Seðlabankinn sýknaður en Þorsteinn Már fær skaðabætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. mars 2022 14:30 Þorsteinn Már Baldvinsson fær þrjár milljónir í bætur frá Seðlabanka Íslands. Vísir/Vilhelm Seðlabanki Íslands var sýknaður í Landsrétti í dag af skaðabótakröfu sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja en hluta málsins var vísað frá dómi. Seðlabankinn var hins vegar dæmdur til að greiða Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, 2,7 milljónir króna í skaðabætur. Málið spannar áratug og gott betur. Samherja var ætlað að hafa brotið lög á meðan fjármagnshöft voru við lýði eftir hrunið haustið 2008. Var ráðist í húsleitir á skrifstofum Samherja bæði í Reykjavík og Akureyri í mars 2012 í tengslum við málið. Að lokinni rannsókn Seðlabankans fór málið í hendur sérstaks saksóknara sem felldi það niður tvisvar sinnum. Ástæðan var sú að ekki væri refsiheimlid í reglugerð til að refsa fyrir meint brot. Seðlabankinn lagði þá fimmtán milljóna króna stjórnvaldssekt á Samherja sem var felld úr gildi með Hæstaréttardómi í nóvember fyrir tveimur árum. Samherji og Þorsteinn Már höfðuðu því mál gegn Seðlabankanum, meðal annars til þess að fá endurgreiddan kostnað sem hlaust af við það að hafa þurft að grípa til varna vegna málareksturs bankans, sá kostnaður sagði fyrirtækið hafa verið 306 milljónir. Kröfðust 306 milljóna króna í skaðabætur Málin voru rekin fyrir héraðsdómi í september 2020. Annars vegar mál Samherja gegn bankanum þar sem krafist var 306 milljóna króna í skaðabætur auk tíu milljóna í miskabætur. Hins vegar einkamál Þorsteins Más sem krafðist þess að fá 6,5 milljónir króna í bætur frá bankanum. Krafa Samherja gegn Seðlabankanum byggði á endurkröfu á launagreiðslum starfsmanna fyrirtækisins sem komu að því að verja það í málarekstri Seðlabankans gegn fyrirtækinu, alls 306 milljónir. Lögmaður Samherja sagði við málflutning í héraði að stærstur hluti kröfunnar væri tilkominn vegna kostnaðar við lögmenn og endurskoðendur, eða hátt í 247 milljónir króna. Um 59 milljónir króna væru vegna ýmiss kostnaðar sem fyrirtækið hefði orðið fyrir. Vísaði hann til þess að rannsóknin hefði staðið yfir í hátt í átta ár. Þá hefði rannsóknin beinst að um þrjátíu fyrirtækjum í samstæðu Samherja. Við málsmeðferðina kom fram að 131 milljón af þeirri tölu væri vegna launa til Jóns Óttars Ólafssonar, sem starfað hefur fyrir Samherja undanfarin ár. Landsréttur staðfesti sýknudóm yfir Seðlabankanum úr héraði. Bótagreiðslur til Þorsteins Más staðfestar Í dómi héraðsdóms í máli Þorsteins Más var sjónarmiðum Seðlabankans hafnað um að röng túlkun bankans á refsiheimildum og beiting á sektarheimild í málinu hafi verið afsakanleg í ljósi atvika þess. Dómurinn lagði því til grundvallar að sú ranga túlkun á refsiheimildum sem bankinn viðhafði við meðferð máls Þorsteins Más og þegar bankinn tók ákvörðun um að leggja á hann sekt 1. september 2016 hafi falið í sér saknæma og ólögmæta háttsemi, og fyrir það bæri að greiða skaðabætur. Landsréttur staðfesti bótagreiðslur upp á 2,7 milljónir króna auk þess sem Seðlabankinn skildi greiða þrjár milljónir í málskostnað í máli Þorsteins gegn bankanum, bæði fyrir héraði og Landsrétti. Dómur Landsréttar í máli Þorsteins Más gegn Seðlabankanum. Dómur Landsréttar í máli Samherja gegn Seðlabanka Íslands. Dómsmál Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn sýknaður af kröfu Samherja en Þorsteinn Már fær 2,5 milljónir Seðlabankinn þarf að greiða Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, 2,5 milljónir í skaðabætur vegna Samherjamálsins svokallaða. Seðlabankinn var hins vegar sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna málsins. 30. október 2020 13:40 Samherji hyggst áfrýja dómnum Seðlabankinn var í dag sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna Samherjamálsins svokallaða. 30. október 2020 17:27 Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Málið spannar áratug og gott betur. Samherja var ætlað að hafa brotið lög á meðan fjármagnshöft voru við lýði eftir hrunið haustið 2008. Var ráðist í húsleitir á skrifstofum Samherja bæði í Reykjavík og Akureyri í mars 2012 í tengslum við málið. Að lokinni rannsókn Seðlabankans fór málið í hendur sérstaks saksóknara sem felldi það niður tvisvar sinnum. Ástæðan var sú að ekki væri refsiheimlid í reglugerð til að refsa fyrir meint brot. Seðlabankinn lagði þá fimmtán milljóna króna stjórnvaldssekt á Samherja sem var felld úr gildi með Hæstaréttardómi í nóvember fyrir tveimur árum. Samherji og Þorsteinn Már höfðuðu því mál gegn Seðlabankanum, meðal annars til þess að fá endurgreiddan kostnað sem hlaust af við það að hafa þurft að grípa til varna vegna málareksturs bankans, sá kostnaður sagði fyrirtækið hafa verið 306 milljónir. Kröfðust 306 milljóna króna í skaðabætur Málin voru rekin fyrir héraðsdómi í september 2020. Annars vegar mál Samherja gegn bankanum þar sem krafist var 306 milljóna króna í skaðabætur auk tíu milljóna í miskabætur. Hins vegar einkamál Þorsteins Más sem krafðist þess að fá 6,5 milljónir króna í bætur frá bankanum. Krafa Samherja gegn Seðlabankanum byggði á endurkröfu á launagreiðslum starfsmanna fyrirtækisins sem komu að því að verja það í málarekstri Seðlabankans gegn fyrirtækinu, alls 306 milljónir. Lögmaður Samherja sagði við málflutning í héraði að stærstur hluti kröfunnar væri tilkominn vegna kostnaðar við lögmenn og endurskoðendur, eða hátt í 247 milljónir króna. Um 59 milljónir króna væru vegna ýmiss kostnaðar sem fyrirtækið hefði orðið fyrir. Vísaði hann til þess að rannsóknin hefði staðið yfir í hátt í átta ár. Þá hefði rannsóknin beinst að um þrjátíu fyrirtækjum í samstæðu Samherja. Við málsmeðferðina kom fram að 131 milljón af þeirri tölu væri vegna launa til Jóns Óttars Ólafssonar, sem starfað hefur fyrir Samherja undanfarin ár. Landsréttur staðfesti sýknudóm yfir Seðlabankanum úr héraði. Bótagreiðslur til Þorsteins Más staðfestar Í dómi héraðsdóms í máli Þorsteins Más var sjónarmiðum Seðlabankans hafnað um að röng túlkun bankans á refsiheimildum og beiting á sektarheimild í málinu hafi verið afsakanleg í ljósi atvika þess. Dómurinn lagði því til grundvallar að sú ranga túlkun á refsiheimildum sem bankinn viðhafði við meðferð máls Þorsteins Más og þegar bankinn tók ákvörðun um að leggja á hann sekt 1. september 2016 hafi falið í sér saknæma og ólögmæta háttsemi, og fyrir það bæri að greiða skaðabætur. Landsréttur staðfesti bótagreiðslur upp á 2,7 milljónir króna auk þess sem Seðlabankinn skildi greiða þrjár milljónir í málskostnað í máli Þorsteins gegn bankanum, bæði fyrir héraði og Landsrétti. Dómur Landsréttar í máli Þorsteins Más gegn Seðlabankanum. Dómur Landsréttar í máli Samherja gegn Seðlabanka Íslands.
Dómsmál Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn sýknaður af kröfu Samherja en Þorsteinn Már fær 2,5 milljónir Seðlabankinn þarf að greiða Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, 2,5 milljónir í skaðabætur vegna Samherjamálsins svokallaða. Seðlabankinn var hins vegar sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna málsins. 30. október 2020 13:40 Samherji hyggst áfrýja dómnum Seðlabankinn var í dag sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna Samherjamálsins svokallaða. 30. október 2020 17:27 Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Seðlabankinn sýknaður af kröfu Samherja en Þorsteinn Már fær 2,5 milljónir Seðlabankinn þarf að greiða Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, 2,5 milljónir í skaðabætur vegna Samherjamálsins svokallaða. Seðlabankinn var hins vegar sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna málsins. 30. október 2020 13:40
Samherji hyggst áfrýja dómnum Seðlabankinn var í dag sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna Samherjamálsins svokallaða. 30. október 2020 17:27