Myndir þú berjast fyrir Ísland? Sveinn Kristjánsson skrifar 9. mars 2022 17:00 Sem ungur maður eftir átta mánaða endurhæfingu, vegna heilaæxlis í annað sinn, þá hefur það vakið áhuga minn að sjá samstöðuna í Úkraínu og hve miklu fólk er tilbúið að fórna fyrir hvert annað. Án þess að fara of langt aftur í tíma er upphaf Covid það næsta sem mér dettur í hug sem nærtækt dæm um samstöðuna hérlendis. Þið munið eftir óvissunni, fjölda dauðsfalla og hugsanlegra langtímaáhrifa. Ég er ekki að tala um Omicron. Ég hef haft sæti í fremstu röð til að sjá það hugrekki og fórnir sem íslenskt heilbrigðisstarfsfólk, þið vitið, fólkið sem fékk 7.000kr inneign í skechers í jólagjöf, hefur fært gegnum faraldurinn og í gegnum mína sjúkragöngu. Stríðið í Úkraínu hefur vafalaust ekki farið fram hjá nokkrum manni. Það sem vakið hefur áhuga minn síðustu daga er fjöldi brottfluttra sem er að snúa aftur til að berjast með löndum sínum ásamt þeim tugum ef ekki hundruðum þúsunda sem hafa og eru í þann mund að taka upp vopn fyrir land og þjóð. Samstaðan sem þarna birtist er meiri en ég hef áður séð. Myndum við gera slíkt hið sama? Hvað myndar þá samstöðu sem við finnum hér á Íslandi? Eru það landsliðin okkar í hinum ýmsu íþróttum? Er það sameiginlegt tungumál? Er það sjúkraliðinn sem er tilbúinn að mæta í vinnuna á laugardegi fyrir laun sem eru fín fyrir framfærslu barnlauss námsmanns sem býr í foreldrahúsum, til að hjálpa þeim okkar sem ekki geta hjálpað sér sjálf? Ég kynntist þessu ansi vel er ég greindist með heilaæxli síðasta sumar og á líf mitt að þakka íslensku heilbrigðiskerfi. Ég er nú í endurhæfingu sem snýr að því að koma mér aftur út í atvinnulífið svo ég geti lagt lóð mín á vogarskálarnar og greitt mína skatta eins og aðrir Íslendingar, með brosi (kannski ekki allir), því leikurinn má ekki fara að snúast um það að fá eins mikið út úr kerfinu og láta í það minna en okkur ber. Samtrygging okkar sem hér búum er eitt það sterkasta sem sameinar okkur, skólar fyrir börnin okkar, sjúkrahús fyrir þau veikustu okkar, lögregla fyrir allan andskotann os.frv. Getum við gert betur? Svo sannarlega, það sem auðvelt væri að bæta eru ákvarðanir nokkurra af helstu fyrirmönnum þjóðarinnar sem reglulega slíta þessa samstöðu. Hún er tærð með aðgerðum sem oft virðast drifnar af eigin hagsmunum eða hégóma á kostnað heildarinnar. Hvort sem við erum að tala um tugmilljóna styrki vegna aksturskostnaðar, skammarlaust. Ráðherrar sem hringja í vini sína á þannig augnablikum að manni fallast hendur eða ráðherrar sem eru staðnir að lögbroti við að skipa dómara, lögum sem m.a eru til að minnka vafa á pólitískum vina ráðningum. Sýndi ráðherra auðmýkt eða hroka er mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi honum í óhag? Aðilar sem lifa og búa á Íslandi og nýta hér ýmsa þjónustu en geyma fjármuni sína í skattaskjólum erlendis. Listinn er það langur að við erum hætt að kippa okkur upp við siðlausa hegðun okkar fremsta fólks. Ég nefni engin nöfn því þetta er mál sem er stærra en einn maður, hópur eða atburður. Þegar við tökum ákvörðun fyrir hagsmuni fárra fram yfir heildarinnar þá rjúfum við okkar samstöðu. Hvað gerir þig stoltann af að vera íslendingur? Myndir þú berjast fyrir Ísland? Svari hver fyrir sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Heilbrigðismál Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Sem ungur maður eftir átta mánaða endurhæfingu, vegna heilaæxlis í annað sinn, þá hefur það vakið áhuga minn að sjá samstöðuna í Úkraínu og hve miklu fólk er tilbúið að fórna fyrir hvert annað. Án þess að fara of langt aftur í tíma er upphaf Covid það næsta sem mér dettur í hug sem nærtækt dæm um samstöðuna hérlendis. Þið munið eftir óvissunni, fjölda dauðsfalla og hugsanlegra langtímaáhrifa. Ég er ekki að tala um Omicron. Ég hef haft sæti í fremstu röð til að sjá það hugrekki og fórnir sem íslenskt heilbrigðisstarfsfólk, þið vitið, fólkið sem fékk 7.000kr inneign í skechers í jólagjöf, hefur fært gegnum faraldurinn og í gegnum mína sjúkragöngu. Stríðið í Úkraínu hefur vafalaust ekki farið fram hjá nokkrum manni. Það sem vakið hefur áhuga minn síðustu daga er fjöldi brottfluttra sem er að snúa aftur til að berjast með löndum sínum ásamt þeim tugum ef ekki hundruðum þúsunda sem hafa og eru í þann mund að taka upp vopn fyrir land og þjóð. Samstaðan sem þarna birtist er meiri en ég hef áður séð. Myndum við gera slíkt hið sama? Hvað myndar þá samstöðu sem við finnum hér á Íslandi? Eru það landsliðin okkar í hinum ýmsu íþróttum? Er það sameiginlegt tungumál? Er það sjúkraliðinn sem er tilbúinn að mæta í vinnuna á laugardegi fyrir laun sem eru fín fyrir framfærslu barnlauss námsmanns sem býr í foreldrahúsum, til að hjálpa þeim okkar sem ekki geta hjálpað sér sjálf? Ég kynntist þessu ansi vel er ég greindist með heilaæxli síðasta sumar og á líf mitt að þakka íslensku heilbrigðiskerfi. Ég er nú í endurhæfingu sem snýr að því að koma mér aftur út í atvinnulífið svo ég geti lagt lóð mín á vogarskálarnar og greitt mína skatta eins og aðrir Íslendingar, með brosi (kannski ekki allir), því leikurinn má ekki fara að snúast um það að fá eins mikið út úr kerfinu og láta í það minna en okkur ber. Samtrygging okkar sem hér búum er eitt það sterkasta sem sameinar okkur, skólar fyrir börnin okkar, sjúkrahús fyrir þau veikustu okkar, lögregla fyrir allan andskotann os.frv. Getum við gert betur? Svo sannarlega, það sem auðvelt væri að bæta eru ákvarðanir nokkurra af helstu fyrirmönnum þjóðarinnar sem reglulega slíta þessa samstöðu. Hún er tærð með aðgerðum sem oft virðast drifnar af eigin hagsmunum eða hégóma á kostnað heildarinnar. Hvort sem við erum að tala um tugmilljóna styrki vegna aksturskostnaðar, skammarlaust. Ráðherrar sem hringja í vini sína á þannig augnablikum að manni fallast hendur eða ráðherrar sem eru staðnir að lögbroti við að skipa dómara, lögum sem m.a eru til að minnka vafa á pólitískum vina ráðningum. Sýndi ráðherra auðmýkt eða hroka er mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi honum í óhag? Aðilar sem lifa og búa á Íslandi og nýta hér ýmsa þjónustu en geyma fjármuni sína í skattaskjólum erlendis. Listinn er það langur að við erum hætt að kippa okkur upp við siðlausa hegðun okkar fremsta fólks. Ég nefni engin nöfn því þetta er mál sem er stærra en einn maður, hópur eða atburður. Þegar við tökum ákvörðun fyrir hagsmuni fárra fram yfir heildarinnar þá rjúfum við okkar samstöðu. Hvað gerir þig stoltann af að vera íslendingur? Myndir þú berjast fyrir Ísland? Svari hver fyrir sig.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun