Ný nálgun í rafvæðingu frá Nissan með e-Power Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 11. mars 2022 07:01 Nissan Qashqai e-POWER Nissan kynnir í sumar skilvirku og hljóðlátu rafdrifnu aflrásina e-Power fyrir Nissan Qashqai sem felst í meginatriðum í eiginleikum og upplifun af akstri rafbíls án þess að nokkru sinni þurfi að stinga bílnum í samband til að hlaða. Tæknin kom fyrst fram í Nissan Note á ákveðnum mörkuðum árið 2017 en hún felst í því að sparneytin bensínvél hleður orku beint inn á rafhlöðu bílsins þaðan sem 188 hestafla rafmótor fær orku til að knýja bílinn áfram. Hinn sívinsæli Qashqai verður fyrsti bíllinn á Evrópumarkaði með tækninni þegar fyrstu bílarnir koma á markað í júní. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá BL, umboðsaðila Nissan á Íslandi. Aksturseiginleikar rafbíls Nissan hefur nú þróað e-Power tæknina fyrir jepplinga sem eru bæði stærri og þyngri en Nissan Note. Árangur þróunarstarfsins er í senn einstaklega mikil sparneytni og hámarks akstursánægja sem ökumenn rafbíla þekkja. Það sem aðgreinir e-Power frá annari tvinntækni er að rafmótorinn er eini aflgjafinn út til hjólanna þannig að viðbragðið er jafn tafarlaust, hljóðlátt og skemmtilegt og í hreinum rafbíl. Gæti hentað stórum hópi ökumanna Þannig getur e-Power tæknin verið frábær valkostur fyrir þann hóp ökumanna sem eru ekki í aðstöðu til að hlaða rafhlöðuna eða þeirra sem aka reglulega langar vegalendir. Jafnframt getur tæknin verið tilvalið fyrsta skref í átt að vali á hreinum rafbíl í framtíðinni. Að sögn Brynjars Elefsen framkvæmdarstjóra sölusviðs BL verður spennandi að sjá hvernig markaðurinn tekur nýju tækninni. Ég held að akstursupplifunin muni koma flestum mjög á óvart og hér er mögulega kominn valkostur fyrir þá sem hafa til þessa ekki treyst sér til eða getað tekið rafbílaskrefið til fulls því hér er tækifærið komið til að upplifa þessa einstöku aksturseiginleika án nokkurs kvíða fyrir því hvað bíllinn komist langt á hleðslunni. Í leiðinni er fólk að taka jákvætt skref í átt til umhverfismildari samgangna,“ segir Brynjar. Vistvænir bílar Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá BL, umboðsaðila Nissan á Íslandi. Aksturseiginleikar rafbíls Nissan hefur nú þróað e-Power tæknina fyrir jepplinga sem eru bæði stærri og þyngri en Nissan Note. Árangur þróunarstarfsins er í senn einstaklega mikil sparneytni og hámarks akstursánægja sem ökumenn rafbíla þekkja. Það sem aðgreinir e-Power frá annari tvinntækni er að rafmótorinn er eini aflgjafinn út til hjólanna þannig að viðbragðið er jafn tafarlaust, hljóðlátt og skemmtilegt og í hreinum rafbíl. Gæti hentað stórum hópi ökumanna Þannig getur e-Power tæknin verið frábær valkostur fyrir þann hóp ökumanna sem eru ekki í aðstöðu til að hlaða rafhlöðuna eða þeirra sem aka reglulega langar vegalendir. Jafnframt getur tæknin verið tilvalið fyrsta skref í átt að vali á hreinum rafbíl í framtíðinni. Að sögn Brynjars Elefsen framkvæmdarstjóra sölusviðs BL verður spennandi að sjá hvernig markaðurinn tekur nýju tækninni. Ég held að akstursupplifunin muni koma flestum mjög á óvart og hér er mögulega kominn valkostur fyrir þá sem hafa til þessa ekki treyst sér til eða getað tekið rafbílaskrefið til fulls því hér er tækifærið komið til að upplifa þessa einstöku aksturseiginleika án nokkurs kvíða fyrir því hvað bíllinn komist langt á hleðslunni. Í leiðinni er fólk að taka jákvætt skref í átt til umhverfismildari samgangna,“ segir Brynjar.
Vistvænir bílar Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent