Stúdentalýðræðið á stríðstímum Úlfur Atli Stefaníuson skrifar 10. mars 2022 08:01 Um helgina var ég staddur á landsþingi íslenskra stúdenta á Hólum í Hjaltadal, ásamt um það bil 40 öðrum fulltrúum stúdenta víða af landinu. Helgin fór fram með stakri prýði og fannst mér markvert hversu lýðræðislegt þingið var, en stúdentar frá háskólum landsins sem og fulltrúar íslenskra stúdenta erlendis unnu þar vel og örugglega saman í þágu stúdenta. Á sama tíma var mér mjög svo hugsað til jafnaldra minna og kollega, stúdentahreyfingarinnar austur í Úkraínu. Þau eru því miður ekki svo lánsöm þessa dagana að geta blómgað lýðræðið sitt eins og við í Landssamtökum íslenskra stúdenta, einfaldlega vegna þess að þau eru upptekin við að verja tilvist þess með kjafti og klóm. Stúdentahreyfingar heimsins hafa í gegnum árin verið boðberar framþróunar og mannréttinda og munu ef að líkum lætur vera það áfram um ókomna tíð. Ég vona svo innilega að það verði enn til staðar úkraínsk stúdentahreyfing til þess að byggja upp háskólaumhverfi úkraínsku þjóðarinnar á ný þegar stríði lýkur. Loks vil ég benda á óskir UAS (Ukranian Association of Students) um að innrásinni sé mótmælt og samstarf við rússneskar menntastofnanir sé stöðvað á meðan stríði stendur. Einnig er gott og gilt að styrkja fólk á flótta, en þess má geta að íslenskir dýralæknanemar búsettir í Slóvakíu hafa sýnt gott fordæmi og sendast þau milliliðalaust með nauðsynjavörur til flóttafólks í gegnum fésbókarhópinn ”Söfnun fyrir flóttamenn frá Úkraínu”. Eins og áður hefur komið fram styðja stúdentahreyfingarnar á Íslandi úkraínsku þjóðina og stúdenta þar í landi heils hugar. Háskólanemendur í Úkraínu eiga skilið frið til þess að geta sinnt sínu námi, vinnu og lífi. Höfundur er ritari LÍS (Landssamtök íslenskra stúdenta). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Um helgina var ég staddur á landsþingi íslenskra stúdenta á Hólum í Hjaltadal, ásamt um það bil 40 öðrum fulltrúum stúdenta víða af landinu. Helgin fór fram með stakri prýði og fannst mér markvert hversu lýðræðislegt þingið var, en stúdentar frá háskólum landsins sem og fulltrúar íslenskra stúdenta erlendis unnu þar vel og örugglega saman í þágu stúdenta. Á sama tíma var mér mjög svo hugsað til jafnaldra minna og kollega, stúdentahreyfingarinnar austur í Úkraínu. Þau eru því miður ekki svo lánsöm þessa dagana að geta blómgað lýðræðið sitt eins og við í Landssamtökum íslenskra stúdenta, einfaldlega vegna þess að þau eru upptekin við að verja tilvist þess með kjafti og klóm. Stúdentahreyfingar heimsins hafa í gegnum árin verið boðberar framþróunar og mannréttinda og munu ef að líkum lætur vera það áfram um ókomna tíð. Ég vona svo innilega að það verði enn til staðar úkraínsk stúdentahreyfing til þess að byggja upp háskólaumhverfi úkraínsku þjóðarinnar á ný þegar stríði lýkur. Loks vil ég benda á óskir UAS (Ukranian Association of Students) um að innrásinni sé mótmælt og samstarf við rússneskar menntastofnanir sé stöðvað á meðan stríði stendur. Einnig er gott og gilt að styrkja fólk á flótta, en þess má geta að íslenskir dýralæknanemar búsettir í Slóvakíu hafa sýnt gott fordæmi og sendast þau milliliðalaust með nauðsynjavörur til flóttafólks í gegnum fésbókarhópinn ”Söfnun fyrir flóttamenn frá Úkraínu”. Eins og áður hefur komið fram styðja stúdentahreyfingarnar á Íslandi úkraínsku þjóðina og stúdenta þar í landi heils hugar. Háskólanemendur í Úkraínu eiga skilið frið til þess að geta sinnt sínu námi, vinnu og lífi. Höfundur er ritari LÍS (Landssamtök íslenskra stúdenta).
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun