og veiðarfæra sem geta stofnað fiskistofnum í hættu. Handfæraveiðar með önglum ógna ekki fiskistofnum og því ber að gefa þær frjálsar. Rökin fyrir núgildandi takmörkun handfæraveiða eru ekki fyrir hendi. Undan ströndum Íslands eru ein gjöfulustu fiskimið í heimi. Þessa auðlind hafa Íslendingar nýtt frá því land byggðist. Íbúar sjávarbyggðanna eiga tilkall til fiskimiðanna undan ströndum landsins. Þar hefur byggð frá landnámi byggst á fiskveiðum og landbúnaði. Rétturinn til handfæraveiða er ævaforn og á styrka stoð í réttarvitund almennings. Í Jónsbók frá 1281, lögbók Íslendinga í árhundruð, segir „Allir menn eigu at veiða fyrir utan netlög at ósekju.“ Barátta fyrir atvinnufrelsi Baráttan fyrir frjálsum strandveiðum er réttindabarátta. Barátta fyrir jöfnum búseturétti og rétti íbúa sjávarbyggðanna á landsbyggðinni, þar sem byggð hefur alla tíð byggst á fiskveiðum. Hægt er að tryggja þennan rétt með eflingu strandveiða. Þetta er barátta fyrir atvinnufrelsi en takmarkanir á atvinnufrelsi mega ekki ganga lengra en nauðsyn krefur. Núverandi strandveiðikerfi með 48 veiðidögum og litlum aflaheimildum var sett á í kjölfar álits Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna frá 2007. Í álitinu var talið að stjórnkerfi fiskveiða bryti á jafnræði borgaranna samkvæmt alþjóðasamningi um borgarleg og stjórnmálaleg réttindi. Núverandi strandveiðikerfi tryggir ekki jafnræði borgaranna. Til þess eru takmarkanir á veiðunum of miklar og skerðing atvinnufrelsis til handfæraveiða gengur miklu lengra en nauðsyn krefur. Strandveiðifélag Íslands stofnað Strandveiðifélag Íslands var stofnað um sl. helgi, til að berjast fyrir rétti almennings til handfæraveiða við Íslandsstrendur og koma í veg fyrir mismunun í lögum um fiskveiðistjórnun. Markmiðið er að stuðla að nauðsynlegum breytingum á kvótakerfinu í átt að réttlæti fyrir alla þjóðina, umbótum á vísindalegum hafrannsóknum og veiðiráðgjöf, verndun hafsins og fiskistofna. Félagið er opið öllum sem eru sammála tilgangi og markmiðum þess. enda varðar málefnið alla landsmenn. Hér er um mikilvægt félag að ræða í þeirri mannréttindabaráttu sem frjálsar handfæraveiðar eru. Það er barátta fyrir fólkið í landinu, tilverurétti og búseturétti í sjávarbyggðum landsins og fyrir grundvelli allrar byggðar, sem er atvinnufrelsið. Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðvesturkjördæmi Sjávarútvegur Eyjólfur Ármannsson Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Strandveiðikerfið í dag er miklum annmörkum háð Það heimilar aðeins veiðar í 48 daga á ári, 12 daga á mánuði frá maí til ágústs. Þá er potturinn lítill og klárast reglulega áður en strandveiðitímabilinu lýkur, með þeim afleiðingum að margir ná ekki að fullnýta veiðirétt sinn. Eitt fyrsta og brýnasta verk sjávarútvegsráðherra VG var að skerða þorskveiðiheimildir í strandveiðum um 1500 tonn, þrátt fyrir að kosningabarátta flokksins í Norðvesturkjördæmi sl. haust hefði byggst sérstaklega á hátíðlegum loforðum um eflingu strandveiða og sjávarbyggða. Flokkur fólksins mælti fyrir rúmri viku fyrir frumvarpi um frjálsar handfæraveiðar þar sem fiskveiðar eru heimilaðar á eigin báti með fjórum sjálfvirkum handfærarúllum. Markmið frumvarpsins er að íbúar sjávarbyggðanna fái rétt til að nýta sjávarauðlindina þannig að fjölskyldur geti lifað af fiskveiðum. Sá réttur verður einungis tryggður með eflingu strandveiða sem atvinnugreinar og með því að gefa handfæraveiðar frjálsar. Engin mótrök Rökin fyrir þessu eru að handfæraveiðar ógna ekki fiskistofnum á Íslandsmiðum. Kvótakerfið var sett til verndar fiskistofnum og á því einungis að ná til þeirra veiðiaðferða og veiðarfæra sem geta stofnað fiskistofnum í hættu. Handfæraveiðar með önglum ógna ekki fiskistofnum og því ber að gefa þær frjálsar. Rökin fyrir núgildandi takmörkun handfæraveiða eru ekki fyrir hendi. Undan ströndum Íslands eru ein gjöfulustu fiskimið í heimi. Þessa auðlind hafa Íslendingar nýtt frá því land byggðist. Íbúar sjávarbyggðanna eiga tilkall til fiskimiðanna undan ströndum landsins. Þar hefur byggð frá landnámi byggst á fiskveiðum og landbúnaði. Rétturinn til handfæraveiða er ævaforn og á styrka stoð í réttarvitund almennings. Í Jónsbók frá 1281, lögbók Íslendinga í árhundruð, segir „Allir menn eigu at veiða fyrir utan netlög at ósekju.“ Barátta fyrir atvinnufrelsi Baráttan fyrir frjálsum strandveiðum er réttindabarátta. Barátta fyrir jöfnum búseturétti og rétti íbúa sjávarbyggðanna á landsbyggðinni, þar sem byggð hefur alla tíð byggst á fiskveiðum. Hægt er að tryggja þennan rétt með eflingu strandveiða. Þetta er barátta fyrir atvinnufrelsi en takmarkanir á atvinnufrelsi mega ekki ganga lengra en nauðsyn krefur. Núverandi strandveiðikerfi með 48 veiðidögum og litlum aflaheimildum var sett á í kjölfar álits Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna frá 2007. Í álitinu var talið að stjórnkerfi fiskveiða bryti á jafnræði borgaranna samkvæmt alþjóðasamningi um borgarleg og stjórnmálaleg réttindi. Núverandi strandveiðikerfi tryggir ekki jafnræði borgaranna. Til þess eru takmarkanir á veiðunum of miklar og skerðing atvinnufrelsis til handfæraveiða gengur miklu lengra en nauðsyn krefur. Strandveiðifélag Íslands stofnað Strandveiðifélag Íslands var stofnað um sl. helgi, til að berjast fyrir rétti almennings til handfæraveiða við Íslandsstrendur og koma í veg fyrir mismunun í lögum um fiskveiðistjórnun. Markmiðið er að stuðla að nauðsynlegum breytingum á kvótakerfinu í átt að réttlæti fyrir alla þjóðina, umbótum á vísindalegum hafrannsóknum og veiðiráðgjöf, verndun hafsins og fiskistofna. Félagið er opið öllum sem eru sammála tilgangi og markmiðum þess. enda varðar málefnið alla landsmenn. Hér er um mikilvægt félag að ræða í þeirri mannréttindabaráttu sem frjálsar handfæraveiðar eru. Það er barátta fyrir fólkið í landinu, tilverurétti og búseturétti í sjávarbyggðum landsins og fyrir grundvelli allrar byggðar, sem er atvinnufrelsið. Höfundur er þingmaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun