Skoðun

Þú ert hug­rökk og mögnuð manneskja

Kristján Hafþórsson skrifar

Pældu í því hvað þú ert mögnuð og fábær manneskja. Pældu í því hvað þú ert hugrökk og gullfalleg manneskja. Aldrei gleyma því hversu mögnuð manneskja þú ert. Haltu áfram að vera þú og haltu áfram að gera þitt besta. Þú ert hæfileikabúnt og þú getur allt sem þú vilt.

Lífið er oft mjög erfitt. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt. Við skulum muna eftir því sem raunverulega skiptir máli og ekki hika við að gera það sem okkur langar til þess að gera. Lífið er alltof stutt til þess að fylgja ekki draumum sínum og ástríðu.

Látum fólkið okkar vita að við elskum þau. Gefum af okkur, hrósum og peppum.

Látum aðra skína, þá skínum við skærar.

Þú ert frábær og mundu. Lífið er núna!

Ást og friður.

Höfundur er lífskúnstner.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


×